Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 64
Það sem gerði landnám Islands mögulegt við ofangreindar
aðstæður yfir 800—)00 km opið haf var ekki síst að þakka frá-
bærri siglingalist víkinganna.
Víkingar notuðu rúnaletur sem þeirhjuggu í steina og tré, þeir
skáru einnig út skreytingar í híbýlum sínum og stefni sumra
skipa þeirra voru mjög útskorin, oft með dýramyndum svo sem
Osebergsskipið, sem var með há og aftursveigð stefni útskorin.
Þannig stefni voru mjög glæsileg. Lóðrétt stefni Gokstadskipsins
með hæfilegum sveigjum hafa vafalaust verið hentugri.
Ekki er vitað með vissu hvenær segl voru fyrst notuð á
norrænum skipum, sennilegt virðist að um árið 700 hafi skips-
skrokkurinn verið orðinn hæfur til að valda segli.
Gokstadskipið var stærst þeirra skipa sem grafin hafa verið
upp; stærð þess var: lengd 23,33 m, breidd 5,25 m, miðskips og
hæð miðskips frá kili á borðstokk tæpir 2 m. Ekki er hægt í stuttri
ritgerð að greina nánar frá mismunandi gerð skipa frá þessu
tímabili sögunnar.
Vopn víkinga
Vopn víkinga voru sterk og bitgóð miðað við vopn forfeðra
þeirra. Meðalkaflar sverðanna voru úr járni og brotnuðu því
síður í bardögum heldur en sverð með bronshjöltum. Brandur-
inn var einnig betri en áður og oft skreyttur með afbrigðum af
járni og stáli. Franskir vopnasmiðir voru mjög færir í sinni grein.
Hjálmar víkinga voru traustir, en ekki fallegir. Þeir voru úr
sléttum járnplötum og oftast skrautlausir. Spjótsoddar eru í raun
tvær tegundir vopna. Oddar með mjóum fal eru af léttara vopni,
kastspjóti, en með gildari falnum návígisvopn. Víkingar notuðu
einnig nokkuð hringabrynjur sem hlífðu handleggjum og fótum
niður að hné jafnt sem búknum. Bogar voru einnig notaðir. Þá er
að geta um hina skelfilegu stríðöxi víkinganna, breiðöxina sem
hæfði aðeins fótgönguliði vegna þess hve þung hún var. Hún
hvarf því úr sögunni þegar farið var að berjast á hestbaki.
Rimmugýgur Skarphéðins Njálssonar er ein frægasta öxi vík-
ingaaldar og mun hann hafa þótt óárennilegur með Rimmugýgi
í hendi.
62