Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 44

Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 44
hreint hjarta og hugsunarhátt, var aldrei beiskur, heldur sneri öllu til betri vegar og því ekki vansæll. Við Jakob litla urðu bráðlega nánari kynni. Þegar komið var á hesti, sem oftast var, stóð þessi góði drengur á „plássinu“, reiðubúinn að sjá um far- arskjótann á meðan staðið var við og trúmennskan brást aldrei. Þannig liðu hans æskuár í þjónustu og starfi eftir því sem geta leyfði. Kreppuárin fóru ekki framhjá garði Ólafs og Elísabetar fremur en annarra. Vorið 1934 var reist síldarverksmiðja á Djúpuvík. Mátti þá segja að fjárhagur vænkaðist að mun hjá þorra manna sem þar unnu og ýmsir reistu íbúðarhús á jörðum sínum og einnig þeir er settust að á Djúpuvík. Hjá Ólafi jukust umsvif þar sem hann var símstjóri og hafði verið það frá því fyrst var lagður sími norður Trékyllisheiði sumarið 1923. Þegar drift- in hófst fyrir alvöru var símstöð byggð í Djúpuvík sem starfaði allan sólarhringinn þegar mest var um að vera. Á Kúvíkum var þó'alla tíð símstöð meðan Ólafur var þar. Sveitarsími var þá kominn á hvern byggðan bæ í hreppnum, svo minna var um að vera hjá honum á seinrý árum. Heilsa Elísabetar var á veikum þræði síðustu árin og lést hún 30. mars 1943, 69 ára að aldri. Allt til þess síðasta hafði hún áhuga á bókum og handfór þær sem vini sem ekki hverfa á burt í umróti timans. Með aðstoð fóstur- og dótturbarna sinna hélt Ólafur áfram heimilishaldi og búskap, sem að vonum dróst saman eftir því sem tímar liðu. Lengi var hjá honum hús- mennskufólk sem bæði var til hjálpar og afþreyingar, en að síðustu fór svo að þeir feðgar voru orðnir tveir einir á því forn- fræga höfuðbóli. En Ólafur bognaði ekki, heldur hélt alla tíð sinni reisn og meðfæddu höfðingsmóti. Enginn getur boðið náttúruöflunum byrginn, og svo fór að í einu ofviðri snjóavet- urinn 1949 skemmdist húsið svo að það varð með öllu ógerlegt að búa í því áfram. Það munu hafa verið Ólafi þung spor er hann yfirgaf sitt kæra æskuheimili vitandi, að þar yrði ekki framar um búsetu að ræða, enda þung hönd afmáunar þegar búin að fastna sér staðinn. Ekkert sást þó á honum á yfirborðinu. Fór hann þá til dótturdóttur sinnar, Elísabetar, og manns hennar, Benedikts
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.