Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 24
Jólin í ár verða þau níundu í röð sem Elvar Már Frið- riksson, landsliðsmaður í körfubolta, ver erlendis. Í ár verða jólin belgísk og verður fjölmennt á heimili fjöl- skyldunnar þessi jólin. starri@frettabladid.is Elvar Már Friðriksson, landsliðs- maður í körfubolta, og eiginkona hans, Ína María Einarsdóttir ljós- myndari, hafa varið sjö af síðustu átta jólum saman erlendis þar sem Elvar hefur leikið sem atvinnu- maður í Frakklandi, Svíþjóð og Litáen. Í sumar gekk hann í raðir Antwerp Gi ants í Belg íu sem spilar í BNX-deild inni sem er sam eig in- leg efsta deild Belg íu og Hol lands. Jólin í ár verða því fyrstu belgísku jól fjölskyldunnar en þau eiga soninn Erik Marel sem er tveggja ára. „Fjölskylda mín kemur hingað um jólin og ætlar að halda jólin með okkur hérna í Antwerpen,“ segir Elvar um þessi níundu jól sín í röð fjarri heimahögunum. „Við verðum níu saman hérna yfir öll jólin svo þau munu koma með alls konar íslenskt góðgæti með sér. Það má því segja að þetta verði nokkuð hefðbundin íslensk jól. Við hlökkum mikið til þar sem við höfum ekki haldið hefðbundin jól saman síðustu tvö ár,“ bætir Ína við en hún og sonur þeirra dvöldu á Íslandi síðustu jól meðan Elvar var í Litáen. Burger King á aðfangadag Elvar og Ína segja það hafa verið erfitt að búa til hefðir yfir jólin þar sem þau hafi búið erlendis síðast- liðin átta ár og engin jól því verið eins hjá þeim. „Það má segja að jólin hafi verið allt frá því að borða Burger King í hádeginu á aðfanga- dag, fyrsta árið okkar úti, fá fjöl- skylduna út til Bandaríkjanna og halda jólin á ströndinni með þeim önnur ár og yfir í það að vera á tveimur æfingum á aðfangadag og jóladag og halda jólin sitt í hvoru lagi eins og í fyrra. Svo engin jól hafa verið eins hjá okkur en núna stefnum við á búa til okkar hefðir.“ Blendnar tilfinningar Þótt það sé gaman að upplifa jól í ólíkum löndum fylgja því eðlilega blendnar tilfinningar að vera ekki heima á Íslandi um jólin. „Það kemur auðvitað smá söknuður yfir þennan tíma þar sem við bæði ólumst upp við að fara í jólaboð til ættingja og vera mikið í kringum fjölskylduna á þessum tíma. Þessi þáttur er klárlega sá sem við söknum mest við það að halda jólin fjarri fjölskyldum okkar. En við erum ekki til- neydd til þess að búa erlendis svo við gerum það besta úr þeim aðstæðum sem við erum í á hverju ári. Það hafa líka skapast margar skemmtilegar minningar við það að halda jól sem eru ekki hefðbundin.“ Amerísk jól eitt árið Þar sem fjölskyldur beggja hafa verið duglegar að heimsækja þau yfir hátíðirnar undanfarin ár koma þær gjarnan með hamborgarhrygg og hangikjöt með sér að heiman og fleira góðgæti sem tilheyrir jólunum. „Við höfum líka prófað alls konar nýtt. Í Svíþjóð áttum við heima við hlið Bandaríkja- manna sem eru mjög góðir vinir okkar. Þá héldum við amerísk jól þar sem við elduðum mat á jóladag sem var meira eftir bandarískum sið en elduðum ekkert sérstakt á aðfangadag. Svo við höfum alltaf tekið þessu með opnum huga og prófað eitthvað nýtt ásamt því að halda í íslensku hefðirnar þegar fjölskyldan kemur til okkar.“ Jólaævintýri fram undan Þau segjast bæði eiga eftir að kynna sér betur belgíska jólasiði en munu vafalaust gera það jafnt og þétt á aðventunni meðan þau upplifa jólastemninguna þar. „En okkur langar til dæmis að skoða jólaþorp hér í Belgíu, keyra yfir til Hollands og skoða okkur betur um þar og einnig í Köln í Þýskalandi þar sem má finna eitt stórt jólaþorp. Svo það er það sem okkur langar svona helst að gera yfir jólin, að skoða jólaskreytingar og jólasiði í löndum í kringum okkur.“ ■ Allt frá Burger King til jóla á ströndinni Ína María Einarsdóttir og Elvar Már Friðriksson hafa varið stórum hluta síðustu jóla erlendis í nokkrum löndum. Í ár verða jólin í Belgíu. MYND/AÐSEND Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakort í næsta útibúi eða á landsbankinn.is. LANDSBANKINN. IS Gjafakort Landsbankans 19. nóvember 2021 jól 2021 4 fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.