Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Qupperneq 55
53
Hliðstæðar tilraunir voru gerðar bæði á Akureyri og Sámsstöðum, og
er gaman að bera meðaluppskeruna saman á þessum þremur stöðum, en
áburðurinn mun hafa verið áþekkur á Sámsstöðum allan tímann og hann
var á Eiðum fyrstu þrjú árin, en líklega eitthvað hærri á Akureyri.
Aburðarl.
kg hey ha
Eiðar (meðalt. 1929-34)........... 945
Akureyri (meðalt. 1929—35)........ 1490
Sámsstaðir (meðalt. 1930—34) .... 4430
Saltp.Á-Superf. Ammoph.
kg hey ha kg hey ha
5423 4973
6210 5830
6710 6930
Nitroph.
kg hey ha
5547
6260
7240
Athyglisvert er það, að áburðarlaust gefur langminnst á Eiðum en
langmest á Sámsstöðum. Tilraununum á Eiðum og Akureyri ber mjög
vel saman. Á báðum stöðum er mjög líkt um saltpétur- og nitrophoska-
liðina, en ammophosið reynist lakast. Á Sámsstöðum gefur saltpéturslið-
urinn lakasta útkomu, en nitrophoska beztan árangur. Auðvitað gæti
skorturinn á kalí valdið þessu, en þess má geta, að á Akureyri var kalí
borið á b-liðinn með saltpétrinum og superfosfatinu til jafns við nitro-
phoska. Ekki er þó líklegt, að þetta hafi skipt miklu máli þar, eða að kalí-
vöntun hafi dregið Leunaphosliðinn niður. Uppskeran fer vaxandi á öll-
um liðum, og sízt minna á Leunaphosliðnum heldur en á hinum.
Hvað Eiðatilraunina áhrærir, verða þessar ályktanir helzt af henni
dregnar:
1. Nitrophoska og jafngildi af kalksaltpétri-f-superfosfati virðist gefa
jafngóða raun, því engin merki þess sjást, að kalískortur hafi verið í til-
rauninni. Akureyrartilraunin styður þetta fullkomlega.
2. Leunaphos (ammophos) hefur reynzt greinilega lakara heldur en
jafngildi af kalksaltpétri og superfosfati.
Þessi tilraun hefur ekki mikið praktiskt gildi lengur, því að áburðar-
tegundir þessar eru annaðhvort alveg horfnar af markaðinum eða ekki
lengur á boðstólum hér, en fræðilegt gildi hefur hún engu að síður.
8. Samanburður á búfjáráburði og tilbúnum áburði í 14 ár.
Tilraun þessi og sú, sem hér fer á eftir, heyra að nokkru saman, þótt
uppskerutölurnar séu ekki sambærilegar nema að mjög litlu leyti. Báðar
tilraunimar hefjast árið 1928, tilhögun þeirra er mjög áþekk, þeim er
haldið áfram álíka lengi, annarri í fjórtán en hinni í tólf ár, áburðar-
magnið, sem notað er, er hið sama, og því er breytt á sama veg og sam-
tímis.
Þótt þessi tilraun sé nefnd samanburður búfjáráburðar og tilbúins
áburðar, er hún það ekki í raun og veru, því að harla lítið eða ekkert er