Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 104
Elín Albertsdóttir elin @frettabladid.is Síldarréttir eru vinsælir á aðventunni þegar fólk vill gera sér glaðan dag. Hægt er að hafa þá á hlaðborði með smáréttum eða eina og sér. Hér eru nokkrar uppskriftir af síld sem eru komnar frá frændum okkar Dönum, en Íslendingar hafa lengi sótt sínar jólahefðir til þeirra. Margar íslenskar stúlkur, sem komu frá efnuðum fjölskyldum, fóru til náms í matargerð til Kaup- mannahafnar á fyrri hluta síðustu aldar og báru með sér alls kyns uppskriftir sem kynslóðirnar hafa fylgt eftir. Sömuleiðis fóru ungir menn í framhaldsnám þangað eins og þekkt er. Tenging Íslands og Danmerkur í gamla daga hefur því talsverð áhrif á matargerð okkar. Karrísíld Þessi síld er himnesk á bragðið og hentar vel í hádeginu á aðventu eða um jólin. 4-6 marineruð síldarflök (300-450 g) Sósa 1 msk. karrí 1 msk. olía 75 g majónes 1 dl sýrður rjómi, 18% ½ til 1 tsk. sykur Salt og pipar 1 lítið epli Punt 2-3 harðsoðin egg 1 lítill rauðlaukur Ferskt dill Rúgbrauð Himnesk jólasíld Síldarréttir eru ómissandi á að- ventunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Ristið karríið í olíu í um eina mínútu. Kælið. Hrærið majónesi og sýrðum rjóma með karríolíunni og bragð- bætið með salti og pipar. Skolið eplið og skerið í litla ferninga. Bætið þeim við í dress- inguna. Síið vökvann frá síldinni og skerið hana í litla bita. Setjið saman við majónesblönduna. Setjið í kæli- skáp í að minnsta kosti einn tíma. Leggið síldina á rúgbrauð og skreytið með eggi, fínt skornum rauðlauk og dilli. Sinnepssíld Þetta er sannkölluð jólasíld. 4-6 maríneruð síldarflök (300-450 g hvert) Sósa 75 g majónes 1 dl sýrður rjómi, 18% 2 msk. dijon-sinnep 2 msk. gróft dijon-sinnep 1 msk. fljótandi hunang Salt og pipar Dill Skreyting Kapers 1 lítill rauðlaukur Hrærið majónes og sýrðan rjóma saman og bætið sinnepinu saman við. Bragðbætið með hunangi, salti og pipar. Setjið smávegis dill í sósuna. Þerrið síldina og skerið hana í bita. Setjið í dressinguna og hrærið allt varlega saman. Setjið í kæliskáp í minnst einn tíma. Leggið síldina á rúgbrauð og skreytið hana með kapers og dilli. Síldarsalat 2 dl léttur rjómaostur (Fromage frais ef hann fæst hér) 1 dl sýrður rjómi, 18% 60 g kavíar 1 búnt graslaukur Dill 3 kryddsíldarflök 2-3 soðnar kartöflur 1 rauðlaukur 2 harðsoðin egg Punt 1 harðsoðið egg og graslaukur Blandið léttum rjómaosti og sýrðum rjóma saman. Bætið kavíar við og síðan fínt skornu dilli og graslauk. Skerið kartöflur og síld í litla bita og setjið í dressinguna. Bætið loks við smátt skornum rauðlauk og niðurskornum eggjum. Skreytið salatið með eggja- bátum og graslauk. ■ Í Líflandi finnur þú jólagjafir fyrir knapa á öllum aldri ásamt vönduðum fatnaði í hverskyns útivist. Undirdýnur í miklu úrvali SkrauthöfuðbúnaðurSænsku Fager gæðamélinÚtivistarbuxur Úlpur Reiðskór Peysur VetrarskórSokkar Reiðhjálmar Herraúlpur Merino ullarfatnaður Reiðstígvél Hnakktöskur JÓLAGJÖF KNAPANS FÆST Í LÍFLANDI Sala og ráðgjöf Sími 540 1100 www.lifland.is lifland@lifland.is Reykjavík Lyngháls 3 Akureyri Óseyri 1 Borgarnes Digranesgata 6 Blönduós Efstabraut 1 Hvolsvöllur Ormsvöllur 5 19. nóvember 2021 jól 2021 84 fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.