Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 6
kristinnhaukur@frettabladid.is MENNTAMÁL Samkvæmt mennta- og menningarmálaráðuneytinu var ágalli á háskólalögum ástæðan fyrir því að gerð var svokölluð gæðahandbók, sem er núna á loka- stigi. Hafi þau lög ekki gert ráð fyrir viðurkenningu nýrra háskólastofn- ana, en umsókn Kvikmyndaskóla Íslands árið 2019 hafi verið sú fyrsta sinnar tegundar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær telja forsvarsmenn skólans ráðuneytið halda skólanum í gísl- ingu. Svör hafi verið lítil í tæp tvö ár, önnur en þau að von væri á gæða- handbókinni. Sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður skólans, að sú bók væri tilbúningur í ráðu- neytinu sem ætti enga stoð í lögum. Ákveðið hefur verið að Listahá- skólinn verði með kvikmyndanám á háskólastigi. Samkvæmt svari ráðuneytisins til Fréttablaðsins er engin reynsla komin á málsmeðferðartíma viður- kenningar á nýjum háskólum. „Afgreiðslutími á viðbótarviður- kenningum til starfandi háskóla, til dæmis vegna nýrra námsbrauta í doktorsnámi, hefur verið um tvö ár frá móttöku umsóknar.“ Til að bregðast við ágallanum í lögunum hafi Gæðaráð háskóla farið fram á það, árið 2020, að téð handbók og matsrammi yrðu gerð. Hafi bæði verið leitað til innlendra og erlendra sérfræðinga við það. Þegar þessi matsgögn liggja fyrir muni ráðherra skipa óháða aðila í matsnefnd að fenginni tilnefningu Gæðaráðsins. n Landsmenn munu svolgra í sig hátt í 400.000 lítra af rjóma fyrir jólin. Minnstu munaði þó að Covid stæli jólunum. bth@frettabladid.is NEYTENDUR Aðf a ng a skor t u r, tengdur Covid-faraldrinum, mun ekki hafa áhrif á vöruframboð mjólkur afurða fyrir jólin á Íslandi en það stóð nokkuð tæpt. Mjólkur- fyrirtæki hafa þurft að sýna mikla framsýni til að ná sér í umbúðir og íblöndunarefni fyrir jólin. „Við f innum fyrir að það er þyngra en áður að kaupa inn pappa- umbúðir og íblöndunarefni að utan. En þetta sleppur til og auðvitað er meirihluti okkar hráefnis innlend- ur,“ segir Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri hjá MS. Aðfanga- og hráefnisskortur mun hafa áhrif á vöruframboð í ákveðnum geirum viðskiptalífsins fyrir hátíðirnar, eins og Fréttablaðið hefur fjallað um, en þeir sem elska smjör og rjóma þurfa því engu að kvíða. Aðalsteinn segir að ráð sé gert fyrir að smjörsala hjá MS tvö- faldist fyrir jólin. 200 tonn seljist af smjöri í desember. Sala á rjóma nánast þrefaldist miðað við hefð- bundna mánaðarneyslu. 350.000 lítrar af rjóma frá MS verði seldir í desember. MS er ekki eina fyrirtækið sem selur rjóma hér á landi. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri hjá Örnu, segir að Arna sé með um 10 prósenta markaðshlutdeild í rjóma. Hann býst einnig við þreföldun á rjómaneyslu fyrir jólin og mun framleiðsla Örnu taka mið af því. „Við finnum mikið fyrir vand- ræðum með aðföng að utan, en við brugðumst við með því að birgja okkur mjög vel upp og erum að minnsta kosti ekki að lenda í vandræðum næstu mánuði,“ segir Hálfdán. Von er á nýrri jólajógúrt frá Örnu með eplum og kanel. Hún verður seld í glerkrukku og er hluti jóla- stemningarinnar að sögn Hálfdáns. „Það er alltaf gaman í vinnunni hjá okkur en ekki síst fyrir jólin,“ segir Hálfdán. Hjá Mjólku fengust þær upp- lýsingar að starfsmenn byggju sig undir mikla söluaukingu í þeim mánuði sem senn fer í hönd. Ekki síst í ídýfum sem seljast eins og heitar lummur um jólin. n Þrautseigju þurfti til að tryggja jólarjómann í ár Í sumar kökur þarf bæði smjör og rjóma. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við brugðumst við með því að birgja okkur mjög vel upp. Hálfdán Óskarsson, framkvæmda- stjóri hjáÖrnu Frá Afríku til Póllands Hópur fólks ásamt ímam var viðstaddur greftrun hælisleitanda frá Afríku í gær, sem lést í austurhluta Póllands, skammt frá landamærum Hvíta-Rússlands. Ekki er vitað hvað hælisleitandinn hét eða nákvæmlega hvaðan hann kom. Pólland hefur átt í erfiðleikum með að þjónusta alla þá hælisleitendur sem koma til landsins frá Hvíta-Rússlandi og hafa Pólverjar sakað þarlend stjórnvöld um að bjóða þeim til landsins á fölskum forsendum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA ser@frettabladid.is VIÐSKIPTI Kortavelta Íslendinga jókst um 24 prósent milli ára miðað við fast gengi og fast verðlag, að því er fram kemur í nýrri samantekt hagdeildar Landsbanka Íslands. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands tæpum 79 milljörðum króna og jókst um tæp fjórtán pró- sent á milli ára. Kortavelta Íslend- inga erlendis nam á sama tíma 18 milljörðum króna og jókst um 106 prósent milli ára. Sérfræðingar bankans segjast sjá breytingar í innlendri neyslu þar sem kaup á þjónustu vegi nú hlutfallslega meira í aukningunni, enda ýmis þjónusta, sem hafi verið ófáanleg þegar faraldurinn stóð sem hæst, nú orðin aðgengileg að nýju. Fram kemur í samantekt bankans að kaup Íslendinga á skipulögðum ferðum ferðaskrifstofa hafi tífald- ast frá sama tíma í fyrra og kaup á þjónustu menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi hafi vaxið um nærri 150 prósent. Á sama tíma mælist samdráttur í kortaveltu Íslendinga í mörgum verslunum. Mestur er samdráttur- inn í áfengisverslunum, þar sem kortavelta dróst saman um 20 pró- sent að raunvirði milli ára. Í bygg- ingarvöru-, raf- og heimilistækja- verslunum mælist einnig samdráttur en aukningin var mjög mikil í þeim verslunum þegar faraldurinn skall á og mælist kortaveltan enn sterk þó hún dragist nú saman milli ára. n Fjórðungsaukning í veltu á milli ára Gæðahandbók komin til vegna ágalla í lögum Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði í bréfi til Jóns Steinars í febrúar að unnið væri að háskólaviðurkenningu skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kvik- myndaskóla Íslands 6 Fréttir 19. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.