Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Page 18
16
Tafla III.
Aburður og uppskera i kg á ha úr áburðartilraun i höfrum 1908.
Liðir: Áburður kg á ha: Hafrahey kg á ha
Enginn áburður Kalí 37% Superfosfat 20% Chilesaltp. 15% Hrossatað Kúamykja Sauðatað Hafrahey Vaxtarmunur
a 646
b 156 639 4-7
c 469 2243 1597
d 234 871 225
e 156 469 4444 3798
t 156 469 117 3116 2470
g 156 234 1378 732
h 156 234 234 2220 1574
i 469 234 1353 707
j 78 469 234 2752 2106
k 156 469 234 3842 3196
H 62500 4366 3720
K 62500 4992 4346
S 62500 2235 1589
Árið 1909 er enn gerð áburðartilraun í höfrum í stöðinni, en með
breyttri skipan, samkvæmt ákvörðun fundar, er tilraunastjórarnir héldu
með sér á Akureyri 1908 (sjá Búnaðarrit XXIII, bls. 68—69). Áburðar-
tilhögun er allt önnur heldur en áður (sjá töflu IV). Notaðir eru 50 m2
reitir, en vera má, að uppskerureitir hafi verið minni, ef til vill aðeins 25
m2. Endurtekningar eru þrjár. Borið er á 27. maí, en höfrum sáð, 200 kg
á ha, 1. júní. Slegið er 16. sept. og sögð lítil spretta. Grasið er þurrkað í
flekkjum. Aðeins heyvigtin er færð í bókina.
Árið 1910 fellur þessi tilraun niður, en er svo gerð aftur 1911, þá í ný-
brotnu landi, sem grasfræi hafði verið sáð í fyrir fjórum árum. Tilhögun
sama og 1909, nema að engin varðbelti eru slegin. Borið er á 27. maí, en
höfrunum sáð 29. maí og þeir herfaðir niður og valtaðir.
Þann 1. júlí eru reitirnir allir taldir áþekkir, með bláleitri slikju, er
talin er einkenni brunakals og þurrkum um kennt. Tilraunin er slegin