Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 46
herbergin stæðu þá orðið sum auð og mannlaus. Það er sagt að
þögnin tali sínu máli, því þá ekki að auðnin geri slíkt hið sama?
Þarna voru á móti vestri tvö lítil herbergi sem í seinni tíð var búið
að sameina í eitt, en áður hafði það fremra verið nefnt „Bláa
kamelsið“ og var svefnherbergi heimasætunnar, Emelíu. Svo var
á móti stiganum þegar upp var komið herbergi er var nefnt
Sigvalda herbergi. Þegar ég var agnarlítil kom ég með mömmu
þangað upp í fyrsta sinn, þá lá þar í rúmi gamali maður, ef til vill
hefur það verið Sigvaldi Salómonsen sem herbergið var kennt
við. Svo var allstór salur eða baðstofa þar sem vinnufólk svaf í tíð
Jakobs Thorarensen (þar voru aðeins hliðargluggar). Á seinni
árum var þar húsmennskufólk lengst af og í hinum herbergjun-
um líka. Niðri í húsinu bjó Ólafur sjálfur. Eg hef áður getið
vesturstofu, hún var til hægri er inn var komið, inn af henni var
svefnherbergi en til vinstri handar stofa, er verið hafði skrifstofa
Jakobs kaupmanns en síðar var þar símstöð og alla tíð eftir að
hann kom við sögu. Áður fyrr var eldhúsið beint á móti upp-
gangi, þar var gríðarstór eldavél (múruð) með tveimur stórum
eldunarhólfum og feikn^stórum bakarofni á milli, brann eldur í
báðum eldhólfum alla daga því eldamennska fór fram í tvennu
lagi, fyrir fjölskyldu kaupmannsins og vinnufólk. Veitingar hjúa
þóttu miklar og góðar. Að sögn afasystur minnar sem lengi var
þar vinnukona og eldastúlka, var oft um 20 til 30 manns að
matreiða fyrir og gestagangur eftir því. Tvær stúlkur skiptust á
sína vikuna hver við eldamennskuna, að lokum fór svo að engin
vinnukvenna fékkst til að sinna eldastörfum nema Ólína. Var þá
bætt við hana fimm krónum í kaup yfir árið. Þessi stóra eldavél
var aldrei notuð í tíð Ólafs (en um margra ára skeið í eldhúsinu í
gamla bænum í Reykjarfirði). Ólafur setti venjulega eldavél í
stofu inn af fyrrgreindu eldhúsi og fór þar matreiðsla fram önnur
er þvottar og stóreldar sem eftir sem áður voru fyrir frammi. Þá
var svokallað „kojuherbergi“, sem trúlega hefur verið notað til
að sofa í þó mér sé ekki kunnugt um hvernig því var háttað.
Gluggi þess var á bakhlið hússins móti suðri, einnig gluggar á
eldhúsunum. Áður hef ég getið um neðri enda þessa stóra og
langa húss, að þeirra tíma byggingastíl. „Norðurstofa“, sem á
44