Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 71
Skúli Bjarnason
Ðrangsnesi:
Grenjastæði
Kaldrana-
neshrepps
Kaldbak
I Kaldbakslandi á svokölluðum Spena, sem er á mörkum
Kaidrananeshrepps, osr Árneshrepps, er allhá klettastrýta (á sió
kölluð Spenaþúfa).
Skammt inn af strýtu þessari dregur til graslænu er liggur í
stefnu til fjalls, mjókkar eftir því sem neðar dregur, en neðst í
henni er grenstæði hjá lágum steini, þar sem iæna þessi endar að
ofan, myndast stórsteina-ranar bæði norður og inneftir. Á
sumrin geta tófur haldið þarna til. Því skyldu ailir sem ganga
þarna um í grenjaleit, athuga svæði þetta á báða vegu. Um
önnur grenstæði í Kaldbakslandi veit ég ekki.
Kleifar
I Kleifarlandi er ekki um grenstæði að ræða að •mínum dómi,
því sem allri hliðinni að vestanverðu, allt fram í dal, eru víða
smáurðir, sem allar eru grunnar og rennur vatn undan þeim á
vorin, og því ekki líklegar til að vera gotstaðir. Ekkert skal þó
fortekið, og sjálfsagt að athuga svæðið á vorin.
Eyjar
Þegar innfyrir Kaldbakskleif kemur, opnast svæðið inn með
69