Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 106
Það er fátt notalegra á aðventunni en að slaka á yfir góðu
sjónvarpsefni. Þegar búið er að horfa á allar uppáhaldsjóla-
myndirnar er tilvalið að grípa í vel valinn þátt. Í mörgum
af vinsælustu sjónvarpsseríunum er vanalega að finna að
minnsta kosti einn jólaþátt, en Fréttablaðið tók saman
nokkra af þeim eftiminnilegri.
eddakaritas@frettabladid.is
Gleðilegt
sjónvarpsgláp
Friends
The One with the Holiday Armadillo
Sería 7, þáttur 10
Í öllu jólastressinu, þegar stokkið er á milli jóla-
boða og jólahlaðborða er upplagt að setjast að-
eins niður, kasta mæðinni og setja á einn stuttan
jólaþátt með Friends. Hátíðarþættir Friends eru
fjölmargir en einn sá besti er þátturinn með jóla-
beltisdýrinu. Ross, sem er af gyðingaættum, er
með son sinn Ben hjá sér um jólin og þykir því
upplagt að kenna honum hefðir gyðinga. Ben,
sem heldur yfirleitt upp á jólin með mömmum
sínum, sýnir ljósahátíðinni lítinn áhuga og bíður
spenntur eftir jólasveininum. Þar sem Ross getur
hvergi fengið jólasveinabúning að láni svo stuttu
fyrir jól verður hann að láta sér nægja beltis-
dýrsbúning. Ross gerir lokatilraun til að fá Ben
til að hafa áhuga á ljósahátíðinni en það veldur
miklu fjaðrafoki þegar Chandler ryðst inn í jóla-
sveinabúningi og Joey þar á eftir sem Superman.
Sannarlega undarlegustu hátíðahöld sögunnar.
The X- Files
How the Ghosts Stole Christmas
Sería 6, þáttur 6
Ótrúlegustu sjónvarpsþátta-
seríur eiga sína jólaþætti,
en X-Files á einmitt nokkra
slíka. Þættirnir X-Files fjalla
um hið yfirnáttúrulega og
er engin breyting hér á þó
að um jólaþátt sé að ræða. Á
aðfangadagskvöld læsast Mulder
og Scully inn í húsi þar sem reynist vera reimt. Í
húsinu eru tveir draugar sem eru staðráðnir í því
að sanna fyrir Mulder og Scully hvað jólahátíðin
getur í raun verið einmanaleg fyrir suma.
The Office
Christmas Party
Sería 2, þáttur 10
Eins og í mörgum fyrirtækjum þá er hefð fyrir því að vera með
leynivinaleik fyrir jólin þar sem vinnufélagar skiptast á gjöfum í
nafnleynd. Hjá Dunder Mifflin er það engin undantekning. Hinn
góðhjartaði en vitlausi yfirmaður, Michael Scott, reynir að fela sam-
viskubit sitt yfir því að hafa þurft að reka einhvern á árinu og fengið
vegna þess stóran jólabónus, með því að kaupa dýra gjöf fyrir sinn
leynivin. Þegar Scott fær síðan gjöf sem honum þóknast ekki frá
sínum leynivini, bregður hann á það ráð að fara í annan leik þar sem
allir mega skiptast á að velja þá gjöf sem þá langar hvað mest í.
Þessi viðsnúningur veldur vitanlega miklum usla á skrifstofunni.
Simpsons
Simpsons Roasting on an Open Fire
Sería 1, þáttur 1
Fyrsti þátturinn af The Simpsons sem
fór í loftið var einmitt jólaþáttur.
Þættina átti upphaflega að frum-
sýna snemma árs 1989 en vegna
erfiðleika í framleiðsluferlinu var
ákveðið að fresta frumsýningu til
17. desember árið 1989 og lá þá í
augum uppi að hefja ævintýrið á
jólaþætti. Í þessum allra fyrsta Simp-
sons-þætti þarf Marge að eyða pening-
unum sem ætlaðir voru fyrir jólainnkaup,
í að láta fjarlægja húðflúr af Bart. Reiðir hún
sig því alfarið á jólabónus Homers. Homer fær því miður engan
jólabónus og gerir hann allt sem í hans valdi stendur til að vinna sér
inn peninga fyrir jólahaldi fjölskyldunnar. Eins og flestir vita getur
Homer verið algjör asni, en það er bersýnilegt í þessum þætti að
hann er með hjartað á réttum stað.
South Park
It´s Christmas in Canada
Sería 7, þáttur 15
Til eru nokkrir jólaþættir um grallarana í South
Park og eru þættirnir hverjum öðrum svæsnari.
Sá sem er hvað minnst ögrandi hlýtur að vera um
jólin í Kanada. Í þessum þætti mæta blóðforeldr-
ar Ike, sem er ættleiddur bróðir Kyle Broflovski,
og taka hann með sér heim til Kanada. Þurfa
vinirnir Stan, Kyle, Kenny og Cartman því að fara
til Kanada, ná í Ike og bjarga þar með jólunum.
Þátturinn minnir á Galdrakarlinn í Oz, þar sem
Kanada er sýnt sem stórfurðulegt
framandi land og allir Kanadamenn
syngja og tralla líkt og íbúar Oz.
Það er því töluvert um söng og
dans í þessum þætti, en Stone
og Parker hafa mikið dálæti á
söngleikjum, enda hafa þeir
unnið Tony verðlaun fyrir leikritið
The Book of Mormons sem er
stórskemmtilegur söngleikur.
Seinfeld
The Stike
Sería 9, þáttur 10
Þessi Seinfeld jólaþáttur fjallar í raun meira
um hátíðina Festivus en um jólin. Faðir George
Costanza, Frank, fann upp hátíðina sem andsvar
gegn kapitalískri hugsjón jólanna. George, sem
vill ekki heyra á hátíðina minnst, brjálast þegar
Elaine sér jólakort frá föður hans þar sem hann
óskar George gleðilegs Festivus. Vinirnir verða
vitanlega forvitnir og þá sérstaklega Kramer sem
fer beint til Franks. Ákveða þeir í sameiningu að
endurvekja hátíðina og bjóða í Festivus-fögnuð
þann 23. desember. Gaman er að segja frá því að
faðir eins handritshöfunda þáttarins fann í raun
upp Festivus, því hann var kominn með nóg af
neysluhyggjunni sem einkennir hátíðirnar. Þó
undarlegt sé er eflaust sitthvað sem við getum
lært af hátíðinni Festivus.
Downton Abbey
Christmas at Downton Abbey
Sería 2, þáttur 9
Það verður að koma sér sérlega vel fyrir, helst
með smákökur og heitt súkkulaði við höndina,
ef horfa á á fyrsta jólaþátt Downton Abbey, en
hann er rúmur 1 og hálfur tími að lengd. Herra-
garðurinn iðar af jólaundirbúningi í þessum
lokaþætti annarrar seríu. Í þættinum gerist fjöl-
margt í lífi Crawley fjölskyldunnar og vinnufólks
hennar. Það sem kemur meðal annars við sögu er
óvænt ólétta, réttarhöld, samtal við framliðna,
bónorð og leyndarmál sem koma upp á yfir-
borðið. Það er svo sannarlega aldrei lognmolla í
kringum Downton Abbey, allra síst á jólum.
Everybody Loves Raymond
The Toaster
Sería 3, þáttur 12
Jólaþættirnir um Raymond og fjölskyldu eru
þó nokkrir, en með þeim betri er eflaust sá um
brauðristina. Raymond hefur aldrei verið sá
besti í að gefa foreldrum sínum gjafir og lenda
þær oftar en ekki í hrúgu niðri í kjallara. Í þessum
þætti gefur hann þeim brauðrist með áletrun, en
óafvitandi fara Marie og Frank með brauðristina
og fá henni skipt. Þegar þau komast að sannleik-
anum gera þau hvað þau geta til að endurheimta
gjöfina með persónulegu skilaboðunum.
Brooklyn 99
Yippie Kayak
Sería 3, þáttur 10
Ef að Die Hard er uppáhaldsjólamyndin þín er
þetta þáttur fyrir þig. Þegar Jake Peralta man að
hann hefur ekki enn keypt jólagjöf handa besta
vini sínum, Charles, þýtur hann í örvæntingu út í
næstu verslun sem er í þann mund að loka fyrir
jólin. Jake nær að smeygja sér inn í verslunina
fyrir lokun en tekur eftir því að þar er ekki allt
með felldu. Jake fær sannarlega jólaósk sína
uppfyllta þegar hann kemst að því að það er
verið að ræna verslunina og hefur loks lent í
aðstæðum sem minna á Die Hard, sem er hans
uppáhaldsmynd fyrr og síðar. Hann sýnir alla
sína bestu John McClane takta til að bjarga deg-
inum, en ekki fer allt eins og hann hefði kosið.
Myndir/skjáskot
Verslun Guðlaugs A Magnússonar
Skólavörðustíg 10
101 Reykjavík
sími 562 5222
www.gam.is
Jólaskeiðin 2021
síðan 1946
19. nóvember 2021 jól 2021 86 fréttablaðið