Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 68
Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Kjartan Gíslason, mat- reiðslumaður og meðstofn- andi Omnom Chocolate, hefur undirbúið jólin lengi, enda hefst undirbúningur- inn snemma þar á bæ þegar kemur að framreiðslu jóla- súkkulaðisins. Kjartan kláraði sveinspróf í mat- reiðslu árið 2000 og hefur starfað sem slíkur meðal annars í Lúxem- borg, Noregi og Svíþjóð. Árið 2013 stofnaði hann Omnom Chocolate, ásamt vini sínum Óskari Þórðar- syni. „Ég hef verið á þeirri vegferð, frá því við stofnuðum Omnom árið 2014, að reyna að búa til besta mögulega súkkulaðið með hágæða kakóbaunum. Ég hef notið þess frá upphafi og hef ástríðu fyrir starfi mínu í súkkulaðigerðinni.“ Skötulyktin rifjar upp fallegar minningar Aðventa er heillandi tími hjá mörg- um og sá tími sem fólk vill líka njóta án þess að vera á hraðferð alla daga. Þegar Kjartan er spurður hvað honum finnist ómissandi á aðventunni stendur ekki á svari: „Mikið af kertum. Ekki endilega aðventukertin, bara að vera búinn að kveikja á nokkrum til að fylla stofuna af fallegum bjarma og í eldhúsinu líka, það gerir allt jóla- legra. Ekki skemmir að hafa eitt- hvað að narta í, mandarínur, ost og eitthvað sætt,“ segir Kjartan og er á því að aðventan sé tíminn til að njóta, skapa og útbúa ljúffengar kræsingar. Hver er fallegasta jólaminningin þín? „Þær eru nokkrar, en það var alltaf eitthvað við að hitta afasyst- ur mína, Kötu frænku á Blómvalla- götunni, á Þorláksmessukvöld. Við fórum með pakka til hennar og sóttum aðra hjá henni. Þarna var ávallt skötulykt og okkur systkin- unum þótti hún ekkert spes þá, en þegar ég finn hana í dag rifjast upp fallegar stundir sem maður átti með gömlu konunni.“ Rjúpan ómissandi á jólunum „Rjúpan er ómissandi á jólum. Þorsteinn bróðir minn hefur verið duglegur að sækja hana á veturna og við borðum ávallt saman hjá honum á jóladag . Meðlætið skiptir ekki síður máli með rjúpunni, en Waldorfsalatið er algjörlega ómiss- andi. Það er síðan fastur liður hjá mér að grafa lax rétt fyrir jól, sem við borðum svo í forrétt á aðfanga- dag. Ég reyni að forðast að borða hann allt árið bara fyrir þá stund og er oftar en ekki búinn að borða Bökuð Spiced White ostakaka með jólakeim Kjartan er mikið fyrir ostakökur og sérstaklega bakaðar. Þessi inni- heldur bragðið af jólunum, hvítu súkkulaði, appelsínuberki og malti. FRÉTTABLADID/VALLI Ostakakan er fallega skreytt og ekki síður bakkinn í kringum hana. Sannarlega jólalegt skraut á bakk- anum. FRÉTTABLADID/VALLI mig saddan af honum áður en hamborgarhryggurinn er borinn fram. Mamma gerir skemmtilegt úrval af hrásalötum sem ekki er hægt að breyta. Svo er sérrítrifli sem pabbi gerir, ómissandi eftir- réttur. Á gamlárskvöld getur hins vegar verið margbreytilegt hvað við veljum að vera með í matinn, þá er meira frelsi til að prufa eitthvað nýtt. Stundum er það klassík eins og Wellingtonsteik eða humar- réttur.“ Hátíðarnar hjá Kjartani snúast mikið um mat og bakstur. „Ég viðurkenni alveg fúslega að ég er mikið jólabarn og maturinn er stór hluti af undirbúningnum fyrir mér og baksturinn setur líka ilm í loftið sem ekki er hægt að kaupa í brúsa og spreyja í loftið, mér finnst þetta vera mjög stór hluti af stemning- unni.“ Hvítt súkkulaði, kryddað með appelsínuberki og malti „Ég hef alltaf verið rosalega mikið fyrir ostakökur og þá sérstak- lega bakaðar. Þessi er innblásin af ostakökum frá Baskahéraðinu á Spáni, nánar tiltekið San Sebastian og oftast kölluð Brennd Bask ostakaka. Það má finna margar svipaðar útgáfur af þessari köku bæði í Portúgal og Frakklandi. Mig langaði að prufa að gera hana með súkkulaði og það passar rosalega vel. Súkkulaðið sem ég nota er úr vetrarlínunni okkar og heitir Spiced White + Caramel og er hvítt súkkulaði, kryddað með appelsínuberki og malti. Það gefur henni skemmtilegan jólakeim. Það má prufa sig áfram og nota annað súkkulaði.“ Hvar færðu innblásturinn þegar þú þróar nýjar uppskriftir? „Oftar en ekki er það eitthvað klassískt sem passar með súkku- laði. Við erum svo heppin að vinna með hágæða kakóbaunir hér í Omnom sem auðvelt er að para saman, til dæmis með karamellu og salthnetum, þá er komin ein- hver lúxusútgáfa af Snickers. Það getur líka verið einhver drykkur eða matur sem maður prufaði á veitingastað sem setur eitthvað að stað. Ef maður lítur í kringum sig og prufar sig áfram með íslensk hráefni þá fæðist eitthvað nýtt. Það eina sem ég hef ekki látið ganga er að nota íslenskan þara með súkku- laði en það þarf kannski að prufa sig meira áfram með það.“ Ertu til í að uppljóstra hverjar eru uppáhaldsjólasmákökurnar þínar? „Við köllum það jólatoppa á mínu heimili. Þetta er mjög einföld uppskrift þar sem við búum til einfalda smjörkökuuppskrift, sem við rúllum út þunnt, rúllum svo út marsipan og leggjum ofan á og stingum út í kringlóttar kökur og setjum súkkulaðibita ofan á þegar maður tekur þær úr ofninum.“ Spiced White ostakaka fyrir 8-10 200 g rjómi 200 g sykur 120 g Spiced White + Caramel súkkulaði 500 g rjómaostur 3 egg 1 eggjarauða Byrjið á því að hita ofninn í 230°C með blæstri. Smyrjið smellu- bökunarform (ég nota ca 20 cm langt form með 6 cm hliðum) með bökunarspreyi og mótið eina bök- unarpappírsörk ofan í því. Passið að örkin nái vel upp hliðarnar. Hitið rjóma að suðumarki og bætið sykrinum við og látið leysast upp. Saxið súkkulaðið og bætið út í heitan rjómann og látið standa í 2 mínútur, hrærið vel saman og látið kólna í 10 mínútur. Setjið rjómaostinn í hrærivél og hrærið þar til hann mýkist og bætið þá við eggjum og rauðunni, einu í einu þar til allt blandast vel saman, gott er að skafa úr hliðunum á milli. Hellið rjómaostsblöndunni var- lega saman við meðan hrærivélin er í gangi og passið að allt blandist vel, óþarfi er að ofþeyta blönduna þar sem við viljum ekki mikið loft í hana. Hellið blöndunni í formin, bankið aðeins loftið úr blöndunni og bakið í miðjum ofni í um það bil 20-25 mínútur. Það er eðlilegt að kakan brúnist mjög fljótt á yfirborðinu, við viljum að hún virki nokkuð kara- melluð. Takið úr ofninum og látið standa á borði í 20 mínútur áður en hún er sett inn í ísskáp yfir nótt- ina, einnig er hægt að kæla hana í 4-6 klukkustundir ef þið viljið bera hana á borð samdægurs. En ég mæli eindregið með að þið gerið hana degi áður en þið ætlið að bera hana fram. n Jólasnjókorn Kjartans Fullt nafn: Kjartan Gíslason. Maki: Vilhelmína Birgisdóttir. Börn: Tveir stjúpsynir og einn hundur. Uppáhaldsbók: Sagan af Pí. Áhugamál: Matreiðsla. Uppáhaldsjólamyndin: Scrooge. Upphaldsjólalagið: 2 days of Christmas með John Denver & The Muppets. Jólamaturinn: Rjúpa. 19. nóvember 2021 jól 2021 48 fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.