Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 118
Á Álftanesi er fallega skreytt
hús og garður sem svo
sannarlega lýsir upp skamm-
degið. Í garðinum eru ýmsar
fígúrur eins og hreindýr og
snjókarlar og árlega bætist
eitthvað nýtt við skrautið.
sandragudrun@frettabladid.is
Eigandinn, Júlíus Ingólfsson, segir
að fólk hafi verið duglegt við að
gera sér ferð fram hjá húsinu fyrir
jólin og berja dýrðina augum. Hann
hefur gaman af að skreyta og vonar
að skreytingagleði hans smiti út frá
sér til nágrannanna.
„Það eru ekki mörg hús á Álfta-
nesinu sem eru mikið skreytt en
það er alltaf að aukast. En sumum
finnst kannski bara nóg að það
sé svona mikið skreytt hjá mér.
Skrautið er alltaf að aukast hjá mér,
ég virðist setja meira upp eftir því
sem ég eldist,“ segir Júlíus og hlær.
„Maður er duglegur að kaupa
skraut á útsölum og ég hef líka
keypt sniðugt dót þegar ég hef farið
út. Ég hef ekki mikið breytt upp-
setningu á skrautinu á milli ára. Við
erum voðalega föst í sama farinu.
En eftir að Costco kom með stóra
hluti, þá fór maður að dreifa hlut-
unum aðeins meira,“ segir hann,
en hann er til dæmis með stóran
snjókarl og jólasveina frá Costco í
garðinum.
Júlíus byrjar yfirleitt á að setja
fyrstu ljósin upp síðustu helgina í
október og bætir svo hægt og rólega
við þegar jólin nálgast. Hann leyfir
svo ljósunum í kringum húsið að
vera uppi fram í mars, á meðan
skammdegið gengur yfir.
„Ég byrja yfirleitt á að hafa einlit
ljós en bæti svo við lit þegar komið
er fram í miðjan nóvember. Það
eru um 700 perur utan á húsinu en
ég veit ekki hvað þær eru margar
í heild. Það er alveg slatti, alveg
vel yfir 1.000, kannski hátt í 2.000
perur,“ segir hann.
Júlíus segist ekki finna neitt
sérstaklega fyrir hærri rafmagns-
reikningi í kringum jólin.
„Hann hækkar auðvitað eitthvað,
en þetta eru led perur, þær eyða
ekkert svo miklu. Svo hef ég svo
gaman af þessu, svo þetta er alveg
þess virði,“ segir hann.
Þegar Júlíus er spurður hvort
hann taki fjölskylduföðurinn í jóla-
myndinni Christmas Vacation sér
til fyrirmyndar, hlær hann og segist
ekki ganga alveg svo langt.
„Það er mjög skemmtileg mynd
og ég horfi á hana á hverju ári,
en nei, ég tek hann ekki til fyrir-
myndar í skreytingum.“ ■
Ævintýralegt jólahús á Álftanesi
Júlíus hefur mjög gaman af að skreyta húsið að utan og
byrjar snemma að setja upp ljós.
Utan um húsið
eru 700 perur
og slatti til við-
bótar í garð-
inum og sífellt
bætist við.
Stór snjókarl, jólasveinar og hreindýr lýsa upp garðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
HLÝJAR JÓLAGJAFIR
HANDA ALLRI FJÖLSKYLDUNNI
Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is
19. nóvember 2021 jól 2021 98 fréttablaðið