Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 74
þama eins og víða annarsstaðar, er tilvalinn staður fyrir flökku-
dýr.
Hitt grenstæðið er neðar í dalnum að vestan verðu beint á
móti þar sem bærinn stóð, en nú eru þar sumarbústaðir. Það er
hjá svokölluðum Hesti, sem er hár klettadrangur er stendur tæpt
á mjög háum urðar og klettabölt, sem virðist hafa sigið frá
aðalbrúninni á sínum tíma. Skammt fyrir norðan hæsta kletta-
dranginn, en fast með brúnarröndinni er djúp læna og eru
grenholurnar í urðarveggnum og snúa í vestur.
Snemma á vorin meðan snjór er í lautum, getur kvos þessi
verið full af snjó og þá mikil hætta á að ganga fram hjá greninu,
þó tófa væri gotin þar, nema að gengið sé fast með klettinum að
norðan verðu, en þar eru líka grenholur en sjást mjög illa nema
komið sé alveg að þeim. Vörðubrot er á klettinum fyrir ofan
grenstæðið, en á stóru svæði fyrir norðan og neðan Hestinn eru
víða urðir og holur.
Vorið 1975 gaut tófa þarna í fyrsta sinn, að ég held, og tel ég
líklegt að svo verði oftar, því þarna virðist sæmilegur gotstaður.
Sunrmdalur
í Sunnudalslandi er fundið eitt grenstæði, sem er hátt uppi og
fram í vesturhlíðinni, en ekki gott að lýsa afstöðu til þess, nema
þá helst á þennan veg, sem er þó ekki góður.
Hjallar sem í sjónhendingu taka hver við af öðrum, frá ofan-
verðu túninu í Sunnudal fram og upp brúnina, eru í þeirri
afstöðu að þeir ganga svo til í sjálfa sig og mynda einn hjalla, þá
dregur þar til lænu sem grenstæðið er, og snýr það á móti norðri.
Grenstæði þetta fannst fyrir nokkrum árum og er því ekki
vitað hversu eftirsótt það er sem gotstaður, enda oft snjór á því
fram eftir vori, en vitað er með vissu að þarna hefur tófa gotið, og
vil því leggja áherslu á að þarna sé farið um á venjulegum
grenjaleitartíma, og það oftar en einu sinni á vori, því afskekkt
grenstæði eru oft viðkomustaðir flökkudýra.
Skarð
I Skarðslandi, í svokölluðu Sóleyjarsundi er grenstæði í kúptu
72