Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 120
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun
@frettabladid.is
Hjá mörgum er það mikið
tilhlökkunarefni þegar
kveikt er á jólaljósunum
í borginni. En færri hugsa
kannski um undirbúninginn
sem býr að baki skreyting-
unum sem létta lund okkar í
skammdeginu.
Rebekka Guðmundsdóttir borgar-
hönnuður og Hafsteinn Viktors-
son, deildarstjóri vestursvæðis hjá
skrifstofu reksturs og umhirðu
borgarlands, héldu sinn fyrsta fund
í janúar til að undirbúa jólaskreyt-
ingar borgarinnar í ár.
„Jólaborgin er eitt af okkar
árstíðabundnu verkefnum hjá
deild borgarhönnunar, alveg eins
og sumarborgin, þar sem mið-
borgin og ásýnd hennar fellur undir
borgarhönnun. En við vinnum náið
með hverfastöðinni og Hafsteini
og hans fólki. Án þeirra væri mið-
borgin ekkert“ segir Rebekka.
„Við hjá rekstri og umhirðu
sjáum um að setja upp allar
seríurnar,“ útskýrir Hafsteinn.
Fyrsti fundur í janúar
„Við héldum fyrsta fundinn okkar
í janúar og síðan hefur þetta verið
að malla í hausnum á okkur allt
árið. Í september fórum við að
taka fram allar seríur og fara yfir
þær og laga það sem þurfti að laga.
Seinni partinn í október byrjuðum
við svo að setja fyrstu ljósin upp,“
bætir hann við.
„Þegar við hittumst í janúar
fórum við markvisst í gegnum alla
miðborgina og gerðum pöntunar-
lista. Við vorum að huga að við-
bótum. Við erum með jólakransa á
öllum staurum víða í miðborginni
og vildum byggja ofan á það og
mynda meiri þéttleika í jólalýsing-
una,“ segir Rebekka.
Hún bætir við að jólalýsingin sé
alltaf svipuð og hún hafi verið í mörg
ár, en þó er alltaf verið að bæta ein-
hverju við. Í fyrra fékkst aukið fjár-
magn frá borginni fyrir jólalýsingu
og jólaljósum í borginni var fjölgað
töluvert. Tilgangurinn var viðspyrna
við Covid og að hvetja fólk til að vera
meira úti og gera eitthvað skemmti-
legt með sínum nánustu í fallegra
umhverfi.
„Við Hafsteinn bættum miklu við
í fyrra. Á Hverfisgötu, í Lýðveldis-
garðinum, á Arnarhóli og bláa trénu
í Aðalstræti,“ segir Rebekka.
„Við byrjuðum líka að skreyta
í Laugardal og Elliðaárdal,“ bætir
Hafsteinn við. „Við ætlum að halda
áfram að skreyta Laugardal og
Elliðaárdal í vetur. Það er gert í
áföngum. Skreytingarnar verða
auknar á þessum tveimur svæðum,“
segir Hafsteinn.
Heybaggar vöktu lukku
Ein nýjung í skreytingum hjá
Reykjavíkurborg eru heybaggar
sem var í fyrsta sinn í fyrra komið
fyrir hér og þar í miðborginni.
„Þessir heybaggar voru ekkert
svo vinsælir í lok jóla. Þeim fylgdu
mikil þrif,“ segir Rebekka, en hún
náði tali af bónda í Biskupstungum
í fyrra og ákvað að prufa að fá hey-
bagga til að skreyta borgina.
„Ég pantaði 50 stykki sem við
komum fyrir á torgsvæðum. Þetta
vakti mikla lukku og það var tekið
mikið af myndum af böggunum.
Það fyllti mann gleði þegar maður
fór um miðborgina að sjá að
börnin voru að hoppa og leika
sér í þessu. Það er svo mikilvægt
fyrir það sem við erum að gera
fyrir miðborgina að sjá fólkið nota
borgina, sérstaklega að sjá leik og
gleði,“ heldur hún áfram.
„Þó það sé ekki gaman að þrífa
upp eftir baggana þá eru þeir súper
mikilvægir svo núna fáum við fjór-
falt magn. Við fáum 200 heybagga
sem voru sérstaklega framleiddir
fyrir okkur. Það er náttúrulega
enginn að heyja bagga lengur,
það er allt í rúllum. En núna verða
baggarnir sem sagt sýnilegri í mið-
borginni og færa sig inn á göngu-
götur. Þetta er snilldar dvalar-
Jólaljós lyfta andanum
Hafsteinn og
Rebekka sjá um
jólaskreytingar
fyrir Reykja-
víkurborg. Í
bakgrunni er
verið að setja
ljós í tré.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Bláa tréð við Aðalstræti var nýjung í fyrra. MYND/AÐSEND
Jólakötturinn
vekur lukku hjá
borgarbúum og
ferðafólki.
MYND/AÐSEND
Heybaggarnir voru nýjung hjá
Reykjavíkurborg í fyrra. MYND/AÐSEND
Jólabjallan milli Aðalstrætis og
Hafnarstrætis er elsta götuskraut
borgarinnar. MYND/AÐSEND
Bankastræti og Austurstræti ljósum prýdd.
FRÉTTABLAÐIÐ/EINAR Oslóartréð við Austurvöll lýsir fallega í snjónum.
svæði. Það er hlýtt og gott að sitja á
þeim ef það er ekki rigning.“
Rebekka segir að Reykjavíkur-
borg hafi einnig verið að bæta við
jólatrjám í borginni.
„Við bættum við tré á Óðins-
torg í fyrra og nú kemur tré á
Reykjastræti við Hafnartorg og á
nýendurgert torg við Tryggvagötu
við Tollhúsið.“
Elsta jólaskrautið sem prýðir
götur miðborgarinnar er bjallan
sem hangir á mótum Hafnarstræt-
is, Aðalstrætis og Vesturgötu.
„Hún var einkaframtak í upp-
hafi en núna á borgin bjölluna.
Hún hefur alltaf verið á sama stað
en fengið yfirhalningu,“ upplýsir
Rebekka.
Stefnt er að því að kveikja á síð-
ustu ljósunum núna um helgina,
fyrir utan ljósin á Oslóartrénu sem
verða kveikt fyrsta sunnudag í
aðventu að venju.
200.000 perur
Hafsteinn skýtur á að jólaljósin
sem Reykjavíkurborg setur upp
fyrir þessi jól séu um 200.000
perur og 20 kílómetrar af seríum.
Rebekka telur að ljósin skipti íbúa í
borginni miklu máli í myrkrinu.
„Við leyfðum ljósunum að vera
uppi út janúar í fyrra. Það lyftir
andanum, sem skiptir gríðarlega
miklu máli. Þess vegna er áherslan
á miðborgarsvæðið, því þetta er
miðborgin okkar allra. Jólalýs-
ingin þar er hugsuð fyrir gangandi
vegfarendur svo þeir upplifi
umhverfið og jólaljósin í augn-
hæð,“ segir Rebekka.
Hafsteinn bætir við að jólatrén
sem eru hér og þar um borgina
í úthverfum séu líka á vegum
Reykjavíkurborgar.
„Við setjum upp jólatré og
skreytum um alla borg en við
erum ekki að lýsa upp venjuleg tré
annars staðar en í miðborginni,“
segir hann.
„Trén fara í öll úthverfi og í f lest-
um tilfellum marka þau innganga í
hverfin svo þau eru áberandi fyrir
alla sem eru að koma heim,“ bætir
Rebekka við.
Að lokum segir Rebekka að
rekstraraðilar í borginni setji
líka sinn svip á jólalýsinguna í
Reykjavík.
Hlýleg borg
„Þegar gluggar verslana eru vel
skreyttir og snyrtilegir verður
borgin hlýleg og falleg. Við erum
alltaf að reyna að bæta borgina
og gera hana jólalegri, en þetta
er beggja blands og það þarf að
vera gott samtal á milli okkar
og rekstraraðilanna. Við viljum
þess vegna hvetja rekstraraðila
til að taka höndum saman og
skreyta fallega hjá sér, sérstaklega
í úthverfum fyrir utan miðborgina
þar sem er kannski erfiðara fyrir
okur að skreyta,“ segir hún.
Hafsteinn tekur undir þetta.
„Við erum að þessu svo fólk geti
notið, en við munum aldrei ná að
skreyta alls staðar þar sem fólk
og rekstraraðilar óska þess. Þess
vegna er mikilvægt að rekstrarað-
ilar taki höndum saman og við
vinnum að þessu saman.“ n
Það fyllti mann
gleði þegar maður
fór um miðborgina að sjá
að börnin voru að hoppa
og leika sér í þessu.
19. nóvember 2021 jól 2021 100 fréttablaðið