Strandapósturinn - 01.06.1980, Blaðsíða 28
En þessi litla undirstaða i orgelleik nægði honum til þess að vera
kirkjuorganisti í Kaldrananeshrepp meðan hann bjó þar eða til
ársins 1956. Auk þess æfði hann oft söng fyrir hin ýmsu tækifæri.
Árið 1919 kom ég að Drangsnesi og við Jón Pétur giftum okkur
16. ágúst sama ár. Bjuggum við fyrstu tvö árin í gamla bænum
og eldaði ég í hlóðum eða á prímus við erfiðar aðstæður og
mundu fáar ungu konurnar í dag sætta sig við slíkt. En bóndi
minn fór fljótlega að afla efnis í hús, sem hann lét byggja,
timburhús, járnvarið og stendur það enn. Þegar tengdaforeldrar
mínir fluttu til Akureyrar til dætra sinna, var gamli bærinn
rifinn.
Á næstu árum fór svo að fjölga í kringum okkur, nokkur hús
voru byggð, og fólkinu fjölgaði. Þá þurfti að hugsa fyrir barna-
kennslu og lánuðum við stofur í húsi okkar í 4 vetur til að kenna
í, einnig fyrir heimavist í kjallara, því of langt var fyrir börn
innan af Strönd til að ganga í skóla. Eftir það var komið upp litlu
samkomuhúsi og var það bæði notað til skemmtanahalds og
skólakennslu. Húsið fékk nafnið Baldur og komst upp með
samskotafé og fyrir tilstilli ungmennafélagsins. Þar var oft glatt á
hjalla, æfðir sjónleikir t.d. ævintýri á gönguför“, „Tengda-
mamma“, „Grái frakkinn“ o.fl. Var þetta kærkomin tilbreyting í
tilbreytingarleysinu.
Með vaxandi kröfum og fjölgun í plássinu varð þetta litla hús
ekki næganlegt fyrir skóla og svo var engin kirkja á staðnum. Þeir
Jón Pétur og Einar Sigvaldason voru þá í skólanefnd og lögðu í
það stóra átak að hefja byggingu barnaskóla, með kennaraíbúð
og kapellu í öðrum enda, og er það í fullu gildi enn í dag. Þetta
var stórt átak, fyrir svo fámennt byggðarlag, en með fádæma
dugnaði þeirra félaga og annarra góðra manna og kvenna tókst
það. Séra Ingólfur Ástmarsson var þá prestur á Stað og þjónaði
Kaldrananeshreppi. Hann fullyrti að ég gæti saumað altaris-
klæði í kapelluna, en ég kunni nú ekkert til þeirra verka. Fór ég
samt til Reykjavíkur að afla mér efnis, sem ekki var nú gott að fá.
Síra Ingólfur var mér hjálplegur að útvega skraut og annað sem
þurfti á hökul og altarisklæði. Hann var mjög ánægður með
verkið þegar búið var, og voru mér það nóg laun.
26