Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 40
Eins og þú getur kannski ímyndað þér, þá er ekki nokkur leið að halda utan um fleiri en 10.000 gjafir í einu jólaboði. Hurðaskellir Grýluson Hurðaskellir er hér staddur í Guðmundarlundi þar sem jólaleikritið Ævintýri í Jólaskógi fer fram. Umboðsmaður og besti vinur Hurðaskellis heitir Sigsteinn Sigurbergsson. Fréttablaðið/Valli Jólasveinarnir þrettán eru hverju íslensku manns- barni og ömmu þess kunn- ugir, enda stórskemmti- legir kumpánar sem valda miklum usla ár hvert, hver á sinn hátt, sá fyrsti þrettán dögum fyrir jóladag. johannamaria@torg.is Blaðamaður ræddi við Hurða­ skelli í hellisskútanum sem hann heldur til í ásamt bræðrum sínum og systrum, foreldrum og húsketti. Hurðaskellir er einn af hressari jólasveinunum, enda þekktur fyrir það að fara um með látum, með hrossabresti og hurðaskellum. Það er lokkandi matarlykt í loftinu en undirrituð lét það vera að spyrja hvaða kjöt væri í pottréttinum, enda vildi hún síður hafa það á sinninu hvort skötuhjúin Grýla og Leppalúði héldu sig við sögufrægt mataræðið eður ei. Hvað er svo títt af Hurðaskelli? „Bara svakalegaobboslegagríðar­ lega gott, en þér? Bara allt gott. Hlakkar þú til jólanna? „Jaaaaaaháááááá! Jólin eru sko langskemmtilegasti tími ársins.“ Hvað er það sem heillar þig við jólin? „Öll fallegu jólaljósin sem lýsa upp skammdegið, ilmurinn af piparkökum og mandarínum um allan bæ og svo á ég líka afmæli þann 23. desember.“ Ferill á hvíta tjaldinu Hurðaskellir situr ekki auðum höndum á milli þess sem hann mætir á jólaböll og gefur krökkum í skóinn. „Mér er boðið á fjölda­ mörg jólaböll þetta árið og ég hlakka mikið til að heilsa upp á krakkana og dansa í kringum jóla­ tréð. Svo verð ég auðvitað á fullu að útbúa gjafir í skóinn.“ Hann segist vera sérstaklega upptekinn í allan desember þetta árið, þó hann eigi tæknilega séð að koma til byggða aðfaranótt 18. desember. Þá skilst blaðamanni að hann sé meðal annars að hasla sér völl í sjónvarpi og á leiksviðinu. Það líður líklega ekki á löngu uns þessi hæfileikaríki tröllkarl hreppir alþjóðleg verðlaun fyrir afrek sín á hvíta tjaldinu. „Við erum nokkur úr fjöl­ skyldunni, ég og mamma, pabbi og fleiri, að undirbúa rosalega flotta leiksýningu sem verður sýnd í Guðmundarlundi og heitir Ævin­ týri í Jólaskógi. Þetta verður svaka spennó sko. Gestir mæta með vasa­ ljós og elta vísbendingar í skógin­ um eins og til dæmis jólakúlur eða luktir. Á leiðinni hittir fólk mig eða bróður minn og einhverja fleiri úr fjölskyldunni minni og við segjum gestum sögur. Svo þegar leikritið er búið þá fær fólk sér bara kakó og piparköku eða mandó (sem er sko gælunafn yfir mandarínu). Þetta verður sko mjöööög skemmtilegt og það er hægt að næla sér í miða á Tix.is. Leikritið er frumsýnt 27. nóvember og það verða sýningar á hverjum degi fram að jólum, og mögulega einhverjar á milli jóla og nýars. Svo verðum við Skjóða systir í fyrsta sinn með þátt í sjónvarpinu, en við höfum sko verið í mörg ár á jútúp. Við ætlum að vera með Jóla­ dagatal Hurðaskellis og Skjóðu. Í ár heitir það reyndar Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu – Fjársjóðs­ leit, og er unnið í samstarfi við Samgöngustofu og Sjónvarp Sím­ ans. Mamma leikur stórt hlutverk í þáttunum með okkur. Þetta er nefnilega hálfgert umferðarreglu­ jóladagatal en það var sko hún sem kenndi okkur þær.“ Það verður spennandi að sjá hvernig Grýla kýs að túlka umferðarreglurnar. Sýna verkin raunsanna mynd af lífi jólasveina? „Ég get því miður ekki tjáð mig um málið að svo stöddu,“ segir Hurðaskellir. Hann berst augljós­ lega við að halda flissinu í skefjum og orgar svo: „Mig hefur sko alltaf langað að prófa að svara spurningu eins og stjórnmálamaður,“ segir hann og skellir uppúr. Hvað verður í matinn á aðfanga- dagskvöld? „Pabbi eldar alltaf á aðfanga­ dagskvöld og það er alltaf jóla­ grautur í matinn. Það er líka uppáhaldsmatur allra. Nýverið tók hann síðan upp á því að lauma möndlu í hverja einustu skál og þá fá allir mandarínu í verðlaun. Svo borða bara allir það sem þeim þykir best. Sumir borða skyr, aðrir bjúgu, enn aðrir hangikjöt … Listinn er langur.“ En gefið þið systkinin og for- eldrar hvert öðru jólagjafir? „Það er gaman að þú skyldir spyrja að þessu, því þetta tengist sögunni sem ég segi í Jólaskóg­ inum. Við fjölskyldan erum fleiri en hundrað talsins, enda hefur Grýlumamma verið dugleg gegn­ um aldirnar. Ein jólin gáfum við öll, öllum systkinum og foreldrum gjafir. Eins og þú getur ímyndað þér, þá er ekki nokkur leið að halda utan um fleiri en 10.000 gjafir í einu jólaboði. Þannig að upp frá því bjuggum við til lítinn leik. Nú gefur hvert okkar þrjár gjafir og við fáum þá líka þrjár jólagjafir, sem er alveg mátulegt. Á jóladag erum við svo öll bara heima að livva og njódda og slagga, eins og söng­ maðurinn sagði í einhverju lagi.“ En hvað er að frétta af systkina- hópnum? „Bara allt f lott sko, nema Lang­ leggur er með hælsæri og Nípa og Láni eru með kvef. Svo eru Skrepp­ ur og Típa au­pair á Grænlandi. Jólasveinarnir eru allir komnir í æfingabúðir þar sem við erum að æfa jólalögin og dansana, en það er eins gott að rifja þetta upp á hverju ári. Við erum næstum allir orðnir 500 ára og sumir vel það og minnið verður æ gloppóttara.“ Nýlega bárust fregnir frá Akur­ eyrarbæ um að bann verði lagt við lausagöngu katta þar í bæ. Ekki er úr vegi að spyrja hvað verður um Jólaköttinn fyrir norðan. „Ég hlakka til að sjá þann sem ætlar að banna honum það sem hann vill gera, Hahahahahah. Við erum rúmlega 100 tröll sem eigum að heita eigendur hans og hann hefur aldrei hlýtt neinu sem við segjum. Ég held ekki að neinar reglur muni halda kisa í skefjum.“ Hvernig hurðum er best að skella? „Hvítum fulningahurðum úr furu er langbest að skella.“ Hefurðu sérstaka skoðun á hurðarhúnum? „Mér finnst hurðarhúnar með talnalás erfiðir, en giska samt merkilega oft á rétta talnarunu.“ En hvað finnst þér um sjálfvirkar rennihurðir, svona eins og þær sem eru í matvöruverslunum? „Það ætti sko miklu frekar að banna þær frekar en ketti. Það er engin leið að skella þeim!“ Skellir þú á í símanum? „Ég gerði það í gamla daga þegar það voru svona samloku­ símar. En mér finnst núorðið miklu skemmtilegra að skella uppúr. Hahahahahah.“ n Hurðaskellir leysir frá skjóðunni Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA í Bókabúð Forlagsins leysir málið Pantaðu þau á forlagid.is Hægt er að velja um 5.000 kr. - 10.000 kr. - 15.000 kr. Við sendum þér eða viðtakanda gjafabréfið, allt eftir óskum. Gjafabréfin eru einnig fáanleg í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð 39. ER ERFITT AÐ VELJA? 19. nóvember 2021 jól 2021 20 fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.