Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 67
Heimagert
rauðkál getur
verið einstak-
lega gott.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Fyrir marga er heimagert rauðkál
nauðsynlegt á jólaborðið. Hér er
uppskrift af dönsku rauðkáli með
eplum og vínberjasaft. sem þykir
ómissandi yfir hátíðina.
Danskt rauðkál
1 rauðkálshöfuð (1,5-2 kg)
1-2 msk. smjör
4 ½ epli
2 msk. edik
1 dl vínberjasaft
Salt og pipar
1 tsk. strásykur
Skerið kálið niður. Takið hýðið af
eplunum, hreinsið kjarnann og
skerið í litla bita. Bræðið smjörið
í stórum potti og setjið kálið og
eplin út í. Hrærið af og til. Bætið
við öðrum innihaldsefnum og
látið allt malla undir loki í að
minnsta kosti einn klukkutíma.
Best er að smakka til hvort það
þurfi meiri saft eða sykur en það
getur verið smekksatriði. n
Heimagert rauðkál er ómissandi á jólaborðinu
Aðventuljós eru sænsk uppfinning.
Það var árið 1964 sem Gunnar
Ásgeirsson, kaupmaður í Reykjavík,
rakst á einfaldan trépýramída með
sjö ljósum á ferð sinni í Svíþjóð. Um
var að ræða nýjung frá lítt þekktum
smáframleiðendum þar í landi, sem
reyndu að koma föndri sínu á fram-
færi í jólavertíðinni.
Hugmynd að ljósunum kom úr
Gamla testamentinu þar sem sjö
arma ljósastika var mikill helgi-
dómur í musteri. Framleiðsla
ljósanna sló þó ekki í gegn á meðal
Svía fyrr en um 1980, en þar á
undan voru jólastjörnur og stjakar
settir í glugga á aðventu.
Gunnari datt í hug að ljósin gætu
verið sniðug gjöf handa gömlum
frænkum sínum og keypti þrjú lítil
ljós sem gerðu mikla lukku. Hann
keypti því fleiri ljós til gjafa næsta
ár og í kjölfarið hóf hann innflutn-
ing á aðventuljósum sem hittu í
mark hjá Íslendingum sem settu
ljósin í glugga um borg og bý.
Fyrirbærið vakti athygli
útlendinga og fékk Þjóðminja-
safnið iðulega upphringingar
utan úr heimi þar sem Biblíufróðir
spurðu hvort gyðingdómur væri
rótgróinn á Íslandi. Þá þótti heldur
snautlegt þegar upplýst var hversu
ung og veraldleg aðventuljósin eru
í raun. n
HEImILd: ÁRnI BjöRnsson,
þjóÐHÁTTAFRæÐInGuR.
Ung og veraldleg
Ljúffengar, grafnar andabringur.
Grafnar andabringur
4 andabringur
Gróft salt til að hylja bringurnar
Kryddhjúpur
1 msk. kóríanderfræ
1 msk. einiber
1 msk. sinnepsfræ
1 msk. svartur pipar
1 msk. rósapipar
1 msk. þurrkað timjan
1 msk. þurrkuð minta
1 msk. þurrkað oregano
1 msk. þurrkuð sítrónumelissa
Fjarlægið skinnið af bringunum
og skerið mestu fituna og sinarnar
í burtu. Hyljið bringurnar með
salti og látið standa við stofuhita í
2-4 klst. Bringurnar verða stinnar
og dökkfjólubláar að lit. Takið
bringurnar úr saltinu, skolið undir
rennandi köldu vatni og þerrið
vel. Grófsteytið kóríander, einiber,
sinnepsfræ, svartan pipar og rósa-
pipar í mortéli. Blandið þurrkuðu
kryddjurtunum vel saman við.
Hyljið tvær andabringur með
kryddblöndunni, leggið þær
saman og pakkið þétt í tvö lög af
plastfilmu. Snúið upp á endana
svo kryddhjúpurinn haldist þétt
að kjötinu. Geymið í kæliskáp í að
minnsta kosti einn sólarhring. n
HEImILd: HIdBLomLEGABu.Is
Góður forréttur
Tommy Hilfiger úrin fást hjá viðurkenndum söluaðilum um land allt
Sölustaðir: Klukkan, Hamraborg 10, Kópavogi - www.klukkan.is | Meba, Kringlan & Smáralind - www.meba.is | Michelsen, Kringlan - www.michelsen.is
Jón & Óskar, Kringlan & Smáralind - www.jonogoskar.is | Halldór úrsmiður, Glerártorg, Akureyri - www.halldorursmidur.is | Karl R. Guðmundsson úrsmiður, Austurvegi,
Selfossi - www.kalliur.is | Georg V. Hannah úrsmiður, Hafnargata, Keflavík | Guðmundur B. Hannah úrsmiður, Suðurgötu, Akranesi | Klassík, Selási, Egilsstöðum
fréttablaðið 4719. nóvember 2021 jól 2021