Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 24
Jólin í ár verða þau níundu
í röð sem Elvar Már Frið-
riksson, landsliðsmaður í
körfubolta, ver erlendis. Í ár
verða jólin belgísk og verður
fjölmennt á heimili fjöl-
skyldunnar þessi jólin.
starri@frettabladid.is
Elvar Már Friðriksson, landsliðs-
maður í körfubolta, og eiginkona
hans, Ína María Einarsdóttir ljós-
myndari, hafa varið sjö af síðustu
átta jólum saman erlendis þar sem
Elvar hefur leikið sem atvinnu-
maður í Frakklandi, Svíþjóð og
Litáen. Í sumar gekk hann í raðir
Antwerp Gi ants í Belg íu sem spilar
í BNX-deild inni sem er sam eig in-
leg efsta deild Belg íu og Hol lands.
Jólin í ár verða því fyrstu belgísku
jól fjölskyldunnar en þau eiga
soninn Erik Marel sem er tveggja
ára.
„Fjölskylda mín kemur hingað
um jólin og ætlar að halda jólin
með okkur hérna í Antwerpen,“
segir Elvar um þessi níundu jól sín
í röð fjarri heimahögunum. „Við
verðum níu saman hérna yfir öll
jólin svo þau munu koma með alls
konar íslenskt góðgæti með sér.
Það má því segja að þetta verði
nokkuð hefðbundin íslensk jól.
Við hlökkum mikið til þar sem við
höfum ekki haldið hefðbundin jól
saman síðustu tvö ár,“ bætir Ína
við en hún og sonur þeirra dvöldu
á Íslandi síðustu jól meðan Elvar
var í Litáen.
Burger King á aðfangadag
Elvar og Ína segja það hafa verið
erfitt að búa til hefðir yfir jólin þar
sem þau hafi búið erlendis síðast-
liðin átta ár og engin jól því verið
eins hjá þeim. „Það má segja að
jólin hafi verið allt frá því að borða
Burger King í hádeginu á aðfanga-
dag, fyrsta árið okkar úti, fá fjöl-
skylduna út til Bandaríkjanna og
halda jólin á ströndinni með þeim
önnur ár og yfir í það að vera á
tveimur æfingum á aðfangadag og
jóladag og halda jólin sitt í hvoru
lagi eins og í fyrra. Svo engin jól
hafa verið eins hjá okkur en núna
stefnum við á búa til okkar hefðir.“
Blendnar tilfinningar
Þótt það sé gaman að upplifa jól í
ólíkum löndum fylgja því eðlilega
blendnar tilfinningar að vera ekki
heima á Íslandi um jólin. „Það
kemur auðvitað smá söknuður
yfir þennan tíma þar sem við bæði
ólumst upp við að fara í jólaboð til
ættingja og vera mikið í kringum
fjölskylduna á þessum
tíma. Þessi þáttur
er klárlega sá sem
við söknum
mest við það
að halda
jólin fjarri
fjölskyldum
okkar. En við
erum ekki til-
neydd til þess að
búa erlendis svo
við gerum það besta úr
þeim aðstæðum sem við erum í
á hverju ári. Það hafa líka skapast
margar skemmtilegar minningar
við það að halda jól sem eru ekki
hefðbundin.“
Amerísk jól eitt árið
Þar sem fjölskyldur beggja hafa
verið duglegar að heimsækja þau
yfir hátíðirnar undanfarin ár koma
þær gjarnan með hamborgarhrygg
og hangikjöt með sér að heiman
og fleira góðgæti sem tilheyrir
jólunum. „Við höfum líka prófað
alls konar nýtt. Í Svíþjóð áttum
við heima við hlið Bandaríkja-
manna sem eru mjög góðir vinir
okkar. Þá héldum við amerísk jól
þar sem við elduðum mat á jóladag
sem var meira eftir bandarískum
sið en elduðum ekkert sérstakt á
aðfangadag. Svo við höfum alltaf
tekið þessu með opnum huga og
prófað eitthvað nýtt ásamt því að
halda í íslensku hefðirnar þegar
fjölskyldan kemur til okkar.“
Jólaævintýri fram undan
Þau segjast bæði eiga eftir að kynna
sér betur belgíska jólasiði en munu
vafalaust gera það jafnt og þétt á
aðventunni meðan þau upplifa
jólastemninguna þar. „En okkur
langar til dæmis að skoða jólaþorp
hér í Belgíu, keyra yfir til Hollands
og skoða okkur betur um þar og
einnig í Köln í Þýskalandi þar sem
má finna eitt stórt jólaþorp. Svo
það er það sem okkur langar svona
helst að gera yfir jólin, að skoða
jólaskreytingar og jólasiði í löndum
í kringum okkur.“ ■
Allt frá Burger King til jóla á ströndinni
Ína María Einarsdóttir og Elvar Már Friðriksson hafa varið stórum hluta
síðustu jóla erlendis í nokkrum löndum. Í ár verða jólin í Belgíu. MYND/AÐSEND
Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál
að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina
og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakort
í næsta útibúi eða á landsbankinn.is.
LANDSBANKINN. IS
Gjafakort
Landsbankans
19. nóvember 2021 jól 2021 4 fréttablaðið