Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 50
ferðabænin var lesin og vafalítið einhverju bætt við vegna
þeirrar hættu, er framundan var. Að bænargjörð lokinni var róið
út í vökina. Tómas stóð í stafni og hafði í höndum sveðjuna
miklu er átti að vera vopn þeirra í baráttunni við stórhvelið. Þeir
komust brátt í námunda við hvalinn, sem lét bátinn afskipta-
lausan, en hélt áfram eirðarlausu sundi sínu um vökina. Tómas
talaði nú hljóðlega við bátsverja og bað þá að sæta lagi og renna
bátnum rólega fram með síðu hvalsins, en áríðandi væri, að þeir
væru reiðubúnir að kippa bátnum eins hratt í burtu og þeim
væri mögulegt þegar hann fengi tækifæri til þess að stinga hann.
Var nú lagt að hvalnum og reynt að komast í gott færi við hann,
og þá fyrst sáu mennirnir hve geysistór skepnan var.
I einni ferðinni, er báturinn renndi rétt fram með hlið hvals-
ins, hefur Tómas vopnið á lofti og leggur því með miklu afli í
hvalinn, rétt við bægslið, og gekk það á hol, alveg að skafti.
Tilraun gerði hann að hitta hjartað, a.m.k. fór lagið mjög nærri
því. Samstundis skullu árar í sjó og lífróður var tekinn í átt til
lands. Hvalurinn tók geysilegt viðbragð er hann var stunginn og
e.t.v. varð það mönnunum til lífs, að fyrsta viðbragð hans var frá
bátnum, en ekki að, að öðrum kosti er ósýnt hvernig farið hefði.
Hvalurinn tók nú hverja stunguna af annarri og stökk hátt úr
sjó, og sögðu þau, sem í fjörunni stóðu, að sést hefði yfir Bálka-
staðanesið undir sporðinn á honum í hæstu köstunum. Langa
hríð byltist hvalurinn í vökinni, en það smá dró af honum, og
áður en yfir lauk, var öll vökin svo stór sem hún var rauð af blóði.
Mennirnir á bátnum, er beðið höfðu nærri landi á meðan á
þessum umbrotum stóð, reru út að hvalnum strax og hann lá
kyrr, reyndist hann þá dauður. Þeir komu á hann böndum og
drógu hann að landi, og svo stór var skepnan, að hún flaut ekki
upp í fjöru og varð þess vegna að hefja hvalskurð út i sjó. Er
aðstaða fékkst til þess að athuga hvalinn, reyndist þetta vera
steypireyður, 30 álnir að lengd.
Þegar fréttist um hvalinn, dreif að menn úr öllum áttum, til
þess að leita sér að björg. Þetta voru fyrst og fremst menn úr
héraðinu, en einnig komu margir úr Dalasýslu og reyndar víðar
að. Mikil björg var að hvalnum, þar sem víða var lítið um mat,
48