Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 114

Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 114
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Jólamarkaðurinn í Heið- mörk er árlegur viðburður á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur. Risastórt jólatré prýðir torgið við Elliðavatnsbæinn og árlega er fenginn hönnuður til að hanna skraut á tréð. Védís Jónsdóttir hannar jóla- skrautið í ár úr ónýtum lopa- peysum. Védís er þekktur hönn- uður innan prjónaheimsins, en hún hannar liti, værðarvoðir og prjónauppskriftir hjá Ístex. Þegar haft var samband við hana frá Skógræktarfélaginu og hún beðin að hanna skrautið á tréð, var hún að keppast við að klára nýjustu prjónabókina sína, sem er gefin út í tilefni af 30 ára afmæli Ístex. Þess vegna komu lopapeysur fyrst upp í hugann þegar hún fékk símtalið. „Þar sem ég hef verið að vinna í ullariðnaðinum í fjöldamörg ár, þá er það hráefnið sem ég vil vinna með. Ég sá ekki fram á að ég hefði tíma til að prjóna neitt nýtt og svo fannst mér ekki rétt að taka band sem hægt er að nýta í nýja flík og nota í þetta. Þá datt mér í hug að nýta flíkur sem eru búnar að þjóna sínum tilgangi, eru göt- óttar eða hafa lent í einhverju slysi eins og að fá málningu á sig eða eitthvað slíkt,“ útskýrir Védís. Lopapeysurnar sem Védís notar í skrautið hefur hún fengið hjá fataflokkun Rauða krossins. Þar starfa sjálfboðaliðar við að flokka og gera við peysur en þær sem Védís notar hafa verið dæmdar ónýtar og óseljanlegar. „Ég á pínu erfitt með að klippa peysurnar þó þær séu götóttar og ónýtar. Maður hugsar bara um alla vinnuna sem er búin að fara í hverja lykkju. En engu að síður þá vona ég að skrautið gleðji og verði fallegt. Þær hjá Rauða krossinum reyna að gera við allar peysur sem þær geta og þessar peysur sem ég er með hafa alveg réttilega verið dæmdar ónýtar,“ segir hún. Hannar jólaskraut úr ónýtum lopapeysum Védís Jónsdóttir hannar jólaskraut á jólatréð við jólamarkað Skógrækt- arfélags Reykjavíkur í Heiðmörk.Védís hefur meðal annars klippt veifur úr peysunum til að hengja á tréð. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Jólaskraut úr ull er umhverfisvænt og lítið mál að endurnýta eftir jól. Frá jólamarkaðnum 2020. Jólamarkaðurinn 2021 opnar 27. nóvember og þá verður tréð afhjúpað. Markaðurinn verður svo opinn allar aðventuhelgarnar. Skraut sem má endurnýta Védís hefur búið til alls konar skraut úr ullarpeysunum, meðal annars lopaenglakjóla, veifur, sokka og kúlur. „Ég vona svo að það verði hægt að endurnýta þetta skraut áfram því það fellur vel að náttúrunni. Ef ekki þá er hægt að nýta það sem undirlag á göngustíga. Ullina sem ég næ ekki að nýta er hægt að tæta og endur- vinna, því þetta er 100% ull, það er engu blandað við hana. Ullin er góð til endurvinnslu,“ segir hún. „Þegar ég var beðin um þetta verkefni þá hugsaði ég til skála- varðar sem ég hafði heyrt af á hálendinu. Hann var að hugsa um að hæla slitnu lopapeysuna sína niður yfir rofabarð. Þannig að ég hugsaði, kannski á skrautið mitt eftir að nýtast í landvernd eða kannski á einhver eftir að planta birkiplöntu í eina veifuna.“ Védís bætir við að sér finnist spennandi að sjá hvernig náttúru- öflin muni fara með skrautið. „Þetta er auðvitað mjög stórt tré. En ef skrautið fýkur af því þá mun það allavega ekki valda neinum skaða, þetta er mjög náttúruvænt efni,“ segir hún. Tréð opinberað í næstu viku Jólamarkaðurinn í Heiðmörk verður opnaður 27. nóvember og þá verður jólatréð opinberað. Védís er langt komin með að búa til skrautið. „Ég er búin að vera að sníða þetta niður og sauma. Það þarf að sauma jaðrana svo þetta rakni ekki upp og sauma veifurnar á snúru svo hægt sé að vefja þær í kringum tréð,“ segir Védís og upplýsir að þetta sé í fyrsta sinn sem hún býr til jólatrésskraut úr ull. „Mitt jólatré er mjög litríkt og persónulegt. Það er fullt af minn- ingum frá því ég bjó í New York og Róm og frá því börnin mín voru lítil. Ég er meðal annars með pínulitlar prjónaðar peysur sem systir mín gaf mér sem jólaskraut og mér þykir vænt um þær. Þannig að ég hef haft prjónað jólaskraut á jólatré áður, en ég hef ekki búið það til,“ segir hún. „Ég hef líka hannað jóladúka úr ull en þeir eru í nýjustu prjónabókinni minni. Það er jóladúkur til að hafa undir jólatré, ég hef líka hannað jóla- tréspils til að setja utan um fótinn á jólatrénu og ég hef gert jólapeysu á hunda og fólk, ég hef hannað ýmis- legt sem tengist jólunum en ekki jólatrésskraut. En hver veit nema ég haldi því áfram. Það rímar allavega vel við náttúruna að búa til jóla- skraut úr ull.“ Védís hvetur fólk til að gera sér ferð í Heiðmörk og berja tréð augum. „Það ætti að vera öllum að meinalausu að labba úti í nátt- úrunni og skoða tréð í hæfilegri fjarlægð frá öðrum.“ n Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 19. nóvember 2021 jól 2021 94 fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.