Strandapósturinn - 01.06.1980, Qupperneq 19
anum leyfir skulu einnig unglingar úr öðrum hreppum frá inn-
töku á skólann . —
Það er skilyrði fyrir inntöku í skólann, að nemendurnir séu
nokkurn veginn læsir, og sanni þeir það, með vottorði hlutað-
eigandi sóknarprests. Þeir skulu og hafa lært barnalærdóminn
(Kverið) eða læra hann utan skóla. —
5. grein
Skólatíminn skal vera 6 mánuðir á ári, frá 1. nóvember til 30.
apríl ár hvert.
Enginn nemandi má vera skemur en 3 mánuði á skólanum í
einu, og ekki fara af honum nema í lok janúar eða aprílmánaðar.
6. grein
Þessar skulu vera námsgreinar á skólanum. Skrift, réttritun,
ásamt islenskri málfræði, reikningur, náttúrufræði, landafræði,
lestrar æfingar, söngur og fyrir ófermda unglinga kristindóms-
fræðsla, ennfremur skal kenna hinum þroskaðri nemendum
dönsku og mannkynssögu. —
7. grein
Yfir nemendur skólans skal halda opinbert próf tvisvar á ári í
lok janúar og apríl. Við prófið skulu vera tveir prófdómendur, er
skólastjórnin kýs. —
Þessar einkunnir skulu gefnar við prófið:
6 ágætlega, 5% ágætl-dáv., 5lÁ dáv.-ágætl., 5 dável, 42A dáv.-vel,
4‘/3 vel-dáv., 4 vel, 3% vel-lakl., 3xh lakl.-vel, 3 laklega, 2% lakl,-
illa, 2'/3 illa-lakl., 2 illa, 1% illa-afarilla, H/3 afarilla-illa, 1 afarilla.
Að loknu prófi skal nemendum raðað eftir einkunnum þeim,
er þeir hljóta við prófið. Auk þess skal nemendum raðað við lok
hvers mánaðar, eftir þeim daglegu einkunnum, er þeir hljóta yfir
mánuðinn. —
8. grein
Skólanum skal fylgja bók í arkarbroti, er ritaðar séu í allar
17