Strandapósturinn - 01.06.1980, Blaðsíða 63
námu áður óbyggt land og efndu þar til skipulegs þjóðfélags að
eigin geðþótta án fyrirmæla eða íhlutunar utanaðkomandi afla.
Island varð sérstakur griðastaður forn-norrænnar menningar,
þar sem minningar og sagnir norðurgermanskra þjóða geymdust
betur en á nokkrum öðrum stað og voru skráðar á bækur sem á
okkar dögum eru auðugasta heimildin sem til er um víkingaöld.
Astœður víkingaferða. Skipasmíði og siglingar
Margar og mismunandi ástæður urðu til þess að víkingarnir
buðu úthafinu byrginn, ófriðlegt var í oft í heimalandinu svo og
valdastreita, fátækt og landþrengsli, en mestu mun þó hafa ráðið
ævintýraþrá. Frábær uppfinning í skipasmíðum, ,,kjölurinn“,
gerði Norðurlandabúa að drottnendum hafsins, skip með kili
gátu verið breið og flöt, kjölurinn gerði þau öruggari og stöðugri
í sjó og hraðskreiðari, og eftir að skipin urðu stöðugri mátti setja
upp mastur og segl á opnu hafi og jók það enn á nýtingu og
hraða. Þessir farkostir voru þó opnir og þægindalausir. Hver og
einn um borð vann, svaf og mataðist á sama stað, lítt varinn fyrir
veðri og sjó og við lítið olnbogarými. Allir gerðu þarfir sínar yfir
borðstokkinn. Nefndist það að ganga til borðs.
Lítið er vitað um mataræði víkinga í sjóferðum. Eld mátti ekki
kveikja í skipum svo sæfarar hafa orðið að búa við kaldan mat
þar til landi varð náð, sennilega hefur hinn daglegi kostur verið
skreið ásamt vatni, súrri mjólk og miði.
Víkingarnir voru í rauninni einu farmennirnir á fyrri hluta
miðalda sem færir voru um að sigla án þess að hafa landsýn.
Siglingafræði þeirra byggðist á skarpskyggnri athugun á gangi
og stöðu sólar, tungls og stjarna ásamt flugi fugla, sjófugla o.fl.
Heiðskírar nætur tóku þeir mið af Pólstjörnunni og fleiri stjörn-
um. Sólin hefur þó vafalaust verið þeirra besti vegvísir. Þeir
gerðu töflur um gang hennar allt árið. Varðveist hefur tafla um
sólargang eftir Stjörnu-Odda, sem var í Flatey á Skjálfanda.
Sýnir hún sólarhæðina árið um kring.
Fundist hafa skífur til staðarákvörðunar, voru þær notaðar til
að finna fjórar stefnur áttavitans, en slíkt var hægt að gera þar eð
staða sólar var kunn við sólarupprás og sólsetur.
61