Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 112
Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria @frettabladid.is Bjarmi Fannar Irmuson er menntaður og starfandi vöruhönnuður. Undan- farið hefur hann búið til umhverfisvæna hurða- og aðventukransa úr náttúru- legum efniviði og niður- brjótanlegum hráefnum. Bjarmi fór í nám í blómaskreyt- ingum og segir námið hafa víkkað út hönnunarsjáaldur sitt til muna. „Ég starfa sem vöruhönnuður og er nú að tvinna þessu tvennu saman. Blandan býður upp á endalausa möguleika. Ég vil samt frekar kalla mig blómabæti en blómaskreyti.“ Ertu kominn í jólaskapið? „Ég er að gíra mig upp. Ég byrjaði fyrr á árinu að safna að mér efni- viði fyrir jólakransagerðina og vinn núna í því að setja saman kransa og skreytingar fyrir jólin. Ég er kominn með þónokkrar pantanir svo það er því ekki úr vegi að byrja snemma.“ Ertu mikið jólabarn? „Ég var það þegar ég var yngri, en það fjaraði smám saman út eftir því sem ég eltist. Eftir að ég færði mig inn í plöntu- og blómaheim- inn er jólagleðin að vakna aftur til lífsins. Ég kem mér í gírinn þegar ég byrja að handfjatla efniviðinn og finn lyktina, þá síast jólastemn- ingin inn í gegnum skynfærin.“ Nýtir gjafir náttúrunnar „Vilji maður nýta náttúruna í jóla- skreytingarnar er best að huga að því strax að vori. Ég byrjaði síðasta vor að safna mér efniviði; stráum, melgresi og fleiru til að þurrka. Síðustu vikur hef ég svo sankað að mér könglum, mosa, lyngi og greinum. Það er líka sniðugt að setja plöntur niður að vori sem þurrkast fallega og nýtast í skreytingar að hausti eða fyrir jólin. Uppáhaldið mitt er alpaþyrnir, en blómið þurrkast mjög skemmtilega og heldur sér vel. Náttúran býr yfir Stemningin síast inn í gegnum skynfærin Bjarmi Fannar býr til jólaskraut og aðventukransa úr náttúrulegum og niðurbrjótanlegum hráefnum. Bjarmi notar greinar, hreindýra- mosa, lyng og fleira í kransagerðina. Hann einskorðar sig við bönd og borða úr niðurbrjótanlegum efnum. Það er einfalt að bæta kertum í skreytingarnar. Mandarínan sómir sér vel á þessum aðventu kransi. Fréttablaðið/ Sigtryggur ari Könglar og mandarínur eru fallegar á jólaborðinu. Servíettuhring- urinn er úr Sn50 línunni. miklum sjarma og gefur okkur ótrúlegar gjafir. Við þurfum bara að opna augun. Núna er fínn tími til að safna hreindýramosa. Svo get ég enn farið út og týnt lyng í kransagerðina og það kemur rosa- lega vel út í krönsunum. Það eru jafnvel enn þá ber á því. Svo bara þorna þau og verða að rúsínum,“ segir Bjarmi og hlær. Hann bætir við að það sé allaf góð hugmynd að skola allt úr náttúrunni með sjóðandi vatni, „svo maður sé ekki að fá einhverja óboðna gesti í jólasteikina.“ Hann minnir líka á að þurrkaðar plöntur eru tilvalinn eldmatur og því er mikilvægt að passa að skrautið sé ekki of nálægt lifandi kertaloga. Jólin eiga sinn tímabundna líf- tíma rétt eins og blómin Bjarmi er fagurkeri og finnst æðis- legt að hafa fallegt í kringum mig. Á heimilinu segir hann þó ekki mikið til af jólaskrauti. „Það er til einn kassi með jóladóti sem okkur Bjarna þykir vænt um. Mest munir úr barnæsku og skraut sem maður fékk í skóinn sem krakki. Jólin kalla á að hafa jólalegt í kringum sig en það þarf ekki endilega að skreyta með hlutum. Það má líka skreyta með stemningu. Eitthvað sem maður skynjar með augum, eyrum, munni og nefi. Ég nýti ljós, kerti, lykt og tónlist til að gera jólalegt. Svo bý ég til skreytingar úr lifandi plöntum, greinum og blóm- um fyrir jólin. Jólin eru svo stuttur tími og því má jólaskrautið alveg vera lifandi. Líkt og plönturnar eiga jólin sitt lífsskeið. Svo eru þau búin. Jólin þurfa ekki að safna ryki á milli ára í geymslunni.“ Plastið yfir gröfum ástvina okkar „Eitt af mínum grunngildum sem hönnuður og manneskja, er að sýna samfélagslega ábyrgð og að hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Mér finnst mikilvægt að huga að umhverfinu í vali á jólaskrauti og spyr sjálfan mig spurninga áður en ég set eitthvað í innkaupa- körfuna. Hvaðan kemur varan? Hver framleiðir hana? Hvert er umhverfissporið? Getur hún gegnt fleira en einu hlutverki heima hjá mér? Hver er ending vörunnar og hvar endar hún að notkun lokinni? Þetta skiptir allt máli. Ég hef það fyrir reglu og áskorun að vinna vörur og skreytingar úr umhverfisvænum efnum. Því meira íslenskt, því betra. Ég nota aldrei plast, vír eða skaðleg efni. Kransarnir mínir eru 100% niður- brjótanlegir, fyrir utan kertahald- ara, sem eru endurnýtanlegir. Ég er að prufa mig áfram með að nota matarglimmer í staðinn fyrir hefðbundið glimmer, sem er náttúrulega ekkert annað en míkróplast og hrikalegt fyrir umhverfið. Svo er ég að prófa að nota gervisnjó úr sterkju, sem er niðurbrjótanlegur og laus við plast. Ég nota engin flókin textílefni og skipti tauborðum út fyrir náttúru- legt band og borða úr jurtaefnum. Í stað þess að nota gerviepli eða plastmandarínur, af hverju ekki að nota bara alvöru epli og manda- rínur? Ég er svo búinn að safna fullt af fræjum úr könglatínslunni og sé fram á að gróðursetja þau til að jafna kolefnissporið. Eitt sem ég er mjög á móti í blómaskreytingaheiminum er blómamassinn. Þetta er algert eitur. Þú andar þessu að þér við að vinna þetta og svo fer þetta út í vistkerfið þegar fólk bleytir þetta í vaskinum. Þetta er mesti plastvið- bjóður sem þú getur hugsað þér og brotnar ekki niður í náttúrunni. Sama með blómavírinn. Hann er alger óþarfi og brotnar ekki niður nema á mjög löngum tíma. Hugs- aðu þér alla leiðiskransana sem hafa farið niður með kistunum. Allar þessar plastslaufur og borðar. Kransarnir eru vafðir með alls konar plastefnum og undirlagi úr plasti. Þetta er allt enn þá þarna. Ég nota heldur aldrei sellófan, sem er náttúrulega bara plast. Sama með plastglimmer.“ Hefur þú alltaf verið blómabarn? „Plönturnar hafa verið í umhverfinu mínu allt frá barn- æsku, en það má segja að ég hafi ekki fengið delluna fyrr en ég flutti að heiman. Núna er ég haldinn krónískri plöntusýki og á hundruð pottaplantna heima hjá mér. Eftir að ég byrjaði í blómaskreytinga- náminu opnuðust augu mín fyrir blómunum og ég er byrjaður að kafa dýpra í blómahafið.“ Hvaða blóm heilla yfir jólahátíð- irnar? „Blómin eru alltaf geysivinsæl um hver jól og hafa stimplað sig fast inn í jólahefðir margra Íslendinga. Ég skipti jólaplöntum í þrjá flokka. Það eru pottaplönturnar eins og riddarastjarnan, hýasintan og jólastjarnan. Í öðru lagi eru það afskorin blóm. Þar eru túlípanarnir orðnir alger klassík. Í þriðja lagi eru það greinar, þá aðkeyptar eins og tröllatré (eucalyptus) og ílex með rauðu berjunum eða bara klipptar af furunni eða birkinu úti í garði. Íslendingar vilja og þurfa að ljós- tillífa yfir hátíðirnar og plönturnar gleðja og bæta. Við erum að sigla inn í dimmasta tíma vetrarins og það er ekki spurning að plönturnar eru kærkomin gleðigjöf sem frískar upp á skammdegisgrámann. Þannig styðjum við líka við bakið á íslenskum blómabændum.“ Sn50 Bjarmi hannar líka forkunnar- fagra servíettuhringi úr tini í samstarfi við Kristínu Soffíu undir nafninu Stundum Studio. „Við endurnýtum tin úr gömlum munum. Nytjamarkaðarnir eru stútfullir af munum úr tini. Myndarammar, könnur, bikarar, glös, kertastjakar og f leira. Serví- ettuhringirnir eru fyrsta línan úr tinlínunni okkar, Sn50, sem er nafn tins í lotukerfinu. Málminn mótum við að japanskri forskrift og er hver servíettuhringur ein- stakur.“ Servíettuhringirnir fást í Mikado Reykjavík, að Hverfisgötu 55. ■ Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Kjóll kr. 9.400.- Str. S-XXL 19. nóvember 2021 jól 2021 92 fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.