Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Side 24
22
Uppskeran af tilrauninni, gras og hey í hkg af ha í 1. og 2. slætti og
svo samtala beggja slátta er færð á töflu V, en háar% og hey% í báðum
sláttum og uppskeruhlutföll á töflu VI. Samandreginn árangur tilraun-
arinnar í 13 ár verður þannig:
G r a s He y Vaxtarm. hey
hkg af ha hlutf. hkg af ha hlutf. hkg af ha
a. Septemberdreifing . 122.8 100 47.5 100
b. Októberdreifing . . . 106.7 87 41.2 87 = 6.3 ± 0.74
c. Apríldreifing 85.1 69 34.4 72 ->13.1 ± 0.74
d. Maídreifing 77.0 63 31.8 67 ->15.7 ± 0.74
Skekkjureikningur á niðurstöðum tilraunanna sýndi ágætt öryggi.
Hér skulu nú sýndar helztu niðurstöður hans, sem sýnishorn, en annars
munu eftirleiðis einungis teknar með stærðir þær, sem eru mælikvarði á
nákvæmninni og grein hefur verið gerð fyrir í innganginum að þessu
riti. Skekkjureikningurinn gaf eftirfarandi árangur:
Frítala Meðalfráv. F-tala
Frávik alls . 5848.98 207
Frávik flokka 504.89 3
Frávik ára . 2653.92 12
Frávik liða . 1955.75 3 651.92 180.3***
Frávik liða-j-ára . . . . 180.77 36 5.02 1.39*
Afgangur (skekkja) . . . 553.65 153 3.619
Meðalskekkjan verður þá ± 0.44 hkg eða ± 44 kg á ha og meðalmun-
urinn m/m = ± 74 kg af heyi á ha og T-tölurnar þannig:
Fyrir vaxtarmuninn milli a og b, 630 : 74 = 8.5
Fyrir vaxtarmuninn milli a og c, 1310 : 74 = 17.7
Fyrir vaxtarmuninn milli a og d, 1570 : 74 = 21.2
Allar gefa þessar tölur til kynna, að öryggi tilraunarinnar sé gott og
mismunur liðanna mjög raunhæfur. Mismunandi árferði virðist hafa haft
ofurlítil áhrif á þetta. Samverkan milli ára og liða gefur F-gildið 1.39#,
sem er aðeins raunhæft, en þessi samverkan er þó mjög óveruleg og í raun
og veru miklu minni heldur en hefði mátt ætla. Mesta furðu vekur, hve
munurinn er mikill á september- og októberbreiðslunni, 636 kg af heyi
af ha að meðaltali, og hve lítið víkur frá þessu. Þó hefur breiðslan í októ-
ber tvívegis, 1929 og 1936, gefið aðeins meira heldur en breiðslan í sept-
ember.