Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 95
Með gjafakorti
gefur maður þeim
sem manni þykir vænst
um ávísun á ógleyman-
lega stund.
Magnús Geir Þórðarson
Magnús Geir Þórðarson segir að það sé mikill kraftur í
Þjóðleikhúsinu þessa dagana og það sé algerlega frá-
bært að finna þær góðu viðtökur sem dagskráin er að fá
meðal leikhúsgesta. MYND/AÐSENDGjafakort Þjóðleikhússins eru frábær jólagjöf fyrir hvern sem er og í raun gjöf sem heldur áfram að gefa.
Vertu úlfur hefur slegið í gegn og sópaði til sín öllum
aðalverðlaununum á Grímuhátiðinni í vor.
Leikritið Ásta var frumsýnt í byrjun september, en það
byggir á ævi og höfundarstarfi Ástu Sigurðardóttur.
Jólaboðið er frumsýnt í kvöld, en verkið byggir á þekktu
leikverki eftir Thornton Wilder.
Þeim merka áfanga var fagnað í október að Karde-
mommubærinn var sýndur í 50. sinn og að sjálfsögðu var
það fyrir fullu húsi, eins og alltaf.
Nashyrningarnir í leikstjórn Benediks Erlingssonar hlaut mikið lof gagnrýn-
enda og leikhúsunnenda þegar sýningin var frumsýnd í vor.
Í vor frumsýnir Þjóðleikhúsið glænýjan söngleik, Sem á himni. Það er langt
síðan nýr söngleikur af þessari stærðargráðu hefur verið frumsýndur hér á
landi, en 14 manna hljómsveit flytur tónlist sýningarinnar ásamt leikurunum.
Jólasýningin Framúrskarandi vinkona verður einn af
hápunktunum í leikhúslífinu í vetur.
lífi. Við höfum leyft okkur að kalla
Kjallarann „klassabúllu“ og það
lýsir ágætlega framboðinu sem þar
er boðið upp á. Nú sitja áhorfendur
við borð og njóta veitinga meðan á
sýningum stendur og eru í mikilli
nálægð við leikara og listamenn,“
segir Magnús Geir.
Í kjallaranum er boðið upp á
kabaretta, uppistönd, spunasýn-
ingar Improv-hópsins, sýningar af
ýmsu tagi að ógleymdu hinu nýja
Hádegisleikhúsi. „Hádegisleik-
húsið hefur farið frábærlega af stað
og nýlega frumsýndum við Rauðu
kápuna, en svo koma tvö ný verk
eftir áramót. Í Hádegisleikhúsinu
getur fólk skotist í hádeginu og
á innan við klukkustund notið
stuttrar, skemmtilegrar leiksýn-
ingar og fengið hádegismat. Þetta
er tilvalið fyrir vinahópa, vinnu-
staði og fólk sem vill brjóta upp
hversdaginn,“ segir Magnús Geir.
Góðan daginn, faggi, er nýtt verk
Bjarna Snæbjörnssonar í leik-
stjórn Grétu Kristínar en verkið
hefur hlotið frábærar viðtökur og
er sýnt fyrir fullu húsi. Sömuleiðis
hefur sketsasýningin Kanarí notið
mikilla vinsælda. Örn Árnason
er nýbúinn að frumsýna verk
sitt, Sjitt ég er sextugur, sem er
persónuleg, fjörug og einlæg, en
umfram allt bráðskemmtileg
sýning.
Til viðbótar við þetta fjölbreytta
úrval leiksýninga í Þjóðleikhúsinu,
þá fer leikhúsið í leikferðir um
allt land með leiksýningar, meðal
annars í skóla og leikskóla. Þá er
leikhúsið að þróa mörg ný verk
sem eru sýnd á Loftinu sem „verk
í þróun“ og undir vorið verður
nýtt íslenskt leikrit, Prinsinn, eftir
Maríu Reyndal og Kára Viðarsson
frumsýnt á Rifi og svo sýnt um allt
land.
Tilhlökkun, upplifun og
ógleymanlegar minningar
„Það er mikill kraftur í Þjóðleik-
húsinu þessa dagana og alger-
lega frábært að finna þær góðu
viðtökur sem dagskráin er að fá
meðal leikhúsgesta. Það er aug-
ljóst að fólk er spennt fyrir því
sem fram undan er. Gjafakort eru
auðvitað frábær jólagjöf – í raun
gjöf sem heldur áfram að gefa.
Með gjafakorti gefur maður þeim
sem manni þykir vænst um ávísun
á ógleymanlega stund,“ segir
Magnús Geir. „Gjafakortin okkar
eru opin og renna aldrei út. Þannig
getur sá sem kortið fær valið þá
sýningu sem hann sjálfur vill helst
sjá og þegar hann vill.
Við höfum séð að sumir bjóða
allri fjölskyldunni saman í
leikhús, sem mér finnst ótrú-
lega fallegt. Í haust höfum við
séð stóra fjölskylduhópa koma á
Kardemommu bæinn þar sem afar
og ömmur hafa boðið allri stór-
fjölskyldunni í leikhús og þannig
skapað sameiginlegar minningar.
Ég gæti trúað því að margar slíkar
fjölskyldur kjósi líka að koma
saman á söngleikinn Sem á himni,“
segir Magnús Geir.
Fleiri spennandi jólatilboð
Til viðbótar við hin hefðbundnu
opnu gjafakort, þá er boðið upp
á sérstaka tilboðspakka á til-
teknar sýningar. Þannig er hægt
að fá ítalska leikhúsveislu sem
samanstendur af miðum á Framúr-
skarandi vinkonu og ítalskar
veitingar til að njóta fyrir sýningu
og í hléi. Sams konar tilboð er á
miða og veitingar á Sem á himni.
Að endingu er hægt að fá miða og
geisladisk með nýjum, ferskum
útsetningum á lögunum í Karde-
mommubænum.
Leikhúsunnendur hafa úr fjöl-
breyttu úrvali sýninga að velja í
Þjóðleikhúsinu í vetur og eflaust
eru margir sem vilja gjarnan upp-
lifa leikhústöfrana. „Leikhúsið er
list augnabliksins. Leiksýningarn-
ar eru síbreytilegar og engar tvær
sýningar eru eins. Töfrarnir gerast
hér og nú, fyrir augum okkar og
með þátttöku okkar. Þegar vel
tekst til er ekkert stórkostlegra
en gott leikhús. Það er heilandi
og sameinandi, “ segir Magnús
Geir. „Hver sýning er einstök og
við stefnum að því að hreyfa við
hverjum einasta leikhúsgesti,
þannig að stund hans í leikhúsinu
sé ógleymanleg í alla staði. Við
hlökkum mikið til að taka á móti
leikhúsgestum okkar á næstu
mánuðum og lofum þeim einstöku
leikhúsi.“ ■
19. nóvember 2021 jól 2021 fréttablaðið 75