Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 126

Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 126
Það þarf ekki að bæta á sig mörgum kílóum um jólin. Þau gætu allt eins orðið upp- hafið að heilbrigðara lífi sem síðan hefst að fullu í janúar. elin@frettabladid,is Með því að velja réttan jólamat, fara í gönguferðir og vera með- vitaður um hvað maður setur ofan í sig geta jólin verið tími nýrra og hollari matarvenja ásamt því að vera leið til betra lífs. Að sögn norsks sérfræðings er vandamálið oft að fólk velur að borða mikið af mettaðri fitu. Hún getur valdið lífsstílssjúkdómum eins og offitu, hjarta- og æðasjúk- dómum, að því er greint var frá á forskning.no. Ef fólk er óklárt á því hvað sé mettuð fita má finna það út með því að geyma matvælin í kæli. Mettuð fita storknar í kulda. Olíur sem innihalda mikið af ómett- aðri fitu haldast fljótandi í kæli. Mjólkurfita, eins og sú sem er í rjóma, þykir ekki eins hættuleg og áður var talið og það er óhætt að leyfa sér hann á stórhátíðum. Þegar valinn er léttari jólamatur er kalkúnn eða aðrir fuglar mjög góður kostur. Fuglar, eins og kal- kúnn, geyma fituna undir húðinni og hana er auðvelt að fjarlægja og forðast. Alifuglakjöt er því mjög góður kostur. Sömuleiðis er fiskur hollur og góður. Rautt kjöt þarf ekki að vera slæmt. Oft er það meðlætið sem er Skynsemi í fæðuvali eykur heilbrigði um jólin Jólasveinninn er skammaður fyrir að borða alltof margar smákökur, enda of þungur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY verra. Lömb hafa til dæmis farið um heiðar og nærst á berjum og jurtum sem innihalda andoxunarefni og vítamín. Lambakjötið er því góður kostur og inniheldur meiri nær- ingarefni en dýr sem eru fóðruð á kjarnfóðri. Unnin kjötvara eins og hakk og pylsur er einfalt að elda en fitan í þeirri vöru sést ekki vel. Þess vegna er alltaf best að forðast unnar kjötvörur vilji maður léttast. Auk fitu eru hröð kolvetni mikil áskorun í mataræði. Mikið magn af f ljótandi kolvetnum fær fólk í gegnum drykki, eins og safa, gos- drykki og áfenga drykki. Ef fólk lifir alla jafna heilbrigðu lífi hefur það betri samvisku gagnvart því að brjóta lögmálið yfir jólin, en þá þarf að halda sig við skynsemina þess á milli. Til dæmis borða margir of mikið og of sjaldan. Betra er að borða minna í einu en oftar til að viðhalda efnaskipt- unum betur. Ef maður lætur líða langan tíma á milli máltíða verður manni oft á að úða í sig alltof miklum mat og jafnvel líða illa á eftir. Það getur verið hjálplegt fyrir brennslu líkamans að krydda matinn með sterku kryddi eins og chili-pipar. Einnig hjálpar að velja minni diska, en þeir hafa stækkað nokkuð í áranna rás. Borða ætti meira af ávöxtum og grilluð ávaxtaspjót eru tilvalin til að auka það og þau eru ljúffeng. Einnig er gott ráð að nota hreina jógúrt sem ídýfu fyrir ávexti eða sem dress- ingu á salat ef fólk vill minnka fitu- og saltinnihald. Samkvæmt nýlegri evrópskri rannsókn þar sem fylgst var með 1.600 manns í 18 mánuði í Dan- mörku, Bretlandi og Portúgal, jókst þyngd fólks umtalsvert í desember. Niðurstaða rann- sóknarinnar var birt í tímaritinu Plos One. Þátttakendur léttust stöðugt í tíu mánuði en þyngdust í desember. Þeir bættu á sig að meðaltali einu og hálfu kílói frá byrjun desember til fyrstu daganna í janúar. Sama mynstur var í löndunum þremur. Þegar fólk fer að þyngjast getur orðið erfitt að stöðva þá þróun og hætta er á að þyngdin aukist enn frekar. Hreyfing með fram hátíðarmatnum getur dregið úr þessari þróun. n Þátttakendur léttust stöðugt í tíu mánuði en þyngdust í desember. Þeir bættu á sig að meðaltali einu og hálfu kílói frá byrjun desember til fyrstu daganna í janúar. Verkfærasalan er fjölskyldu- fyrirtæki, stofnað fyrir rúmum 24 árum, sem hefur frá upphafi lagt áherslu á að sjá iðnaðarmönnum, fyrir- tækjum og einstaklingum fyrir góðum verkfærum og veita fyrirmyndarþjónustu. Þekktustu vörur Verkfærasölunnar eru Milwaukee rafmagnsverkfærin sem fyrirtækið hefur selt um árabil á Íslandi. Kristófer Ragnarsson er versl- unarstjóri stórrar og glæsilegrar verslunar Verkfærasölunnar í Síðu- múla 9 í Reykjavík. Auk hennar rekur fyrirtækið verslanir í Hafnar- firði og á Akureyri og svo öfluga vefverslun. Kristófer segir vinsældir Milwaukee verkfæranna miklar og skiljanlegar: „Í 18 og 12 volta rafhlöðulínunum ertu með mikið framboð af góðum vélum sem fag- menn og aðrir kunna vel að meta, enda eru þær þróaðar í samráði við fagfólk og gerðar fyrir krefjandi verkefni og aðstæður. Nýlega kynnti Milwaukee byltingarkennd- ar rafhlöður, MX Fuel-línuna, sem gera verktökum kleift að minnka kolefnissporið vegna þess að þær knýja stór verkfæri örugglega, bæði utan- og innandyra, sem áður voru knúin með jarðefnaeldsneyti.“ Verkfærasalan er einnig með Ryobi, sem er risastórt merki á verkfæramarkaðinum. „Það hefur komið vel út hjá viðskiptavinum sem vilja geta gert hlutina sjálfir og jafnvel farið upp á eigin spýtur í stærri verkefni heima fyrir.“ Kristófer segir Verkfærasöluna vera með mikið úrval af verkfærum frá þekktum framleiðendum á borð við Hultafors, Wera, Knipex, Bacho, Telwin, Gedore og Yato. „Hjá okkur er hægt að finna gott úrval bæði fyrir fagmanninn og dundarann þegar kemur að raf- og handverk- færum.“ Verkfærasalan er að sögn Kristó- fers með rafverkfæri, efnavörur og festingaefni. „Þú finnur gott úrval hjá okkur, við erum með bolta og skrúfur, alls konar festingaefni, en við erum ekki í smíðaefni eða park- eti og slíku. Verkfæri eru okkar fag. Við sérhæfum okkur og reynum að veita framúrskarandi þjónustu. Starfsfólk Verkfærasölunnar býr yfir mikilli reynslu og sérfræði- þekkingu sem nýtist viðskiptavin- unum við val á vörum okkar. Hjá okkur fá bæði fagmenn og aðrir, vörur, ráðgjöf og þjónustu fyrir hvort heldur sem er bílaviðgerðir, stálsmíði, trésmíði, pípulagnir eða rafvirkjun.“ En eru verkfæri gjafavara fyrir jólin? Kristófer segir ýmsar vörur selj- ast vel yfir vetrartímann, til dæmis sérstakan Milwaukee fatnað með hitabúnaði sem knúinn er rafhlöð- um. „Svo erum við með jóladagatöl fyrir áhugamenn um verkfæri. Þá er ekki sælgæti í dagatölunum heldur verkfæri. Frá Milwaukee erum við með aðventudagatal þar sem er eitthvað sniðugt verkfæri á hverjum sunnudegi á aðventunni. Frá Wera og Gedore erum við með hefðbundnari dagatöl sem ná yfir alla 24 dagana. Þetta er mjög vin- sælt. Síðan eru Wera vörurnar mjög vinsælar fyrir jólin. Pakkningarnar eru þannig að auðvelt er að pakka þeim fallega inn, en þetta eru líka hágæða verkfæri sem fólk kann að meta. Jólavertíðin hefur verið að stækka ár frá ári og við sjáum mikla hreyfingu til dæmis á Black Friday. Þetta geta verið vélar og handverk- færi eða bara fatnaður og húfur.“ Að sögn Kristófers aukast vin- sældir gjafakorta frá Verkfæra- sölunni ár frá ári. „Þau henta vel fyrir þá sem vilja gefa verkfæri en vita kannski ekki alveg hvað hentar best.“ Vefverslun Verkfærasölunnar hefur vaxið mjög undanfarið og í henni er hægt að fá næstum allar vörur fyrirtækisins. Kristófer segir fólk greinilega kunna vel að meta það að geta farið á netið til þess að versla og fá vöruna senda heim eða valið að sækja pöntunina til fyrir- tækisins eða í póstbox. n Gott úrval jólagjafa í Verkfærasölunni Kristófer Ragnarsson verslunarstjóri Verkfærasölunnar í Reykjavík hjá Milwaukee-verkfæralínunni. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ryobi-verkfærin njóta mikilla vinsælda. Verkfæri eru okkar fag. Við sérhæfum okkur og reynum að veita fram- úrskarandi þjónustu. Starfsfólk Verkfæra- sölunnar býr yfir mik- illi reynslu og sérfræði- þekkingu. 6 kynningarblað A L LT 19. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.