Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 51
Og jafnvel sultur fyrir dyrum og
telja fróðir menn vafalítið að
hvalurinn hafi bjargað sumum
frá hungurdauða. Þá höfðings-
lund sýndu húsráðendur á
Kollsá, að þeir gáfu megnið af
hvalnum, þannig að ekki lögðu
bátsverjar sig í lífshættu í auðg-
unarskyni.
Nokkur eftirmál urðu út af
þessu hvalsdrápi. Þegar frétt um
þennan hvalfeng barst suður í
Mýrasýslu fór presturinn á Gils-
bakka í Hvítársíðu, séra Magnús
Andrésson, að hugsa út í það að
Gilsbakkakirkja ætti hlut í
hvalreka á Kollsá. Hann tók sér
ferð á hendur norður í Hrútafjörð þeirra erinda að innheimta
hlut kirkjunnar. Hann gisti í Bæ hjá Sigurði Sverrissyni, sýslu-
manni Strandamanna. Daginn eftir fóru þeir báðir út að Kollsá
til fundar við húsráðendur þar og bar prestur fram kröfu sína
fyrir hönd kirkjunnar. Jón Tómasson, bóndi á Kollsá, mun
aðallega hafa orðið fyrir svörum af hendi heimamanna og taldi
hinsvegar, að þarna væri ekki um neinn hvalreka að ræða, þar
sem hvalurinn hefði verið drepinn langt frá landi. Prestur taldi á
hinn bóginn, að hvalurinn mundi hafa drepist í vökinni og rekiö
þar á land og hefði þar aðeins verið spurning um tíma að ræða.
Jón taldi, að vel mætti vera, að hvalurinn hefði drepist þarna,
annaðhvort af sulti eða ísinn hefði lokað vökinni og kæft hann,
en ósýnt væri hvar hann hefði borið að landi, ef svo hefði farið,
og óvíst að það hefði orðið við Hrútafjörð.
Umræður þessar fóru fram í stofu á Kollsá og urðu allhvassar
með köflum, og heyrðu þeir, er nærri voru, að stundum var slegið
fast í borðið. Hvort sem þær stóðu lengur eða skemur var sæst á
þessi mál og mun sýslumaður hafa talið það sitt hlutverk að
miðla málum, einnig mun það hafa ráðið miklu, hve mikið var
4
49