Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 62
Þegar ég var lítil stelpa fannst mér jólin alltaf vera skemmtilegasti tími ársins. Sigga Beinteins Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Flest eigum við góðar minn- ingar tengdar jólunum úr barnæsku okkar. Hvort sem það tengist ilminum úr eldhúsinu, pakkaflóðinu, smákökunum eða fólkinu í lífi okkar. Hér rifja nokkrir þekktir Íslendingar upp jóla- minningar. Ljúfar jólaminningar úr barnæskunni Örn Árnason, leikari. mynd/aðsend Karl Ágúst Úlfsson, rithöfundur. Helena Sverrisdóttir, landsliðs- kona í körfu- bolta, ásamt fjölskyldu. mynd/aðsend Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona. FRÉTTaBLaðIð/eyÞÓR Hrollvekjandi jól Karl Ágúst Úlfsson, rithöfundur Þessi tilteknu jól fékk ég stóra og þunga bók frá pabba og mömmu. Þegar hún kom út úr pappírnum þöndust út á mér augun og ég greip andann á lofti. Þetta var bók um sögu hryllingsmyndanna. Myndefnið var einstaklega aðlaðandi fyrir þessi ungu augu, ljósmyndir úr helstu hrollvekjum kvikmyndasögunnar og endurprentanir af plakötum frægustu myndanna í þessari litskrúðugu sögu. Ég held hreinlega að ég hafi haft afar takmarkaðar hugmyndir um þessa grein kvikmynda áður en ég opnaði bókina og alveg ábyggilega hafði ég aldrei horft á mynd af þessu tagi, enda ekki nema fjórtán ára. En þarna horfðu út úr blaðsíðunum stórstjörnur á borð við Bela Lugosi, Boris Karloff og Lon Chaney og persónur eins og Skrímslið í Svartalóni, Drakúla, Frankenstein, Úlfmaðurinn – allar helstu hryll- ingspersónur sem festar höfðu verið á sellulósa. Og ég gat ekki lagt bókina frá mér. Ég svaf ekki dúr alla jólanóttina, heldur stautaði mig fram úr enskunni og punktaði jafnvel hjá mér titla á myndum sem ég yrði fyrir hvern mun að sjá. Og þetta varð upphafið að hrollvekju- dellu sem ég hef ekki losnað við síðan. Takk, pabbi og mamma. n Ódauðlegt útvarpsefni framleitt Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona Ein jól eru mér afar minnisstæð úr barn- æsku. Ég hef líklega verið um sex eða sjö ára gömul. Tilfinningin sem ég man er að ég var gjörsamlega að andast úr spenningi allan aðfangadaginn. Ég var búin að vera á vappi í kringum jólatréð til að taka út pakkaúrvalið og nánast á barmi örvæntingar yfir því að dagurinn liði svo hægt. Líklega hef ég svo bæði suðað og beitt pabba þaulhugsuðum kænskubrögðum en málin fóru þann- ig að mér var loksins leyft að opna einn pakka fyrir matinn. Í þeim pakka leyndist lítið rautt útvarp með snúru- hljóðnema og upptöku-fítus. Þetta var þvílíka hamingjukastið og var öllum þessum jólum varið í að framleiða við- töl og annað ódauðlegt útvarpsefni. Gleymi þessum jólum aldrei! n Heilög stund sjónvarpsmessunnar Örn Árnason, leikari Ég var níu ára og óþolið í desember er mér ofarlega í huga. Jólafríið í skólanum byrjaði snemma og megnið af mánuðinum fór í þessa endalausu bið. Auðvitað vorum við krakkarnir að leika okkur úti við, bara leikir, engar tölvur eða önnur slík stafræn afþreying. Ein útvarpsrás en ekkert sjónvarp. Við eignuðumst okkar sjónvarp 1968, tveimur árum eftir að Sjónvarpið tók til starfa. Svarthvítt, en pabbi keypti litafilmu sem hægt var að setja yfir skjáinn, grænt neðst, brúnt í miðju og blátt efst. Litað sjónvarp! Við gátum náð Kanasjón- varpinu svokallaða og þá dundaði maður sér við að horfa á köttinn Felix, Bonanza, Kaftein kengúru og fleiri æskuvini úr ameríska hermannasjónvarpinu. Ein falleg minning er þegar þáverandi biskup, sr. Sigurbjörn Einarsson, kom fram í sjónvarpsmessu um jólin og einhvern veginn tókst honum að laða mann að skjánum með sínum rólega talanda og sannfæringu. Enn þá sakna ég þessarar tilfinningar sem kom í hjartað við að hlusta á sr. Sigurbjörn. Heilög stund. n Ógleymanlegir jóladagsgöngutúrar Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfubolta Uppáhaldsminning mín tengd jólunum frá æsku minni var jóladags- gangan með fjölskyldunni. Við fórum yfirleitt í göngutúr saman og löbbuðum til ömmu heitinnar, sem bjó ekki svo langt frá. Hún var alltaf tilbúin með heitt kakó ásamt smákökum og öðru góm- sæti. Besta var þegar það hafði snjóað mikið. Ég man eftir einum jólum sérstaklega, því það var svo ótrúlega mikill og ótroðinn snjór. Við vorum heillengi á leiðinni en það var svo friðsælt og fallegt og samveran með systkinum mínum og foreldrum var sú besta. Ekki skemmdi síðan fyrir þegar við komum blaut og köld á leiðarenda að amma beið eftir okkur með hlýtt hús, ullarteppi og dekraði síðan við okkur. n Ellý og Vilhjálmur sungu inn jólin Sigga Beinteins, söngkona Þegar ég var lítil stelpa fannst mér jólin alltaf vera skemmtilegasti tími ársins og ef það var snjór voru jólin enn skemmtilegri og hátíðlegri. Hefðbundinn aðfangadagur innihélt meðal annars hamborgarhrygg, messu í útvarpinu og langa bið eftir pökkunum. En þarna var kvöldið rétt að byrja. Eftir pakkana fórum við alltaf til ömmu Siggu (Sigríðar Beinteinsdóttur eldri) á Langholtsveginn í jólaboð. Þar var alltaf svo fallega skreytt og jólalegt. Þau spiluðu jólatón- list í gamla stóra plötuspilaranum og aðalplatan var jólaplatan með Ellý og Vilhjálmi. Þegar ég heyrði hana fannst mér jólin vera komin. Síðan þá hefur sú plata alltaf verið uppáhaldsjóla- platan mín. Boðið hjá afa og ömmu var í raun eins og jólaball. Þarna kom öll stórfjölskyldan saman og dansaði í kringum jólatréð, amma og systir hennar spiluðu jólalögin á píanóið til skiptis eða fjórhent og boðið var upp á heitt súkku- laði með rjóma, jólakökur og tertur og nóg af konfekti. Þessi hefð hélst þangað til nokkrum árum áður en amma lést, 2011. Þetta eru ógleymanlegar minningar sem ég mun geyma um aldur og ævi. nSigga Beinteins, söngkona. mynd/ÓLöF eRLa eInaRsdÓTTIR blóðgjafirnar á árinu 19. nóvember 2021 jól 2021 42 fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.