Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 54
um morguninn að koma fiskinum í hús, þá var eftir að taka salt í
bátinn (við vorum með poka undir saltið), en því var ekki lokið
fyrr en kl. 9 um morguninn, þá var lagt af stað heimleiðis, sama
lognið og blíðan hélst allan tímann. Frá Gjögri er talinn þriggja
klst. róður til Norðurfjarðar, ekkert var sofið og engin hvíld,
einhverja hressingu fengum við á Grænhól (hús á Gjögri) áður
en við lögðum af stað norður, sama lognið hélst alla leið heim, en
þegar við erum rétt lentir, rýkur hann á með vestan rok, þar skall
hurð nærri hælum og við svona örþreyttir, búnir að vaka um eða
yfir 30 klukkustundir hvíldarlaust.
Svona vinnuþrælkun á unglingum myndi ekki þykja réttlæt-
anleg nú, en á þeim tímum þótti þetta ekki nema sjálfsagt, allir
urðu að vinna og aldrei mátti slaka á, lífsbaráttan var hörð og
hér varð annaðhvort að duga eða deyja.
Berdreymi
Faðir minn, Valgeir Jónsson, andaðist veturinn 1951. Sum-
arið eftir stundaði ég róðra frá Norðurfirði, hásetar mínir voru
Benedikt bóðir minn er nú býr í Árnesi og Bernharð systursonur
minn er nú býr í Norðurfirði.
Það var eina nóttina að mig dreymir að ég og strákarnir erum
að beita línu frammi í skúr er til þess var notaður. Þá þykir mér
sem pabbi standi hjá okkur og horfir á, ég spyr hann hvort hann
ætli að koma með okkur á sjóinn, en hann svarar, „Nei, ég fer
ekki með ykkur, en ég ætla með honum Geira mínum seinna en
þú skalt muna að vera nógu austarlega.“ Að svo mæltu var hann
horfinn. Ég vakna og lít til veðurs og er veðrið gott, aðeins
andvari af vestri, svo ég vek strákana til að beita. Að því búnu
fórum við á sjóinn og gekk allt vel. Eg hugsaði mér að fara eftir
aðvörun gamla mannsins og vera nógu austarlega, svo ég ákvað
að leggja línuna á svokölluðum Flyrnum, en það er þegar Ár-
52