Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 94
Dagskrá leikársins er viðameiri en oftast áður og óhætt er að segja að mikil fjöl- breytni einkenni leik- árið. Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhúsið býður upp á fjölbreyttar sýningar og stórbætta þjónustu á þessu leikári. „Nýtt leikár Þjóðleikhússins hófst af krafti í haust með metnaðar- fullum sýningum og aðsókn er í hæstu hæðum. Dagskrá leikársins er viðameiri en oftast áður og óhætt er að segja að mikil fjöl- breytni einkenni leikárið. Gjafa- kortasala er komin á fullt skrið og líklegt að gjafakort í Þjóðleikhúsið verði í mörgum jólapökkum þetta árið. Þó leikhústöfrarnir gerist á sviðinu, þá viljum við líka að töfrarnir teygi sig um allt hús. Því er kærkomið að hafa getað tekið allt framhúsið í gegn til að bæta og stækka upplifun leikhúsgesta,“ segir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. Framúrskarandi listamenn á Stóra sviðinu „Leikárið er óvenjulega stórt og metnaðarfullt,“ segir Magnús Geir. „Verkin eru ólík innbyrðis, þó óhætt sé að segja að íslensk verk séu áberandi, sem og sterkar kvennasögur. Við erum með óvenjulega fjölbreytt úrval verk- efna fyrir börn og fjölskyldur.“ Óhætt er að segja að jólasýn- ingin Framúrskarandi vinkona, sem byggir á sögum Elenu Ferrante og er í leikstjórn hins heimsþekkta leikstjóra Yael Farber, verði einn af hápunktunum í leikhúslífinu í vetur. „Við erum stolt af því að hafa fengið þennan einstaka leikstjóra til að stýra stórum leikhópi Þjóð- leikhússins í þessu metnaðarfulla verkefni. Svo er tilvalið fyrir gesti að panta sér ítalska matarveislu í tengslum við sýninguna. Við finnum fyrir miklum spenningi fyrir sýningunni en sala hefst í lok mánaðarins,“ segir Magnús Geir. „Kardemommubærinn í leik- stjórn Ágústu Skúladóttur hefur verið sýndur fyrir troðfullu húsi allar helgar og svo verður áfram fram eftir vetri, enda þurfa allar kynslóðir að fá að kynnast þessu vinsælasta barnaverki íslensku þjóðarinnar. Sýningar eru enn í fullum gangi á verðlauna- sýningunni Vertu úlfur, sem var valin sýning ársins og sópaði til sín öllum aðalverðlaununum á Grímuhátiðinni í vor. Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrði Birni Thors í sögu Héðins Unnsteins- sonar. Nashyrningarnir í leik- stjórn Benediks Erlingssonar hlaut mikið lof gagnrýnenda og leikhúsunnenda þegar sýningin var frumsýnd í vor, en snýr nú aftur í takmarkaðan tíma. Glænýtt, íslenskt leikrit, Ásta, sem byggir á ævi og höfundarstarfi Ástu Sigurðardóttur, var frumsýnt í Kassanum í byrjun september. Höfundur og leikstjóri er Ólafur Egill Egilsson en Guðmundur Óskar og Matthildur Hafliðadóttir sömdu nýja tónlist við texta Ástu sem flutt er lifandi í sýningunni. Sýningin hefur notið mikillar hylli og þegar er uppselt fram í janúar og til að mæta eftirspurn flyst sýningin nú á Stóra sviðið,“ segir Magnús Geir. Sannkölluð aðventustemning í leikhúsinu „Um þessar mundir frumsýnum við Jólaboðið, sem Gísli Örn Garð- arsson leikstýrir. Verkið byggir á þekktu leikverki Thornton Wilder en birtist hér í nýrri leikgerð sem er sprúðlandi skemmtileg og full af leikhústöfrum. Við gægjumst inn um gluggann hjá sömu fjölskyldu í Reykjavík á aðfangadagskvöld í 100 ár,“ segir Magnús Geir. „Það er mikill jólaandi í sýningunni og falleg jólatónlist. Jólaboðið verður aðeins sýnt fram að þrettánd- anum. Fyrir skemmstu frumsýndum við glænýja jólasýningu fyrir yngstu börnin, Láru og Ljónsa – jólasögu, eftir Birgittu Haukdal og Góa, sem einnig leikstýrir. Þetta er tilvalin sýning fyrir yngstu börnin, enda þekkja þau per- sónurnar vel og hér birtast þær í fyrsta sinn á sviði og með glæ- nýrri tónlist. Þegar er uppselt á yfir 30 sýningar og verið að bæta við aukasýningum. Á aðventunni verður einnig boðið upp á sýningar á Leitinni að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson, en sýningin er nú sýnd í 17. árið í röð,“ segir Magnús Geir. „Þá mun Þjóðleikhúsið bjóða upp á jólaskemmtun á tröppum leikhússins síðustu helgarnar fyrir jól og þangað er öllum fjölskyldum boðið.“ Glænýr stórsöngleikur og flug- beitt gamanverk Tyrfings „Við hlökkum óskaplega til að frumsýna Sjö ævintýri um skömm, eftir Tyrfing Tyrfingsson í febrúar,“ segir Magnús Geir. „Tyrfingur hefur verið í hópi okkar fremstu höfunda á síðustu árum en sýningar hans hafa aldrei áður verið á Stóra sviðinu. Í aðalhlut- verkum eru Ilmur Kristjánsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, og Stefán Jónsson leikstýrir. Í vor frumsýnum við glænýjan söngleik, Sem á himni, en það er langt síðan nýr söngleikur af þess- ari stærðargráðu hefur verið frum- sýndur hér á landi,“ segir Magnús Geir. „Þetta er hjartnæm, áhrifarík og átakanleg saga með undurfag- urri tónlist sem er flutt af stórum hópi af okkar fremstu leikara og söngvara, ásamt 14 manna hljóm- sveit sem spilar í gryfju.“ Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir, en með henni er landslið listrænna stjórnenda og meðal þeirra sem eru í stórum hlutverkum eru Elmar Gilbertsson, Salka Sól Eyfeld, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Guðjón Davíð Karlsson og Val- gerður Guðnadóttir. Í janúar verður nýtt íslenskt barnaleikrit, Umskiptingurinn, eftir Sigrúnu Eldjárn frumsýnt á Litla sviðinu. Þarna er á ferð gáskafull saga fyrir börn og fjöl- skyldur en leikstjóri er Sara Martí Guðmundsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir semur nýja tónlist við verkið. Ást og upplýsingar er nýlegt verk eftir Caryl Churchill, eitt fremsta leikskáld Breta. Una Þorleifsdóttir leikstýrir þessu ferska og frumlega verki þar sem tekið er á sam- skiptum fólks á tímum þar sem ofgnótt upplýsinga litar líf okkar allt. Síðar í vor mun Þorleifur Örn Arnarson leikstýra nýju verki sem nefnist Án titils, en verkið er samið af leikhópnum í samstarfi við leik- stjórann og leikskáldið Jón Atla Jónasson. Þar verður það krufið hvernig manneskjan tekst á við áföll og vinnur úr þeim. Endurnýjaður leikhúskjallari að springa af lífi „Þjóðleikhúskjallarinn á sér langa og merka sögu en að okkar mati hafði hann á vissan hátt misst sér- kenni sín og styrk á undanförnum árum. Því fórum við í stefnumótun fyrir áherslur í Kjallaranum og endurbætur á aðstöðunni. Nú er Kjallarinn kominn í nær uppruna- leg form og þar mætir hann okkur stórglæsilegur en sprúðlandi af Þjóðleikhúsið að springa af lífi Í leikhópi Þjóðleikhússins eru margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar. MYND/AÐSEND 19. nóvember 2021 jól 2021 74 fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.