Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 84
Það getur stundum verið
flókið að finna út hvað eigi
að hafa sem meðlæti með
hátíðarmatnum. Hér eru
uppskriftir sem vonandi
geta hjálpað. Gratíneraðar
kartöflur, spergilkálssalat og
strengjabaunir með hnetum.
elin@frettabladid.is
Gratíneraðar kartöflur eru mjög
góðar með veislumat. Flestum
finnst rétturinn góður og hann
getur líka litið fallega út. Kartöfl-
urnar mega ekki vera of þurrar og
þær eiga heldur ekki að drukkna í
rjómanum.
Gratíneraðar kartöflur
2 hvítaluksrif
1 meðalstór skallottlaukur
500 ml rjómi
1 tsk. Maldon salt
½ tsk. nýmalaður pipar
1 msk. ferskt timían
1 kg kartöflur, þvegnar
100 g rifinn ostur
Hitið ofninn á 200°C. Veljið eldfast
mót sem tekur minnst 2 lítra.
Skerið smátt niður lauk og hvít-
lauk. Setjið rjóma, hvítlauk, lauk,
salt, pipar og timían saman við.
Hitið upp og látið malla við vægan
hita í 10-15 mínútur. Notið töfra-
sprota og maukið.
Skerið kartöflurnar í þunnar
sneiðar. Gott er að nota mand-
ólín við skurðinn ef slíkt tæki er
til á heimilinu. Munið að passa
fingurna þegar mandólin er notað.
Raðið kartöflunum upp á rönd í
formið. Hellið rjómablöndunni
yfir. Setjið álpappír yfir formið og
bakið í 30-40 mínútur eða þangað
til kartöflurnar eru orðnar mjúkar.
Dreifið ostinum yfir og bakið
áfram án álpappírs þar til osturinn
er orðinn fallega gylltur.
Spergilkálssalat
Spergilkál er ekki einungis ofur-
fæða heldur er það mjög bragð-
gott. Það er hægt að gera alls
kyns útgáfur af þessu salati, til
dæmis setja vínber í það, epla- eða
beikonbita. Um að gera að láta
hugmyndflugið ráða ferðinni. En
hér er ein útgáfa sem er mjög góð.
Það eru kjúklingabaunir í salatinu
en þeim má skipta út fyrir eitthvað
annað.
1 meðalstórt spergilkál
½ rauðlaukur, smátt skorinn
1 agúrka, smátt skorin
100 g þurrkuð trönuber
2 dósir kjúklingabaunir
1 msk. ólífuolía
1 tsk. sjávarsalt
1 msk. hunang
Dressing
Safi úr hálfri sítrónu
1 tsk. dijon-sinnep
1 tsk. hunang
3-4 msk. góð ólífuolía
Smávegis salt
Hitið ofninn í 200°C. Hellið
leginum af baununum og skolið
þær upp úr köldu vatni. Setjið
baunirnar á bökunarplötu og
bakið í 30 mínútur. Hrærið saman
ólífuolíu, salti og hunangi og hellið
yfir baunirnar. Veltið þeim upp úr
leginum. Setjið aftur í ofninn og
bakið í 10 mínútur í viðbót.
Á meðan baunirnar eru í
ofninum er salatið útbúið. Skerið
spergilkálið niður og setjið í mat-
vinnsluvél og hakkið smástund.
Setjið í skál. Skerið agúrku og lauk.
Blandið saman ásamt trönuberj-
unum.
Útbúið dressinguna. Hrærið
saman sítrónusafa, hunangi og
sinnepi. Bætið olíu við á meðan
hrært er þannig að blandan þykkni.
Bragðbætið með salti. Bætið
hunangi við ef þið viljið hafa dress-
inguna sætari. Hellið yfir salatið
og blandið allt vel saman. Skreytið
með kjúklingabaunum og setjið
restina í skál sem höfð er til hliðar.
Baunir með heslihnetum
400 g strengjabaunir
Olía til steikingar
50 g smátt skornar heslihnetur
1-2 hvítlauksrif, rifin
1-2 msk. smjör
½ sítróna
Skolið baunirnar og steikið þær í
olíu. Steikið í 4-5 mínútur. Setjið
hvítlauk, hnetur og smjör út á
pönnuna og blandið öllu saman.
Lækkið hitann svo hvítlaukurinn
brenni ekki. Í lokin er safi úr hálfri
sítrónu kreistur yfir og saltað. ■
Meðlæti á veisluborðið
Gratíneraðar kartöflur eru algjör veislumatur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Sperkilkál er mikið lostæti og hentar
vel í salat með ýmsu góðgæti.
Strengjabaunir með hnetum er
skemmtilega öðruvísi réttur.
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
MIYABI FRÁ ZWILLING
VANDAÐIR JAPANSKIR HNÍFAR
Fullkomin blanda af japönsku handverki og þýskum áreiðanleika.
19. nóvember 2021 jól 2021 64 fréttablaðið