Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 92
Þessi eftirréttur er ómiss-
andi á jólum. Risalamande
er upphaflega danskur réttur
sem er orðinn klassískur
í allri Skandinavíu. Það er
gaman að gera risalamande
og bjóða upp á, hvort sem er
í forrétt eða eftirrétt.
elin@frettabladid.is
Mörgum finnst jólin koma með
risalamande og nauðsynlegt er að
setja heila möndlu í grautinn og
hafa möndlugjöf á kantinum. Það
gæti til dæmis verið einhvers konar
upplifun, bíó- eða leikhúsmiðar,
spil, púsl, bók, ferð í baðlón eða
annað þess háttar. Fer svolítið eftir
aldri þeirra sem koma í mat. Gjöfin
þarf að henta fyrir alla þá sem
sitja við borðið. Með grautnum er
annað hvort höfð kirsuberja- eða
karamellusósa.
Risalamande
uppskriftin miðast við fjóra
500 ml mjólk
60 g hrísgrjón
1 vanillustöng
50 g sykur (má minnka eftir
smekk)
25 g hakkaðar möndlur
3 dl þeyttur rjómi
Sjóðið mjólk og grjón með van-
illustönginni. Kljúfið vanillustöng-
ina fyrst og setjið fræin í pottinn
með henni. Soðið þar til grjónin
verða mjúk. Takið af hinum og
hrærið sykri og möndlum saman
við.
Kælið grautinn aðeins áður en
þeyttum rjóma er blandað varlega
saman við.
Karamellusósa
150 g sykur
2½ dl vatn
1 dl þeyttur rjómi
Brúnið sykurinn á heitri pönnu
þar til hann er orðinn ljósbrúnn,
gætið að hitanum. Hellið sjóðandi
vatni varlega yfir. Hellið sósunni í
könnu þegar sykurinn er bráðnað-
ur og kælið. Hrærið vel í og blandið
þeytta rjómanum vel saman.
Kirsuberjasósa
Hægt er að kaupa sósuna tilbúna
en miklu skemmtilegra er að gera
hana sjálfur.
200 g kirsuber, takið steininn úr. Ef
notuð eru frosin ber þurfa þau að
þiðna fyrir notkun.
½ vanillustöng
150 g sykur
1½ dl vatn
Smávegis kartöflumjöl
Setjið kirsuberin í pott, takið
fræin úr vanillustönginni og
setjið saman við. Bætið öðrum
innihaldsefnum saman við utan
kartöflumjöls og látið malla í 15
mínútur. Lækkið hitann og hrærið
kartöflumjölið með vatni og setjið
út í sósuna til að þykkja hana.
Prófið ykkur áfram með magnið.
Hrærið annað slagið í sósunni.
Gott er að hafa fersk kirsuber til
skreytinga líka. n
Ekta danskur eftirréttur á jólum
Risalamande er uppáhalds jólaréttur Norðurlandabúa. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Hvað er betra en
heitt súkkulaði
á aðventunni?
Kannski að
narta í smá-
kökur með.
elin@frettabladid.is
Í þennan drykk skal nota besta
fáanlega súkkulaðið.
Heitt Parísar-súkkulaði
500 mjólk
130 g eðalsúkkulaði, skorið niður
2 msk. ljós púðursykur ef vill
Hitið mjólkina, takið síðan af hit-
anum og hrærið súkkulaði saman
við og látið bráðna. Til að fá þykkari
drykk er hægt að setja aftur undir
hita í 2-3 mínútur, hrærið stöðugt á
meðan. Fylgist vel með drykknum
á meðan svo ekki sjóði upp úr.
Smakkið og bætið sykri saman við
ef það þarf. Sumum finnst gott að
setja nokkrar saltflögur yfir.
Jólasmákökur
Hvernig væri að fá sér gamaldags
bóndakökur með heitu súkku-
laðinu?
Bóndakökur
5 ½ dl hveiti
2 dl sykur
1 msk. síróp
1 tsk. matarsódi
1 msk. vatn
¾ dl grófhakkaðar möndlur
200 g smjör
Setjið allt hráefni í hrærivélarskál.
Skerið smjörið í þunnar sneiðar
eða litla bita. Hrærið allt vel
saman.
Búið til tvær rúllur, 3-4 cm
breiðar.
Vefjið þær inn í plastfilmu eða
álpappír. Geymið í ísskáp í nokkra
klukkutíma eða þar til þær eru
orðnar harðar.
Skerið þær þá í ½ cm þykkar
sneiðar og leggið á smurðar plötur
eða bökunarpappír.
Bakið í miðjum ofni við 200°C
þar til kökurnar eru orðnar fallega
gullinbrúnar, eða í 5-7 mínútur.
Látið þær kólna á rist. n
Ljúft og heitt Parísar-súkkulaði
Hallveigarstíg 10a, • 101 Reykjavík • s. 551 2112 • www.ungfruingoda.is
Glæsilegt úrval af
fallegum leðurtöskum
* Ef verslað er fyrir að lágmarki 13.000 kr .
Kr. 9.500
Kr. 16.900
Kr. 26.900
Kr. 16.900
Kr. 20.900
Kr. 24.900
Kr. 18.900
Kr. 12.500
Dásamlegir
kjólar og annar
fatnaður
Ungfrúin góða er einstök verslun
þar sem ýmsar gersemar leynast
Einfalt og fljótlegt að versla inná
www.ungfruingoda.is
Frí heimsending*
Guess vörurnar
færðu hjá okkur
Kr. 39.900
Kr. 33.900
Kr. 10.900 - 14.900
Kr. 16.900
19. nóvember 2021 jól 2021 72 fréttablaðið