Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 46
Elín
Albertsdóttir
elin
@frettabladid.is
Bryndís Óskarsdóttir, jafnan
kölluð Dísa, hefur alltaf
verið afar umhverfisvæn og
passað upp á að lágmarka
sóun. Hún er grafískur
hönnuður, matartæknir,
markþjálfi auk þess að reka
eigin ferðaþjónustu stutt frá
Akureyri.
Dísa heldur úti heimasíðunni
disaoskars.com þar sem hún er
með margvísleg námskeið í boði,
til dæmis nokkur áhugaverð jóla
námskeið. Hún kennir fólki meðal
annars að pakka inn jólagjöfum á
umhverfisvænan sniðugan hátt.
Dísa pakkaði inn nokkrum gjöfum
fyrir Jólablaðið þar sem hún notar
eingöngu dagblöð, tímarit, bækur
og skraut úr náttúrunni. Eins og
sjá má á myndunum gefur þetta
gjöfunum skemmtilegt yfir
bragð. Könglar, gamlar blúndur,
þurrkaðir ávextir og greinar gera
pakkana einstaklega jólalega. „Ég
geri líka heilu pappírsrúllurnar úr
tímaritablöðum eða blaðsíðum
sem ég svo mála og jafnvel stimpla.
Mér finnst ótrúlega skemmtilegt
að útbúa pakkana á þennan hátt,“
segir hún.
Úr geymslu í gersemi
„Ég hef verið að klippa og líma
síðan ég man eftir mér. Finnst ein
staklega skemmtilegt að föndra og
finna sniðugar umhverfisvænar
lausnir og hef alltaf verið mjög
skapandi, mála og bý til allt sem
ég mögulega get. Ég hef verið með
alls kyns námskeið í raunheimum
í gegnum tíðina en undanfarin
tvö ár hef ég verið að útbúa net
námskeið og áskriftarklúbb sem
nefnist Úr geymslu í gersemi. Þeir
sem eru í klúbbnum fá aðgang að
eigin svæði þar sem eru margvísleg
Illt í hjartanu
við mikla sóun
Dísa Óskars er skapandi og hefur mikla ánægju af því að skreyta á umhverfisvænan hátt.
FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Eins og sjá má eru pakkarnir mismunandi skreyttir. Dísa notar alls kyns pappír.
Bækur, blöð og
innkaupapokar
úr pappír eru
meðal þess
sem skreytir
jólapakkana,
ásamt greinum
og könglum úr
náttúrunni.
myndbönd, uppskriftir og leið
beiningar og nýtt efni í hverjum
mánuði.
Þar sem ég er grafískur hönn
uður þá er líka efni til að prenta út,
meðal annars Gjafabréfavefbók
sem fólk getur prentað út úr heima
rétt áður en það fer í afmæli eða
í annan viðburð. Í henni er hægt
að finna alls kyns hugmyndir að
gjöfum, til dæmis sniðugum upp
lifunargjöfum,“ segir hún.
Dísa kennir fólki að útbúa góm
sætar gjafir sem eru þá matarkyns,
sultur, ristaðar hnetur eða þess
háttar og síðan að pakka þeim inn
á umhverfisvænan en fallegan
hátt. Og svo er eitt jólanámskeið
enn þar sem Dísa kennir fólki að
búa til aðventudagatöl, „en síðan
faðir minn lést hef ég oftast útbúið
aðventudagatal handa móður
minni, það er gaman að gleðja þá
sem eru einir og vantar skemmtun
í hversdaginn,“ segir hún.
Ljós úr gömlum gardínum
„Ég er alltaf að hugsa um hvernig
við getum gert daginn skemmti
legri og átt betri stundir án þess
að eyða einhverju í umhverf
inu. Ég reyni af fullum krafti að
vera umhverfisvæn fyrir utan
ferðagleðina sem er mitt helsta
áhugamál,“ segir Dísa, en hún
lætur umhverfissjónarmiðin líka
ráða í ferðaþjónustunni og gætir
að matarsóun eins og hægt er.
„Húsgögnin eru mikið endurnýtt
og margt búið til úr gömlu, eins og
ljósin í matsalnum sem búin eru
til úr gömlum blúndugardínum,“
segir hún. „Mér verður illt í hjart
anu að sjá mikla sóun, oft er þetta
bara svo mikið hugsunarleysi. Það
er líka svo gaman og nærandi að
búa hlutina til sjálfur.
Jólatréð úr Hálsaskógi
Ég skreyti heimilið mitt ekki mikið
en mér finnst undirbúningur
jólanna mjög skemmtilegur tími.
Sérstaklega er gaman að finna
leiðir sem kosta ekki mikið. Það
er hægt að gera svo ótrúlega fal
legt hjá sér án þess að missa sig í
glysi. Aðalskrautið á mínu heimili
er stórt lifandi jólatré sem við
sækjum í skóginn okkar, Hálsa
skóg. Og helstu jólahefðirnar hjá
mér eru þær að stórfjölskyldan
sker út laufabrauð saman í byrjun
aðventu og þá byrja jólin hjá mér.
Svo borðum við alltaf saman skötu
í hádeginu á Þorláksmessu. Ég
stússa síðan alltaf í matnum mest
allan aðfangadag og nýt mín í
botn,“ segir Dísa.
Reyndar höfum við fjölskyldan
oft verið í burtu á jólunum og
haldið þau annars staðar, enda
ferðumst við mest yfir vetrar
tímann þar sem lítið er hægt að
komast frá ferðaþjónustunni
á sumrin. „Við veljum að fara í
sólina. Við verðum þó heima um
þessi jól en förum líklega í janúar.
Ég hef hvatt fjölskyldu mína til að
gefa upplifun í jólagjöf.“
Dísa segist ekki vera föst í
hefðum þegar kemur að jólamatn
um. „Hann er bara sá sem við erum
í stuði fyrir hverju sinni. Ég er mjög
nýjungagjörn og alltaf að prófa
eitthvað nýtt í matargerðinni.
Síðan finnst mér mjög gaman að
skreyta jólaborðið fallega.“ n
19. nóvember 2021 jól 2021 26 fréttablaðið