Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 96
Hársnyrtimeistarinn Hildur
Ösp Gunnarsdóttir sýnir
lesendum einfaldar og fal-
legar hátíðargreiðslur sem
gaman er að skarta yfir jólin
og áramótin. Flétturnar segir
hún vera klassískar eins og
alltaf, en sleikt tagl að hætti
Ariönu Grande er líka mjög
vinsælt.
johannamaria@frettabladid.is
Að sögn Hildar er allt í tísku í dag
í hári. „Mullett-klippingin hefur
verið vinsæl og ljósa hárið er líka
alltaf inn. Þá hafa hlýrri litir eins
og hunangsgylltur og gylltur
tekið við af hvítgráa tóninum sem
hefur verið vinsæll lengi.“ Hildur
er með sveinspróf í hársnyrtingu
frá Hárakademíunni og meist-
aragráðu úr meistaraskólanum.
Hún starfar á hársnyrtistofunni
Blondie í Síðumúla og Þjóðleik-
húsinu. Þá kennir hún við Háraka-
demíuna. Jólin eru að sögn Hildar
annasamasti tími hársnyrta enda
vill fólk vera upp á sitt fínasta yfir
hátíðarnar. „Það er orðið full-
bókað hjá mér og margir komnir
á biðlista.“
Allt í tísku
Hildur sýnir nokkrar hárgreiðslur
í axlarsítt hár sem gaman er að
prufa um hátíðarnar. „Flétturnar
eru alltaf klassískar, en eins og í
klippingum og hárlitun, er allt í
tísku. Sléttar sleiktar greiðslur hafa
komið sterkar inn. Hárið er sleikt
frá andlitinu með geli í tagl. Svo
eru rómantískir liðir klassískir og
að taka hárið smá frá andlitinu.
Eitthvað má gera í næstum allar
klippingar og þá er alltaf fallegt
að taka smá frá andlitinu, með
hárskrauti eða spennu, og spenna
toppinn aðeins frá. Ef hárið er
nógu sítt er alltaf fallegt að setja
smá liði í það.“
Hárskrautið segir Hildur að
sé sívinsælt, hversdags og í fínni
greiðslur. „Spennur með skrauti
eru mikið inn í dag og líka hár-
klemmurnar. Svo eru spangir með
skrauti mjög vinsælar. Hárspennur
og spangir eru mjög hentugar
til að gera einfalda hárgreiðslu
aðeins meira spennandi. Þá er flott
að gera flókahnút og setja eina
skrautspennu upp við hnútinn eða
nota til að spenna upp litlu hárin í
hnakkagrófinni.“
Vinsældir rasssíða hársins segir
Hildur að fari minnkandi. „Í dag
vilja stelpur frekar vera með fallegt
og heilbrigt hár en rosalega sítt
og slitið. Þá er herðablaðasíddin
vinsæl. Hárið nær niður á bak, ekki
niður fyrir mitti eða rass. Rosalega
síða hárið kemur í tísku á nokk-
urra ára fresti en svo fatta konur
eftir smá tíma að heilbrigt hár er
miklu fallegra en slitið.“
Sleikt tagl er alltaf smart
Tónlistakonan Ariana Grande
hefur haft mikil áhrif á hár-
greiðslutískuna, en hún er þekkt
fyrir að skarta sleiktu sléttu tagli
hátt á höfðinu. „Hver vill ekki vera
eins og Ariana Grande? Hún er
náttúrulega geggjuð með sleikta
taglið. Maður sér líka áhrifavalda
á Instagram para skæran varalit
með greiðslunni. Ég held það verði
mjög mikið um sleiktar tagl-
greiðslur í ár.
Í taglgreiðslunni tek ég frá
fremsta partinn af hárinu og
skipti í tvennt. Svo sleiki ég
afganginn í tagl með LabelM geli.
Næst eru lokkarnir tveir sleiktir
að taglinu, teknir undir taglið og
snúið utan um sitt hvorum megin.
Þetta lítur út fyrir að vera f lókin
greiðsla, en er í raun sáraeinföld
og brýtur upp á hefðbundna tagls-
greiðslu. Því næst nota ég vaxstifti
eða Texture wax stick frá LabelM,
til að sleikja litlu hárin við and-
litið inn í greiðsluna svo hún
verði enn sléttari. Svo spreyja ég
hárspreyi yfir í lokin fyrir aukið
hald og vel af Shine Mist til að fá
glansinn aftur.“
Rétt leið til að nota
ömmuspennur
„Ég nota alltaf ömmuspennur og
hárnálar í svipuðum lit og hárið
þegar ég spenni, og passa að þær
sjáist sem minnst. Ég klíp saman
hluta af hárinu sem þarf að spenna
og hárinu við kollinn og spenni
inn í taglið eða hnútinn. Þá sést
spennan varla.“
Fléttuóð
Hildur segist alltaf hafa verið mjög
veik fyrir fléttum. „Fastar fléttur
eru alltaf vinsælar og gefa mikið
af fallegum smáatriðum og áferð
í hárið. Fallegt er að blanda þeim
við sléttað hár eða krullaða liði.“
Hér er fiskiflétta aðalmálið.
„Fyrst skipti ég hárinu við koll-
vikin svo að megnið af hárinu liggi
í sömu átt, þeim megin sem fléttan
á að vera. Svo tek ég hluta af hárinu
upp við skiptinguna og skipti í
tvennt. Þá tek ég smá hluta yst af
öðrum lokknum, legg yfir lokkinn
og sameina í hinn lokkinn. Svo tek
ég hluta yst af hinum lokknum,
legg yfir og sameina í hinn. Sama
geri ég hinum megin. Þannig held
ég áfram koll af kolli og fiskifléttan
verður að fastri fiskifléttu. Hægt er
að flétta hana alveg niður og setja
teygju í endann.“
Föst fiskiflétta með messy bun
„Einnig má hætta að flétta hárið
niður við eyrað, búa til tagl og
spenna hárið upp í snúð. Þá skipti
ég taglinu í tvo hluta, spreyja
áferðarspreyi, Texturizing Volume
Spray frá LabelM, í hvorn lokkinn
fyrir sig og spenni annan lokkinn í
hnút. Svo móta ég hinn lokkinn og
spenni í hnút utan um til að gera
„messy bun“.“
Rómantísk half-updo greiðsla
„Fyrst byrja ég að skipta hárinu
við hvirfilsvæðið. Hárið efst á
hvirf linum túpera ég og spenni
niður til að fá lyftingu. Hárinu
fyrir framan er skipt í tvo hluta
og spreyjaðir með áferðarspreyi.
Hlutarnir eru f léttaðir út í enda
og festir með lítilli gúmmíteyju.
Ég passa að f létta hárið í áttina
sem ég vil að f léttan leiti, í áttina
að hnakkanum. Ég f létta laust,
tek hverja bungu og toga aðeins
út svo f léttan verði meiri um sig.
Þá legg ég aðra f léttuna undir
þar sem ég var búin að túpera
og festi með enni spennu upp á
móti túperingunni. Næst set ég
hina f léttuna yfir og festi eins. Þá
tek ég ömmuspennu og smeygi
í teygjuna sitt hvorum megin og
festi undir hina f léttuna þannig
að teygjan sjáist ekki. Svo enda ég
á að krulla hárið sem fellur niður
með keilujárni.
Þá er alltaf vinsælt að nota fjar-
kann, Rod VS4 krullujárnið frá HH
Simonsen. Í öllum fléttugreiðsl-
unum nota ég smá hársprey í lokin
og spreyja létt yfir, frekar langt
frá. Einnig nota ég Shine Mist til
að fá smá heilbrigðan glans aftur í
hárið.“ ■
Hátíðarlokkar í heillandi fléttum og tagli
Hildur Ösp
Gunnarsdóttir
starfar sem hár-
snyrtimeistari
á hársnyrtistof-
unni Blondie og
segir jólin vera
mjög annasöm í
faginu.
fréttablaðið/
valli
Fínt í hárið fyrir jólin
1. Fiskifléttan samanstendur
af tveimur hlutum. Hárlokkar
frá ytri hluta fléttunnar eru
lagðir yfir fléttunna og sam-
einaðir inn í gagnstæðan hluta.
Og svo koll af kolli.
2. Föst fiskiflétta er alltaf há-
tíðleg. Takið eftir því hvernig
endanum á hárinu er snúið
utan um teygjuna neðst og
fest með ömmuspennu.
3. Það er líka hægt að stoppa
fiskifléttuna bak við eyrað,
setja teygju og svo pinna
taglið í hnút.
4. Gelið er nauðsyn til að slétta
og sleikja niður og temja hár-
lokka og fyrir Ariönu Grande-
lúkkið.
5. Tveir partar eru teknir frá
fremst og afgangurinn er
sleiktur í tagl.
6. Bungurnar í fléttunum
tveimur eru togaðar út til að
gera flétturnar breiðari. Svo
eru þær spenntar niður fyrir
aftan og undir túperinguna.
7. Restin af hárinu fær fallega
liði með heitu krullujárni.
8. Spreyjað svo létt yfir með
hárspreyi og Shine Mist.
9. Hárið er sléttað og svo
er hárspreyi og Shine Mist
spreyjað yfir allt.
10. Sleikt tagl með „tvisti“
kemur fallega út og sómir sér
vel yfir hátíðirnar.
1.
6.
2.
7.
3.
8.
4.
9.
5.
10.
19. nóvember 2021 jól 2021 76 fréttablaðið