Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 44
hreint hjarta og hugsunarhátt, var aldrei beiskur, heldur sneri
öllu til betri vegar og því ekki vansæll. Við Jakob litla urðu
bráðlega nánari kynni. Þegar komið var á hesti, sem oftast var,
stóð þessi góði drengur á „plássinu“, reiðubúinn að sjá um far-
arskjótann á meðan staðið var við og trúmennskan brást aldrei.
Þannig liðu hans æskuár í þjónustu og starfi eftir því sem geta
leyfði.
Kreppuárin fóru ekki framhjá garði Ólafs og Elísabetar
fremur en annarra. Vorið 1934 var reist síldarverksmiðja á
Djúpuvík. Mátti þá segja að fjárhagur vænkaðist að mun hjá
þorra manna sem þar unnu og ýmsir reistu íbúðarhús á jörðum
sínum og einnig þeir er settust að á Djúpuvík. Hjá Ólafi jukust
umsvif þar sem hann var símstjóri og hafði verið það frá því fyrst
var lagður sími norður Trékyllisheiði sumarið 1923. Þegar drift-
in hófst fyrir alvöru var símstöð byggð í Djúpuvík sem starfaði
allan sólarhringinn þegar mest var um að vera. Á Kúvíkum var
þó'alla tíð símstöð meðan Ólafur var þar. Sveitarsími var þá
kominn á hvern byggðan bæ í hreppnum, svo minna var um að
vera hjá honum á seinrý árum.
Heilsa Elísabetar var á veikum þræði síðustu árin og lést hún
30. mars 1943, 69 ára að aldri. Allt til þess síðasta hafði hún
áhuga á bókum og handfór þær sem vini sem ekki hverfa á burt í
umróti timans. Með aðstoð fóstur- og dótturbarna sinna hélt
Ólafur áfram heimilishaldi og búskap, sem að vonum dróst
saman eftir því sem tímar liðu. Lengi var hjá honum hús-
mennskufólk sem bæði var til hjálpar og afþreyingar, en að
síðustu fór svo að þeir feðgar voru orðnir tveir einir á því forn-
fræga höfuðbóli. En Ólafur bognaði ekki, heldur hélt alla tíð
sinni reisn og meðfæddu höfðingsmóti. Enginn getur boðið
náttúruöflunum byrginn, og svo fór að í einu ofviðri snjóavet-
urinn 1949 skemmdist húsið svo að það varð með öllu ógerlegt að
búa í því áfram. Það munu hafa verið Ólafi þung spor er hann
yfirgaf sitt kæra æskuheimili vitandi, að þar yrði ekki framar um
búsetu að ræða, enda þung hönd afmáunar þegar búin að fastna
sér staðinn. Ekkert sást þó á honum á yfirborðinu. Fór hann þá
til dótturdóttur sinnar, Elísabetar, og manns hennar, Benedikts