Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 136

Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 136
Fyrir hvert og eitt dýr í bókinni samdi ég nútímalega klassíska tónlist. Hann staðfestir hér sess sinn sem einn frambærilegasti túlk- andi barnaleikrita landsins. Dýrasinfónían, barnabók í bundnu máli, eftir metsölu- höfundinn heimsfræga Dan Brown er komin út í íslenskri þýðingu. kolbrunb@frettabladid.is Af hverju ákvað hinn víðfrægi höf- undur Da Vinci lykilsins að skrifa barnabók? „Ég hafði skrifað sjö skáldsögur í röð og mig langaði til að gera eitt- hvað aðeins öðruvísi. Sem barn var ég afar hrifinn af myndabókum Dr. Seuss, brjálæðislegum karakt- erum og hans fáránleikavísum. Í Dýrasinfóníunni langaði mig til að skapa svipaðan töfraheim mynda og skáldskapar fyrir nýja kynslóð ungs fólks, og taka hann skrefinu lengra,“ segir Dan Brown. Af hverju að skrifa bók um dýr? „Mér hefur alltaf þótt vænt um dýr og mig langaði að fjalla um ólíkan persónuleika þeirra. Svo fannst mér skemmtilegra að láta dýr setja fram boðskap frekar en að láta manneskjur gera það.“ Hægt er að skanna inn kóða í bókinni og hlusta á tónlist sem Brown samdi við söguna. „Dýra- sinfónían er lestrar- og myndabók með tónlistarlegum snúningi sem á að koma á óvart. Fyrir hvert og eitt dýr í bókinni samdi ég nútímalega klassíska tónlist, stutt skemmtileg lög sem endurspegla persónuleika viðkomandi dýrs,“ segir Dan Brown. Blaðamaður spyr hvort hann leiki á hljóðfæri. „Já, ég spila á píanó,“ svarar hann. „Foreldrar mínir voru lærðir tónlistarmenn sem vildu ekki eignast sjónvarp, þannig að ég lék á píanó, söng í kórum og fór á tónleika. Þegar ég var barn var tón- listin eins og heilagur griðastaður. Hún róaði mig þegar ég var í upp- námi, var tryggur vinur þegar ég var einmana og hjálpaði mér að tjá gleði mína þegar ég var hamingju- samur – og það sem var best af öllu, hún ýtti undir sköpunargleði og ímyndunarafl. Enn þann dag í dag spila ég á píanóið á hverjum degi – venjulega eftir langan vinnudag við skriftir.“ Hann gefur sinn hluta höfundarverðlaunanna af útgáfu bókarinnar í Bandaríkjunum til tónlistarkennslu barna í heiminum. Hann hefur komið til Íslands nokkrum sinnum á síðustu árum. Hvað heillar hann við landið og á hann von á því að koma aftur f ljót- lega? „Auk þess að hrífast af hinu ægi- fagra landslagi finnst mér Íslend- ingar vera sérstaklega hlýir og gestrisnir. Ég hef eignast góða vini á Ísland og vonast til að koma fljót- lega aftur til að hitta þá,“ segir Dan Brown. n Vildi gera eitthvað öðruvísi Dýrasinfónían er lestrar- og myndabók með tónlistarlegum snúningi, segir Brown. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Dan Brown með útgefendum sínum á Íslandi, Páli Valssyni og Pétri Má Ólafs- syni, og glæpasagnahöfundunum Yrsu Sigurðardóttur og Ragnari Jónassyni. MYND/AÐSEND LEIKHÚS Lára og Ljónsi, jólasaga Þjóðleikhúsið Höfundur: Birgitta Haukdal Leikgerð og leikstjórn: Guðjón Davíð Karlsson Leikarar: Þórey Birgisdóttir, Bjarni Kristbjörnsson og Kjartan Darri Kristjánsson Tónlist og söngtextar: Birgitta Haukdal Leikmynd og búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Hljóðhönnun: Elvar Geir Sævarsson Myndbandshöfundur: Signý Rós Ólafsdóttir Sigríður Jónsdóttir Daginn eftir breytingar á sóttvarna- lögum, sem nú krefur leikhúsgesti um neikvætt harðpróf næstu vik- urnar, frumsýndi Þjóðleikhúsið Lára og Ljónsa, jólasögu byggða á vinsælum persónum Birgittu Haukdal. Kúlan virðist líka hafa farið í gegnum breytingu og er nú kallað Litla sviðið, staðsett í kjall- ara Jónshúss á Lindargötunni sem síðastliðin ár hefur verið vettvangur leiksýninga ætlaðra börnum. Hér er á ferðinni algjörlega sak- laus saga um vináttu og jólin, skreytt með jóla- og leikhúsgleði. Þó verður að nefna sokkaskrímslið sem gæti stuðað okkar viðkvæmustu áhorfendur en ekkert er að óttast þrátt fyrir að leiksviðið myrkvist í örskamma stund. Bækur Birgittu hafa notið mikilla vinsælda á síð- astliðnum árum en hér semur hún bæði tónlist og söngtexta sem eru hugljúf en skilja ekki mikið eftir sig. Tónlistin er fremur daufleg og textarnir hlaðnir endurtekningum en leikararnir gera sitt besta með takmarkað efni. Sáldrar leikhústöfrum Leikstjóri er Guðjón Davíð Karlsson en hann skrifar líka leikgerðina. Þó að sagan sé kannski með einfaldasta móti þá notar Guðjón Davíð hvert tækifæri sem gefst til að sáldra smá leikhústöfrum yfir leiksviðið. Sýningin er hugsuð til þess að bjóða litla leikhúsfólkið velkomið í töfra- heim sviðslistanna með góðum árangri. Hann undirstrikar fallega hvernig heimur barna umbreytist í fjarveru foreldra þar sem skápar geyma aðra veröld, leirpiparkökur bakast í alvöru snarl og tuskudýr taka heljarstökk. Sýningin gerist öll í svefnherbergi Láru, sem hannað er af Maríu Th. Ólafsdóttur sem sér líka um bún- ingana. Leyndu rýmin færa líf inn í annars fremur pasteldofið herberg- ið þar sem mismunandi tegundir af bleiku ráða ríkjum. Tveir gluggar eru í herbergi Láru sem endurvarpa líðandi stund með hugvitssam- legri myndbandshönnun Signýjar Rósar Ólafsdóttur. Hljóðið var ekki með besta móti á frumsýningu og eitthvert misræmi í hljóðnemum leikaranna sem virtust vera á mis- munandi styrkleika, önnur tækni- vinna var annars ágæt. Smitandi orka Þórey Birgisdóttir fer með hlut- verk hinnar hugmyndaríku Láru, ímyndunaraflið varpar henni inn í alls konar ævintýri sem áhorfendur taka þátt í. Hún kemur svo sannar- lega með kátínu og leikgleði inn í verkefnið en skortir sjálfsöryggi í röddinni, og hljóðvandamálin hjálpuðu ekki, en raddbeitingin þróast örugglega í rétta átt á sýn- ingartímanum. Kjartan Darri Kristjánsson sýndi og sannaði hversu vel barnaleikhús á við hann sem leikara í verkinu Kaf bátur, sem einmitt var sýnt á sama sviði á síðasta leikári. Hann staðfestir hér sess sinn sem einn frambærilegasti túlkandi barna- leikrita landsins. Orkan sem hann gefur frá sér á sviðinu í hlutverki Atla, leikfélaga Láru, er smitandi, einlæg og hressandi. En auðvitað má ekki gleyma Ljónsa, trúnaðar- vini Láru og inniljóni. Þrátt fyrir ungan aldur er Bjarni Kristbjörns- son reynslumikill á leiksviðinu. Líkt og Þórey þarf hann að vinna aðeins betur í raddstyrknum en sviðsnærvera hans er heillandi og skemmtileg. Lára og Ljónsi, jólasaga er tilvalin sýning fyrir allra yngstu leikhús- gestina sem fá líka tækifæri til að hitta persónur verksins eftir sýn- ingu, siður sem er orðin regla frekar en frávik á íslenskum barnaleik- sýningum. Hér er á ferðinni krúttleg tæp klukkustund í góðum félags- skap þar sem leikhústöfrar svífa yfir leiksviðinu eins og snjókorn. n NIÐURSTAÐA: Hugljúf, örlítið einföld leiksýning um vináttu og töfra ímyndunaraflsins. Ljúfur jólaleikur Hér er á ferðinni algjörlega saklaus saga um vináttu og jólin, segir gagnrýnandi. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Hvítidauði eftir Ragnar Jónasson fór beint í þriðja sæti þýska bóksölu- listans sem birtur er í Der Spiegel í dag. Þar fylgir Ragnar eftir velgengni bóka sinna í fyrra en þá átti hann um tíma þrjár af mest seldu bókum Þýskalands. Hvítidauði kom fyrst út á Íslandi árið 2019. Bækur Ragnar hafa notið fádæma vinsælda á liðnum árum en þær hafa nú selst í yfir þremur milljónum ein- taka og komið út í yfir 33 löndum. Fyrir utan að hafa átt þrjár bækur á topp tíu í Þýskalandi komst Þorpið inn á topp tíu á metsölulista The Sunday Times, fyrst íslenskra bóka. Í Hvítadauða deyja tveir starfs- menn á berklahæli rétt utan við Akureyri árið 1983 og er ljóst að andlát þeirra bar ekki að með eðli- legum hætti. Ungur af brotafræð- ingur vinnur að lokaritgerð um þetta undarlega mál árið 2012 og kemur þá ýmislegt óvænt í ljós um þessa skelfilegu atburði. Samhliða rann- sókninni þarf hann að takast á við erfiðleika í einkalífi sínu – erfiðleika sem þola illa dagsins ljós. n Ragnar í þriðja sæti í Þýskalandi Hvítidauði Ragnars vekur lukku í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ SIGTRYGGUR Bækurnar hafa selst í yfir þremur millj- ónum eintaka. 24 Menning 19. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 19. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.