Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 64
Þessi terta situr
fast í minningu
minni um jólin og er
ómissandi partur af
jólahaldinu.
Laufey Rós Hallsdóttir
matartæknir starfar við
matargerð á dvalarheimilinu
Hulduhlíð á Eskifirði. Vegna
starfs síns verður hún að
fresta eigin jólum og færa
þau til áramóta. Hún mun
hins vegar elda jólamat fyrir
íbúa í Hulduhlíð.
elin@frettabladid.is
Laufey Rós hefur einstaklega
gaman af starfi sínu og finnst
skemmtilegt að prófa sig áfram með
uppskriftir. Íbúar á Hulduhlíð hafa
fengið að njóta kræsinga hennar
frá árinu 2016. Laufey hefur sett
inn myndir á fjölmennum matar-
síðum á Facebook og fengið mikið
lof fyrir þann mat sem hún býður
okkar elsta fólki. Hún segist hafa
orðið mjög hissa á viðbrögðunum
á Facebook þar sem hún taldi að
þetta væri alls staðar svona. „Ég hef
ánægju af starfi mínu þótt launin
mættu vera betri, og reyni að bjóða
alltaf upp á góðan mat, “ segir hún.
„Íbúarnir eru 20 og hafa verið mjög
ánægðir með matinn.“
Hafði aldrei komið á Eskifjörð
Laufey Rós er Borgnesingur. Hún
bjó í nokkur ár í Reykjavík en
flutti þá austur á Eskifjörð, en
þangað hafði hún aldrei komið.
„Ég bjó í Reykjavík með tvö börn
og mig langaði að breyta til. Þetta
var blind ákvörðun. Úti á landi er
mun minna stress en í borginni
og húsnæðið ódýrara þótt það fari
hækkandi. Eftirspurnin er meiri en
framboðið,“ segir hún. „Það góða
er að hérna virðast vera fleiri tímar
í sólarhringnum en í borginni,“
segir hún.
Laufey segist hafa verið alin
upp við jólaskraut og bakstur.
„Mamma bakaði alltaf 15-20
tegundir af smákökum fyrir jólin.
Þrifið var hátt og lágt og allt tekið
í gegn. Ég er aðeins rólegri fyrir
jólin, baka svona 4-5 tegundir af
smákökum og reyni að gera eitt-
hvað skemmtilegt föndur með
börnunum. Að auki skreytum við
Jólin frestast til áramóta
Laufey Rós Hallsdóttir eldar ofan í
íbúa Hulduhlíðar á Eskifirði um jólin
og verður því að vinna. MYND/AÐSEND
Glæsileg möndluterta með mokkakremi en Laufey fékk uppskriftina frá móður sinni sem nú er
látin. Uppskriftin hefur alltaf verið leyndó.
Laufeyjarkökur
sem eru ein-
faldar í bakstri
og má breyta að
vild með súkku-
laði, hnetum
eða hverju því
sem fólki dettur
í hug.
og ég er aðeins byrjuð að hengja
upp jólaljós í gluggana til að lýsa
upp skammdegið. Auk þess kveiki
ég mikið á kertum,“ segir Laufey,
sem verður að vinna öll jólin.
Haldið í hefðirnar
„Ég mun vinna á aðfangadag,
jóladag og annan í jólum. Það er
tólf tíma vakt á aðfangadag í eld-
húsinu. Maðurinn minn starfar
í álverinu á Reyðarfirði og hann
verður líka að vinna öll jólin. Synir
mínir eldri verða hjá föður sínum
í Reykjavík um jólin og dóttir mín
með ömmu sinni. Okkar jól verða
síðan um áramótin og þá tökum
við upp pakkana,“ segir Laufey.
„Við vinnum yfirleitt önnur hver
jól, en ég mun bjóða upp á glæsi-
legan tvíréttaðan jólamat fyrir
íbúa en við byrjum á skötunni á
Þorláksmessu. Ætli ég verði ekki
með hamborgarhrygg og létt-
reyktan lambahrygg eða nýjan
og síðan góðan eftirrétt. Á jóladag
höfum við hangikjöt með tilheyr-
andi og ris à l´amande. Við höldum
í gamlar hefðir.“
Erfiðir tímar fyrir ári
Laufey segir að það hafi verið ákaf-
lega sorglegt um jólin í fyrra þegar
allt var lokað vegna Covid. „Fólkið
mátti ekki fara út og enginn koma
í heimsókn. Það var erfiður tími
fyrir alla,“ segir hún. „Venjulega er
það þannig að nánustu aðstand-
endur mega koma í heimsókn og
vera í mat með þeim sem komast
ekki úr húsi, en það gat ekki verið
þannig í fyrra,“ segir Laufey.
Eskifjörður er lítill bær og þar
þekkjast nær allir. Laufey segir að
íbúar á Hulduhlíð hafi þekkst frá
því þeir voru börn. „Það er mjög
gaman að heyra þau rabba saman
um gamla tíma, gömlu skólasystk-
inin,“ segir hún. Faðir Laufeyjar
flutti til Eskifjarðar fyrir tveimur
árum og mun verja jólunum með
fjölskyldunni um áramótin.
Terta frá mömmu
Laufey Rós gefur okkur tvær
uppskriftir, möndlutertu með
mokkakremi, sem hún segist
hafa alist upp við þar sem móðir
hennar gerði hana fyrir hver jól,
en hún lést árið 2015. „Þessi terta
situr fast í minningu minni um
jólin og er ómissandi partur af
jólahaldinu,“ segir Laufey. „Ég hef
haldið þessari uppskrift fyrir mig
en líklega er kominn tími til að
deila henni með öðrum. Hún er
rosalega góð, líkist helst sörum.
Smákökurnar hef ég prófað mig
áfram með og prófað ýmsar
útfærslur á þeim. Gott er að gera
stóra uppskrift, frysta deigið og
baka þegar manni dettur í hug.
Mjög einföld og þægileg uppskrift
sem má breyta og bæta eftir vild.
Þær eru oft kallaðar Laufeyjar-
kökur.
Súkkulaðibitakökur
2 ½ bolli hveiti
1 tsk. matarsódi
1 tsk. salt
1 bolli smjörlíki
¾ bolli púðursykur
¾ bolli sykur
1 tsk. vanilludropar
2 egg
2 bollar súkkulaðibitar
½ -1 tsk. kanill
2 msk. smooth eða crunchy
hnetusmjör eftir smekk (má
sleppa)
Hræra vel saman sykur, smjör,
púðursykur og vanilludropa.
Bæta þar næst eggjum við og
hrærið saman, síðast er þurrefn-
unum og súkkulaðibitunum bætt
við.
Hnoðaðar kúlur og f lattar
örlítið út með lófanum, raðað á
smjörpappírsklædda ofnplötu og
bakað við 180°C í um það bil 10-15
mín.
Möndluterta með
mokkakremi
Botnar, 2 stk.
150 g hakkaðar möndlur eða
möndlumjöl
200 g flórsykur
1 msk. kartöflumjöl
5 eggjahvítur
Hökkuðum möndlum blandað
saman við sykur og kartöflu-
mjöl. Stíf þeyta eggjahvíturnar og
blanda svo varlega þurrefnunum
saman við. Sett í tvö vel smurð
form (best að setja bökunarpappír
í botninn svo það sé auðveldara
að losa) og bakað þar til verður
ljósbrúnt við 150°C. Taka svo
strax úr formunum og kæla vel.
Krem:
3-4 eggjarauður
1 ½ dl sterkt kaffi
100 g sykur
150 g smjör
Ég geri alltaf 1 ½ uppskrift af
kreminu.
Kaffi og sykur soðið vel saman
í síróp, eða þar til fer að mynda
þræði í köldu vatni. Þeyta eggja-
rauður og bæta svo sykurleginun
saman við í mjórri bunu á meðan
hrært er.
Halda áfram að þeyta í nokkrar
mínútur, bætið svo smjörinu við í
nokkrum bitum á meðan hrært er.
Sett á milli botnanna og ofan á
og skreytt að vild. ■
Gleðileg jól
19. nóvember 2021 jól 2021 44 fréttablaðið