Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Side 47
45
vegar eru líkurnar nokkru minni fyrir því, að 1. áburðartími hafi gefizt
betur heldur en 3. áburðartími, en þó almiklar.
Á Akureyri var í 10 ár, 1928—1937, gerð tilraun, alveg hliðstæð þessari
að því undanskildu, að þar voru áburðarskammtarnir eins allan tímann og
jafngildir. Meðalárangur varð í heykg á ha:
1. ábt. 30/4-5/5 2. ábt. 14/5-20/5 3. ábt. 28/5-3/6
Nitrophoska (meðalt. 10 ára) .. 5790 5930 5790
Saltpétur (meðalt. 10 ára). 6060 6060 5480
Tilraunin sýnir, að munur áburðartegundanna er sáralítill, og að á-
burðartíminn 14.—20. maí er einna drýgstur, en munurinn þó lítill.
Á Sámsstöðum var, frá 1938—1941, gerður samanburður á dreifingar-
tímum á nitrophoska. Fyrsti áburðartími var 10. maí, áburðartímarnir
fjórir og 10 dagar á milli þeirra. Meðaluppskera í hkg af heyi á ha varð
þannig:
1. dreifingart. 2. dreifingart. 3. dreifingart. 4. dreifingart.
Nitrophoska (meðalt. 4 ára) .... 67.8 62.3 58.2 48.5
Því seinna, sem borið er á, því minni verður uppskeran, og munar
miklu á 1. áburðartíma, 10. maí, og á þeim síðasta, 9. júní.
Helztu niðurstöðurnar verða þessar:
1. Uppskcran af nitrophoska er i/5 minni heldur en af saltpétursliðun-
um, en þar sem nitrophoskaliðirnir hafa fengið 13% minna köfnunarefni
og 8% minni fosfórsýru heldur en saltpétursliðirnir, verður ekki fullyrt,
að um nokkurn raunhœfan mun sé að ræða á áburðartegundunum.
2. Hagkvæmasti tíminn til pess að bera á nitrophoska og kalksaltpétur
virðist vera á tímabilinu 16.-25. maí, en lakastur verður árangurinn ef
seint er borið á eða ekki fyrr en kemur fram i júní. Jafnframt þessu verð-
ur auðvitað ávallt að hafa hliðsjón af því, hve snemma eða seint vorar.
6. Saltpétur borinn á í einu og tvennu lagi (Hansenstilraun)
1929-1934.
Þetta er ein af þremur tilraunum, sem nefndar hafa verið Hansenstil-
raunir, og hefur einnar þegar verið getið, samanburðar á N-áburði III.
Oft er um það deilt hér á landi, hvort réttara sé að dreifa N-áburðinum
öllum í einu á vorin eða bera nokkuð á á milli slátta, og er þessari tilraun
ætlað að svara því að nokkru. Tilraunin er aðeins í þremur liðum og
samreitir þrír. Áburðarreiturinn er 7.07 x 7.07 — 50 m2 og sláttureitir
5 x 5 = 25 m2. Tilhögunin venjuleg ferskipan.
Áburður á alla tilraunina er fyrstu þrjú árin 320 kg superfosfat 20%