Strandapósturinn - 01.06.1980, Blaðsíða 42
þegar orðið ákveðið að tvær ljósmæður yrðu starfandi í hreppn-
um þar eð hann var stór og erfiður yfirferðar svo ofvaxið var
einni ljósmoður. Að námi loknu tók hún strax til starfa og gat sér
hinn besta orðstír. Haustið 1916 giftist hún unnusta sínum, Páli
Jóhannssyni Snæfeld, sem hún hafði kynnst um veturinn, ung-
um og efnilegum manni. Um skeið áttu þau heima í Reykjavík
(mun Betty hafa gegnt þar ljósmóðurstörfum), en komu svo
aftur og settust að á Kúvíkum. Carl F. Jensen gerði þá út vél-
bátinn „Andey“ á fisk- og hákarlaveiðar, og þar sem Páll var
sjómaður voru síst verri afkomumöguleikar þar en annars staðar.
Á þeim árum var síldarsöltun í Djúpuvík og féll þar til vinna sem
drýgði talsvert aðrar tekjur. Betty gerðist aftur starfandi ljós-
móðir, enda þó hún sjálf færi að eignast börn. Síðar fluttu þau að
öllu til Reykjavíkur, stundaði Páll þar af dugnaði sjóinn sem
stýrimaður. Ekki leið á löngu þar til Betty fór að kenna vanheislu
svo hún varð að fara á Vífilsstaðahæli. Vonin gaf byr undir báða
vængi að um stundarvist yrði að ræða, en mánuðirnir urðu að
mörgum, löngum árum, þar sem háð var barátta við óvin lífsins.
Þegar svona var komið tóku Ólafur og Elísabet börnin nema það
yngsta, Jósefínu Ragnhildi, sem ólst að öllu leyti upp hjá ágætu
fólki. Hin börnin þrjú ólust upp hjá afa sínum og ömmu eins og
fyrrer getið. Þau voru: Elísabet, Jóhann Snæfeld (nýlega látinn)
og Ólafur Bjarni. Sannaðist, að þar sem hjartarúm er þar er
húsrúm. Þau hjón voru er hér var komið nokkuð komið við aldur
og heilsa Elísabetar á veikum þræði. Efnalega höfðu þau aldrei
náð sér eftir veikindi Bjarna sonar þeirra, þó auðnaðist þeim að
leysa uppeldi barnabarnanna vel af hendi og má það teljast ærið
lífsstarf. Þá voru ekki barna-, örorku- né aðrar lífeyrisbætur sem
öllu eldra fólki er kunnugt um, en yngri kynslóðinni er óþekkt.
Gerðu þau hjón þó að öllu klárt fyrir sínum dyrum efnalega, en
skildu ekki eftir auð „er mölur og ryð fá grandað“.
Mér er Ólafur í minni, jafnan beinn í baki þótt á móti blési,
máske bráður í lund en átti svo hlýtt og viðkvæmt hjarta.
Gladdist með glöðum og hryggðist með hryggum á stund sorgar
og vonleysis. Snyrtimenni var hann í hvívetna og hagur á tré og
járn. Þó hann kæmi út úr smiðjunni frá störfum þar, sást lítt á