Strandapósturinn - 01.06.1980, Blaðsíða 65
Hús, innanstokksmunir og áhöld
Ekki eru til góðar heimildir um húsagerð hér á landi frá
þessum tíma, en þó er nokkuð vitað um bústaði fólks af forn-
leifarannsóknum. En síðar, eða frá Þjóðveldisöld, eru betri
heimildir um húsagerð á Islandi, svo sem að Stöng í Þjórsárdal,
þar mun hafa eyðst bær í Heklugosi árið 1104 sem nú hefur verið
byggður upp sem líkastur upprunalegri gerð.
Áhöld og innanstokksmunir voru mjög fábrotin, húsgögn flest
sambyggð húsunum, aðallega föst set til að sitja á við vinnu og
máltíðir og til að liggja á um nætur. Stórar útskornar rekkjur
áttu þó konungar og stórhöfðingjar. Hlutir sem ekki voru oft
notaðir voru geymdir í kistlum og trékistum. Pottar og katlar
héngu í keðjum yfir eldinum. Þeir voru oftast úr kopar eða
járnþynnum og hnoðaðir á samskeytum, einnig voru þeir úr
tálgusteini. Tálgusteinn er mjúkur og auðvelt að forma hann í
ílát auk þess heldur hann hita mjög vel. Trésleifar og ausur voru
notaðar til að hræra í pottum o.fl. Trog voru fyrir geymslu
matvæla.
Steikarteinar hafa fundist í haugum og benda til að glóðar-
steik hafi verið vinsæll matur. Við máltíðir notaði hver sinn eigin
hníf og horn- eða tréspón.
Trú og grafsiðir
Víkingaaldargrafir á íslandi varpa nokkru ljósi á líf manna á
þeirri tíð, þær segja sína sögu um trúarlífið. íslensku landnáms-
mennirnir voru flestir heiðnir þótt seinna þekktu sumir þeirra til
kristinnar trúar eða væru jafnvel kristnir. Sumir voru blendir i
trú, eins og t.d. Helgi magri í Kristnesi.
Helstu heimildir um þessi efni er Sæmundar-Edda, sem er
safn goða- og hetjukvæða, og Snorra-Edda, sem sagnfræðingur-
inn og skáldið Snorri Sturluson skrifaði um 1220.
Grafir frá víkingaöld hafa fundist um land allt, þær voru lágir
haugar úr mold og grjóti. Hinn dauði var lagður í gröf sína
alklæddur, karlar með vopnum sínum og konur með skartgrip-
um sínum. Stundum var hinn dauði lagður í bát, en sá siður var
fremur fátíður á íslandi. Hinsvegar var mjög algengt hérlendis
63