Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 16

Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 16
Það er vonandi að kröftug umræða eigi sér stað í aðdrag- anda ársþings KSÍ. 16 Íþróttir 19. nóvember 2021 FÖSTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 19. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR Nýliðum efstu deildar karla í handbolta hefur síðustu ár gengið illa að hala inn stig. Bilið milli efstu deildar og þeirrar næstefstu virðist vera umtalsvert. Handbolta- þjálfarinn Guðlaugur Arnars- son segir að leita verði leiða til þess að minnka þetta bil. hjorvaro@frettabladid.is Nú þegar fyrsta þriðjungi Olís- deildar karla í handbolta er lokið hafa nýliðar deildarinnar, HK og Víkingur, leikið samtals 15 leiki án þess að hafa náð í stig. Raunar hefur Víkingur spilað 18 leiki í röð í efstu deild án þess að bera sigur úr býtum og síðasti sigur- leikur liðsins á þeim vettvangi kom í lok nóvember árið 2017. Síðan liðunum var fjölgað úr 10 í 12 í efstu deild fyrir keppnistíma- bilið 2017 til 2018, hefur bilið milli liðanna sem falla aukist ár frá ári. Það tímabil náði Fjölnir að hala inn 10 stig og var tveimur stigum frá fallsvæði deildarinnar. Akureyri var þremur stigum frá öruggu sæti vorið 2019 og HK fimm stigum árið eftir. Á síðustu leiktíð var Þór Akur- eyri fimm stig frá því að bjarga sér frá falli og ÍR fór í gegnum deildar- keppnina án þess að næla sér í stig. Línur geta skýrst um helgina Næstkomandi sunnudag getur Grótta farið langt með að fella Vík- ing fari Seltirningar með sigur af hólmi í leik liðanna í Fossvoginum. HK mætir Stjörnunni á morgun og bíði Kópavogsliðið ósigur í þeim leik er fallbaráttan nánast ráðin um miðjan nóvember. „Það er umhugsunarefni hversu mikill getumunur er á milli efstu og næstefstu deildar og að liðin sem fara upp nái ekki að styrkja sig nógu mikið á milli ára til þess að halda sér uppi. Benda má hins vegar á að Grótta var klók á leikmannamarkaðnum fyrir síðasta tímabil, þar sem liðið nær í unga og efnilega stráka, sem og leikmenn sem höfðu ekki náð að festa sig í sessi hjá stóru liðunum og héldu sér uppi,“ segir þjálfarinn margreyndi Guðlaugur Arnarsson, um stöðu mála hjá liðunum sem farið hafa á milli efstu deildanna síðustu árin. Huga þarf að landsbyggðinni „Að mínu mati á ekki að fækka liðum aftur niður í 10 í efstu deild. Það þarf að gefa 12 liða efstu deild meiri séns og fara frekar í það að finna leiðir til þess að styrkja betur þau lið sem komast upp í efstu deild. Það ætti að mínu viti að hverfa frá því að lið geti sett 16 leikmenn á leikskýrslu og fækkað svo aftur niður í 14 leikmenn. Það myndi auka líkurnar á því að leikmenn númer 12 til 16 í bestu liðum lands- ins fari til minni liðanna. Ungmennaliðin hafa sannað mikilvægi sitt í deildarkeppnum og við ættum ekki að koma í veg fyrir veru þeirra í deildunum til þess að ýta ungum leikmönnum til ann- arra liða. Fremur ættum við að huga því að leita leiða til þess að styrkja handboltastarfið á landsbyggðinni. Við sjáum núna að Hörður er að gera frábæra hluti fyrir vestan en það er áhyggjuefni að það sé ekkert lið frá Reykjanesi eða fyrir austan með lið í deildarkeppni,“ segir Guð- laugur. Hörður situr þessa stundina á toppi Grill 66-deildarinnar með fullt hús stiga. Hörður sýnt að þetta er hægt Harðarmenn eru með góða blöndu af heimamönnum og sterkum erlendum leikmönnum sem leika undir styrkri stjórn Spánverjans Carlos Martin Santos. „Auðvitað þarf fjármagn, áhuga og metnað til þess að setja á lagg- irnar samkeppnishæft meistara- flokkslið, en það er ekki jafn mikið og í fótboltanum til að mynda. Það er hins vegar ein af lausnun- um til þess að gera næstefstu deild sterkari að fjölga þeim meistara- flokksliðum sem eru að gera hlutina jafn vel og Hörður er að gera þessa stundina,“ segir hann. Framtíðin björt hjá nýliðunum „Það þarf hins vegar að taka það fram að mér finnst vera flott fram- tíðarsýn hjá HK og margir spenn- andi leikmenn í þeirra herbúðum. Þá er einnig verið að keyra á ungum uppöldum leikmönnum í Víkinni. Sú leið er skynsamlegri en að tjalda til einnar nætur með því að styrkja liðið með misgóðum erlend- um leikmönnum. Þeir leikmenn stoppa oftast stutt og eru fæstir ekki nógu öflugir til þess að gera það að verkum að liðin festi sig í sessi í deild þeirra bestu,“ segir Húsvíkingurinn. n Brúa þarf bilið á milli deildanna Víkingur hefur átt afar erfitt uppdráttar í upphafi keppnistímabilsins í Olís-deild karla í handbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Að mínu mati á ekki að fækka liðum aftur niður í 10 í efstu deild. Guðlaugur Arn- arsson, hand- boltaþjálfari Knattspyrna karla á Íslandi stendur á krossgötum. Landsliðið er í frjálsu falli og deildarkeppnin á Íslandi hefur sjaldan verið á verri stað ef miðað er við styrkleikalista UEFA. Íslenska úrvalsdeildin er þar sú fjórða slakasta. Gíbraltar, Malta og Færeyjar eru á undan okkur. Ljóst er að grípa þarf í taumana og það af nokkrum krafti því afreksstarf í fótboltanum á undir högg að sækja. Eins og hugsunin er núna eiga allir að fá að vera með, sem er í grunninn gott markmið en öflugt afreksstarf þarf að fylgja með. Undirritaður var nú ekki merki- legur knattspyrnumaður á sínum yngri árum en þegar ég gekk upp í 2. f lokk karla hjá Breiðabliki ákvað þjálfarinn að vísa mönnum sem ekki voru líklegir til afreka í burtu. Um var að ræða afreksstarf þó ekki væri talað neitt hátt um það. Flokkurinn taldi þá rétt rúmlega 20 leikmenn og það voru þung spor fyrir suma unga menn þegar þeir fengu skilaboðin um að þeim væri ekki lengur boðið. Mættu hreinlega ekki mæta aftur. Úr þessum fámenna hópi urðu til sex atvinnumenn. Nokkrir höfðu þegar farið í atvinnumennsku og enn f leiri skiluðu sér í efstu deild hér á landi. Ég slapp þegar niður- skurðarhnífurinn var mundaður, en það náði ekki lengra en það – sem segir meira um mig en starfið, sem var frábært. Það er vonandi að kröftug umræða eigi sér stað í aðdraganda ársþings KSÍ sem fer fram í febrúar. Íþróttir eiga að vera fyrir alla en það þarf að setja meiri kraft og athygli á afreksstarfið svo hægt verði að snúa Þér er ekki boðið Landsliðið stendur höllum fæti og íslenska deildin er ekki hátt skrifuð. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ n Utan vallar Hörður Snævar Jónsson hordur @frettabladid.is við blaðinu í íslenskum fótbolta. Ef markmiðið er að skara fram úr þá er ekki hægt að bjóða öllum að vera með. Hægt væri að fjölga æfingum yngri landsliða í miðri viku og skapa þann- ig öflugt umhverfi fyrir okkar bestu ungu leikmenn. Önnur leið væri að hefja sameiningu liða bæði á lands- byggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, þannig væri hægt að búa til stærri hóp af góðum leikmönnum sem hægt væri að sinna betur. Þeir sem vilja svo vera með geta haldið áfram að æfa en á öðrum forsendum en þeir sem geta og stefna langt. n kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Heilstey ptur leik ur úkraínska liðsins Kharkiv reyndist skera úr um sigurvegara leiksins þegar Breiðablik mætti Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Blikar áttu sína kafla í leiknum en náðu ekki að nýta meðbyrinn í upp- hafi fyrri og seinni hálfleiks til að ná marki sem hefði brotið leikinn upp. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna náði Kharkiv betri stjórn á leiknum. Liðinu tókst að loka vel á sóknarleik Blika og skapa sér nóg af færum til að taka stigin þrjú af landi brott. Blikar eru því með eitt stig þegar tveir leikir eru eftir og eru mögu- leikarnir á því að komast áfram á næsta stig afar litlir. n Kharkiv átti svör við sókn Blika Blikar komust lítið áleiðis í sóknar- leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Kim Kardashian, Leeds United og ónefndur rabbíni í New York sáu til þess að um þrjátíu efni- legar knattspyrnukonur frá Afgan- istan komust í öruggt skjól í London í vikunni. Alls voru 130 manns um borð í f lugvél sem fór frá Pakistan og eru nú komnir í sóttkví í Bret- landi. Fjölmargir hafa flúið Afganistan frá því að talibanar náðu völdum fyrr á þessu ári. Réttur kvenna til íþróttaiðkunar hefur farið minnk- andi undir núverandi stjórn. Kha- lida Popal, fyrrverandi leikmaður kvennalandsliðs Afghanistan, sem hefur aðstoðað íþróttakonur við að komast úr landi, lýsti létti yfir að stúlkurnar væru komnar í öruggt skjól. n Kim Kardashian átti þátt í björgun knattspyrnuliðs 15 Víkingur og HK hafa nú spilað 15 leiki í efstu deild karla án þess að ná að hala inn stig á töfluna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.