Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Qupperneq 25
23
Bæði á Akureyri og á Sámsstöðum hafa verið gerðar áþekkar tilraunir,
en þó ekki alveg hliðstæðar. Áburðartínrarnir í þessum tilraunum voru
aðeins þrír, haustbreiðsla, miðsvetrarbreiðsla og vordreifing. Þá mun í
þessum tilraunum hafa verið notaður haugur, þ. e. hlandið fráskilið, og
er líklegt, að það geri muninn á dreifingartímunum minni. Árangur til-
rauna þessara varð þannig að meðaltali í hkg heys af ha:
Enginn haugur Haustbr. Miðsv.br. Vorbreiðsla
Akureyri, meðalt. 1939—48 . . 31.8 71.8 62.1 63.0
Sámsstaðir, meðalt. 1941-49 . 23.7 42.3 45.3 42.7
Akureyrartilraunin sýnir hliðstæðan árangur og Eiðatilraunin. Haust-
breiðslan gefur tvímælalaust beztan árangur, en miðsvetrardreifingin og
vordreifingin eru áþekkar. Aftur á móti er árangurinn frá Sámsstöðum
gerólíkur. Þar reynist miðsvetrardreifing bezt en haust- og vordreifingar
áþekkar. Vafalaust stendur þetta í sambandi við meiri úrkomu á Sáms-
stöðum, og að jörð er þar minna freðin á vetrum heldur en á hinum
stöðunum.
Af tilraun þessari má að lokum draga eftirfarandi ályktun, sem ætla
má að gildi fyrir Fljótsdalshérað og norðausturhluta landsins:
1. Haustbreiðsla búfjárdburðar (kúamykju) gefur tvímœlalaust miklu
betri raun heldur en vorbreiðsla.
2. Dreifing búfjáráburðar á píða jörð að haustinu gefur greinilega
betri árangur heldur en ef áburðinum er dreift eftir að jörð er orðin
freðin.
3. Dreifing búfjáráburðar á auða jörð i april virðist gefa betri raun
heldur en að biða með dreifinguna fram í maí.
4. Þar sem enginn óáborinn liður er í tilrauninni, verður ekki vitað
hvaða vaxtarauka búfjáráburðurinn hefur gefið i heild, en yfirleitt mun
hann lítill miðað við áburðarmagn. Þó er sennilegt., að vaxtaraukinn af
áburðinum sé eigi minni en 20—35 hkg af heyi af ha, og ættu þá að hafa
fengizt 52—90 kg af heyi fyrir tonn af mykju. Á Sámsstöðum hafa fengizt
70—82 kg og á Akureyri 100—133 kg fyrir tonn af haug.
3. Samanburður á vor- og haustbreiðslu og mismunandi
ávinnslutímum 1932—1941.
Tilraun þessi er hliðstæð tilrauninni hér á undan og tilhögunin að
mestu sú sama. Hún hefst þó ekki fyrr en 1932 og er svo gerð í 10 ár.
Liðir tilraunarinnar eru fjórir en endurtekningar aðeins þrjár. Áburðar-
reitir eru 100 m2, en sláttureitir 50 m2. Reitirnir eru langir og mjóir og