Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 13
Guðmundur Steingrímsson n Í dag Mitt ófullkomna nef segir mér að í raun sé fólk almennt hér á landi til í að stunda sóttvarnir af miklum móð, vera með grímu og spritta sig, fara í hraðpróf fyrir viðburði og svo framvegis. Við gerum það sem þarf. Einnig hefur vilji til bólu- setningar verið mjög mikill hér á landi. Það má því segja að þessi þjóð hafi verið einstaklega viljug þegar kemur að sóttvörnum. Hins vegar skynjar mitt nef líka af lestri frétta og af samræðum við annað fólk að stigvaxandi óþreyja hefur hreiðrað um sig gagnvart því að einstaklingar, fullbólusettir, þurfi sýknt og heilagt að fara í sóttkví út af nálægð við smitaða. Þetta þarf að ræða. Ég veit það hljómar dramatískt en sóttkví er í eðli sínu stofu- fangelsi, þótt ég vilji auðvitað ekki halda því fram að hún sé það. En margt er líkt. Það er hollt að minna sig á þetta, því oft vill gleymast að aðgerðir sem gripið er til tíma- bundið eru í raun heilmikið inngrip í líf fólks og svipting á réttindum. Geisi skæð veira er rétt að láta slíkt yfir sig ganga, búi góð heilsufarsleg rök að baki. En sé fólk komið með umtalsverða vörn fyrir veirunni með bólusetningu og aðrar áhrifaríkar leiðir eru einnig sannanlega færar til að glíma við hana, verður auðvitað að gæta þess að réttindi fólks séu ekki skert að ósekju. Í sóttkví má fólk ekki hitta annað fólk í návígi, verður að vera heima hjá sér – inni í herbergi séu aðrir á heimilinu – og svo fram- vegis. Fólk er meira að segja skráð í sóttkví í gagnagrunn heilbrigðis- yfirvalda, þannig að rjúfi fólk sótt- kvína liggja viðurlög við. Símtalið kemur Sóttkvíin raskar atvinnulífinu og skólastarfi. Hún gerir það að verkum að mun erfiðara er fyrir fjölskyldur að gera sjálfsagðar áætlanir. Það eru lúmsk áhrif, en þannig hefur lífið verið í næstum tvö ár. Alltaf getur símtalið komið. Sóttkví. Öllu aflýst. Engar opinberar bætur fást ef verðmæti glatast eða áætlanir raskast út af sóttkví. Krafa um sóttkví er því, hvernig sem á það er litið, harkaleg aðgerð. Ég þekki marga sem hafa eytt smitrakning- arforritinu úr símanum sínum. Það vill enginn lenda í sóttkví. Full- bólusett fólk, jafnvel þríbólusett, með engin einkenni er látið sitja heima. Engu skiptir þótt það fái neikvætt úr prófi og sé einkenna- laust. Heima skal það vera. Sóttkví er einstaklega harkaleg aðgerð gagnvart skólabörnum. Skólastjórnendur eru á haus við að setja nemendur í sóttkví á degi hverjum, án þess raunar að lög heimili, samkvæmt nýjustu fréttum, að þeim séu veittar þær skyldur. Börn fá almennt væg einkenni og mörg þeirra eru full- bólusett. Jafnframt má halda því fram að það hvíli frekar sú skylda á herðum okkar fullorðinna að vernda börnin. Aðgerðir okkar ættu að miða að því að halda skóla- starfi gangandi, án röskunar. Börn ættu ekki að þurfa að fara í sóttkví til að vernda okkur hin. Bara á Íslandi Vissulega hafa reglur um sóttkví verið rýmkaðar töluvert hér á Hin séríslenska sóttkví landi, tíminn styttur og smitgát er orðinn möguleiki, en grunnreglan er enn sú sama: Einstaklingur fer í sóttkví ef hann hefur umgengist einhvern sem reyndist smitaður. Þessi nálgun hefur ekki breyst þótt þorri þjóðarinnar hafi verið bólu- settur. Spurningarnar eru aðkallandi: Er nauðsynlegt að bólusett fólk fari í sóttkví? Hvað þá þríbólu- sett? Er nauðsynlegt að börn, sem smita almennt minna og veikjast minna, fari í sóttkví? Hvað þá bólusett börn? Þessar spurningar eru einkar aðkallandi í ljósi þess að Ísland sker sig úr. Ég gúgglaði og komst að þessu: Í Noregi gilda þær reglur að komist manneskja í tæri við smitaða manneskju, þarf hún ekki að fara í sóttkví sé hún bólusett. Hins vegar þarf hún að fara í próf. Það hljómar skynsam- lega. Og vera varkár, sem er líka skynsamlegt. Og eru Norðmenn einstaklega kærulausir? Nei, bólu- settir þurfa heldur ekki að fara í sóttkví í Svíþjóð né heldur í Finn- landi. Og ekki heldur í Danmörku. Ekki í Þýskalandi. Ekki Bretlandi. Ekki Hollandi. Ekki Frakklandi. Ekki Írlandi. Alls staðar er einungis mælst til þess að bólusettir, hafi þeir komist í tæri við smitað fólk, fari í próf. Og ekkert þessara ríkja setur skólabörn í sóttkví. Af hverju er Ísland svona spes? Hver eru rökin? Hvað er öðruvísi hér en í Noregi? Finnlandi? Dan- mörku? Nú er ég ekki í sóttkví, né nokkur mér nákominn, svo ekki er þetta skrifað í stundarp- irringi vegna þess að ég sé búinn að horfa á allt í sjónvarpinu og hafi ekkert að gera, heldur út af hinu: Það má ekki láta allt yfir sig ganga, gagnrýnislaust. Spyrja þarf. n Eiríkur Örn Norðdahl fer hér á kostum í umfjöllun um útskúfun, refsingu og fyrirgefninu - á mörkum skáldskapar og veruleika. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA „... einlæg, stundum sprenghlægileg saga þar sem höfundur tekst á við erfiðar spurningar sem eiga brýnt erindi við samtímann.“ RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2021 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.