Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 42
Starri Freyr
Jónsson
starri
@frettabladid.is
Rósa María Hansen hefur
verið vegan í átta ár. Á
aðventunni finnst henni
mikilvægt að borða yfir sig
af mandarínum og drekka
með heitt kakó. Hér gefur
hún lesendum uppskriftir af
tveimur ljúffengum vegan
kökum.
Rósa María Hansen, sem ber þann
skemmtilega starfstitil gleðistjóri
Jömm, gerðist vegan af mjög hall-
ærislegri ástæðu að eigin sögn, en
hún hefur verið vegan í átta ár. „Á
þeim tíma sem ég gerðist vegan var
í tísku að fara á raw-vegan megr-
unarkúr. En ég hélt bara áfram að
vera vegan fyrir dýrin. Ég gat bara
ekki réttlætt það lengur að borga
öðrum fyrir að drepa dýr, bara
svo ég gæti haldið í mínar matar-
hefðir.“
Á aðventunni finnst henni
mikilvægt að borða yfir sig af
mandarínum og drekka með heitt
kakó. „Í jólamatinn hef ég síðustu
ár haft vegan wellington í nokkrum
mismunandi útgáfum. Oumph!
wellingtonið frá okkur í Jömm, sem
er alltaf klassík, fæst frosið í flestum
matvöruverslunum. Og þegar
nær dregur jólum kemur í valdar
verslanir nýtt vegan Böff Welling-
ton sem er fyllt með sveppa paté
Tvær freistandi vegan kökur
Rósa María Hansen gleðistjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Vegan frönsk súkkulaðikaka.
Jólaleg „skyr“-kaka hæfir á hvaða veisluborð sem er.
og reyktu kjötlíki sem gefur dauðu
dýrunum ekkert eftir.“
Rósa María gefur hér lesendum
uppskriftir að vegan franskri
súkkulaðiköku og jólalegri „skyr“-
köku.
Vegan frönsk súkkulaðikaka
Þessi uppskrift er frábær fyrir þau
sem elska súkkulaði og hafa smá
þolinmæði í eldhúsinu.
Aquafaba, eða kjúklingabauna-
soð, er fullkominn staðgengill
fyrir eggjahvítur, en það getur
tekið tíma að ná fullkomnun. Ef
kakan er ekki fullkomin í fyrstu
tilraun, ekki gefast upp. Hún mun
samt bragðast vel í skál með vegan
rjóma eða ís.
2 dl aquafaba
2-3 msk. eggjastaðgengill
3 dl sykur
200 g suðusúkkulaði
150 g vegan smjör
2 dl hveiti
Krem
50 g vegan smjör
100 g suðusúkkulaði
4 msk. síróp
Byrjið á að þeyta aquafaba (kjúkl-
ingabaunasoð) og bætið sykrinum
rólega út í. Þeytið í 20-30 mín. eða
þar til blandan er orðin stíf. Bræðið
næst suðusúkkulaðið og smjörið
saman. Kælið blönduna og blandið
rólega út í aquafaba- og sykur-
þeytinginn. Næst má sigta hveitið
og eggjaduftið út í og hræra rólega.
Setjið tilbúna deigið í vel smurt
form og bakið við 170 gráður í
30-40 mínútur.
Á meðan kakan kólnar gerum
við kremið. Bræðið saman smjör,
súkkulaði og síróp. Kælið og hellið
yfir kökuna. Kakan er best eftir
nokkra tíma í kæli en hana má að
sjálfsögðu borða strax.
Jólaleg „skyr“-kaka
Þessi kaka er fullkomin fyrir þau
sem ekki nenna að baka. Kakan
þarf ekki að fara í ofn heldur
dugar að kæla hana aðeins niður.
Hægt er að útbúa hana bæði í
formi eða beint í krukkur eða
skálar.
200 g piparkökur
100 g vegan smjör
1 dolla Abbot Greek Style natural
jógúrt
200 ml þeyttur vegan rjómi
50 g sykur
4-5 mandarínur
3 tsk. vegset (vegan gelatín)
Bræðið smjörið. Myljið pipar-
kökurnar og blandið út í smjörið.
Þjappið blöndunni í botn á
kökuformi. Best er að nota form
með lausum botni. Þeytið næst
rjómann. Í blandara fer jógúrtin,
mandarínur, sykur og vegset.
Hrærið blönduna saman við rjóm-
ann og hellið ofan á piparköku-
botninn. Kakan er best geymd í
kæli yfir nótt en má borða um leið
ef óþolinmæðin er of mikil. ■
Vatnsheldir úr gæðaleðri
Kringlunni, sími 533 2290, www.timberland.is
Í JÓLAPAKKANN
Stattu traustum fótum með Timberland
19. nóvember 2021 jól 2021 22 fréttablaðið