Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 24
Magndís Anna Aradóttir:
Frá
Drangsnesi
Heiðraði Strandapóstur!
Mig langar að hripa nokkrar minningar frá Drangsnesi, þar
sem ég bjó í 36 ár, og hugurinn leitar þá fyrst til tengdaföður
míns Jóns Jónssonar, sem fæddur var í Tumakoti á Vatnsleysu-
strönd. Hann hafði fengið þá menntun að hann gat stundað
barnakennslu, sem þá var kölluð farkennsla, því kennarinn varð
að ganga á milli bæja. Móðir mín sagði mér frá Jóni kennara, en
svo var hann jafnan nefndur, og um tilhögun hans við kennsl-
una. Hann gekk vel eftir því að börnin lærðu það sem sett var
fyrir. Hafði sjálfur mjög fallega rithönd og mátti síðar sjá það á
rithönd margra af hans nemendum. Einnig var hann mjög
mússikkelskur og var það venja hans, að loknu dagsverki að
setjast niður með langspilið sitt, með börnin í kringum sig og
aðra heimamenn og syngja og kenna lög og þá fyrst voru lögin
sungin rétt. Hann hafði lært að spila á orgel, en ekki haft ráð á að
eignast það. Margir af hans afkomendum hafa í sér músikgáfu,
enda nafnkunnir musikmenn í ætt hans. Hann átti systur á Felli
í Kollafirði sem hét Guðríður, en dóttir hennar Lovísa var gift
séra Amóri Ámasyni sem bjó á Felli, sem þá var prestsetur. Frú
22