Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 42

Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 42
Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Rósa María Hansen hefur verið vegan í átta ár. Á aðventunni finnst henni mikilvægt að borða yfir sig af mandarínum og drekka með heitt kakó. Hér gefur hún lesendum uppskriftir af tveimur ljúffengum vegan kökum. Rósa María Hansen, sem ber þann skemmtilega starfstitil gleðistjóri Jömm, gerðist vegan af mjög hall- ærislegri ástæðu að eigin sögn, en hún hefur verið vegan í átta ár. „Á þeim tíma sem ég gerðist vegan var í tísku að fara á raw-vegan megr- unarkúr. En ég hélt bara áfram að vera vegan fyrir dýrin. Ég gat bara ekki réttlætt það lengur að borga öðrum fyrir að drepa dýr, bara svo ég gæti haldið í mínar matar- hefðir.“ Á aðventunni finnst henni mikilvægt að borða yfir sig af mandarínum og drekka með heitt kakó. „Í jólamatinn hef ég síðustu ár haft vegan wellington í nokkrum mismunandi útgáfum. Oumph! wellingtonið frá okkur í Jömm, sem er alltaf klassík, fæst frosið í flestum matvöruverslunum. Og þegar nær dregur jólum kemur í valdar verslanir nýtt vegan Böff Welling- ton sem er fyllt með sveppa paté Tvær freistandi vegan kökur Rósa María Hansen gleðistjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Vegan frönsk súkkulaðikaka. Jólaleg „skyr“-kaka hæfir á hvaða veisluborð sem er. og reyktu kjötlíki sem gefur dauðu dýrunum ekkert eftir.“ Rósa María gefur hér lesendum uppskriftir að vegan franskri súkkulaðiköku og jólalegri „skyr“- köku. Vegan frönsk súkkulaðikaka Þessi uppskrift er frábær fyrir þau sem elska súkkulaði og hafa smá þolinmæði í eldhúsinu. Aquafaba, eða kjúklingabauna- soð, er fullkominn staðgengill fyrir eggjahvítur, en það getur tekið tíma að ná fullkomnun. Ef kakan er ekki fullkomin í fyrstu tilraun, ekki gefast upp. Hún mun samt bragðast vel í skál með vegan rjóma eða ís. 2 dl aquafaba 2-3 msk. eggjastaðgengill 3 dl sykur 200 g suðusúkkulaði 150 g vegan smjör 2 dl hveiti Krem 50 g vegan smjör 100 g suðusúkkulaði 4 msk. síróp Byrjið á að þeyta aquafaba (kjúkl- ingabaunasoð) og bætið sykrinum rólega út í. Þeytið í 20-30 mín. eða þar til blandan er orðin stíf. Bræðið næst suðusúkkulaðið og smjörið saman. Kælið blönduna og blandið rólega út í aquafaba- og sykur- þeytinginn. Næst má sigta hveitið og eggjaduftið út í og hræra rólega. Setjið tilbúna deigið í vel smurt form og bakið við 170 gráður í 30-40 mínútur. Á meðan kakan kólnar gerum við kremið. Bræðið saman smjör, súkkulaði og síróp. Kælið og hellið yfir kökuna. Kakan er best eftir nokkra tíma í kæli en hana má að sjálfsögðu borða strax. Jólaleg „skyr“-kaka Þessi kaka er fullkomin fyrir þau sem ekki nenna að baka. Kakan þarf ekki að fara í ofn heldur dugar að kæla hana aðeins niður. Hægt er að útbúa hana bæði í formi eða beint í krukkur eða skálar. 200 g piparkökur 100 g vegan smjör 1 dolla Abbot Greek Style natural jógúrt 200 ml þeyttur vegan rjómi 50 g sykur 4-5 mandarínur 3 tsk. vegset (vegan gelatín) Bræðið smjörið. Myljið pipar- kökurnar og blandið út í smjörið. Þjappið blöndunni í botn á kökuformi. Best er að nota form með lausum botni. Þeytið næst rjómann. Í blandara fer jógúrtin, mandarínur, sykur og vegset. Hrærið blönduna saman við rjóm- ann og hellið ofan á piparköku- botninn. Kakan er best geymd í kæli yfir nótt en má borða um leið ef óþolinmæðin er of mikil. ■ Vatnsheldir úr gæðaleðri Kringlunni, sími 533 2290, www.timberland.is Í JÓLAPAKKANN Stattu traustum fótum með Timberland 19. nóvember 2021 jól 2021 22 fréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.