Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 75
og mjög lágu holti. Það er bæði grunnt og kalt og aðeins einu
sinni gotið þar tófa sem ég hef sögn af, og ólíklegt að það verði
aftur, svo nálægt sem það er alfaravegi yfir Bassastaðaháls.
Grenstæðið er á vinstri hönd þegar komið er uppfyrir Presta-
lækina, efst á Skarðsbreiðunum á leið yfir hálsinn.
Ég vona að vel þekkt örnefni sem vísað er til í þessari lýsingu
falli ekki úr minni manna næstu áratugi.
Bakki
I landi Bakka er mér ekki kunnugt um að séu grenstæði.
Kaldrananes
I Kaldrananesslandi eru nokkur grenstæði. Það fremsta er í
svokallaðri Löngulág, sem nær allt frá miðju Urriðavatni að
sunnan og niður að brún að norðan verðu, að austan verðu er
svolítil brúnarmynd. Um miðbik svæðisins, þar sem brúnin
gengur Iengst til norðvesturs, kemur svolítil bugða á lána þar
sem grenholurnar eru að austan verðu, niður við jörð og snúa til
norðurs.
Ég dreg í efa að þarna sé gotstaður, heldur hafi tófur fært sig
þangað úr öðrum grenstæðum þegar fram á vorið kom, því yfir
þessu svæði liggur snjór oft fram eftir vori, þó skildu menn ávalt
fara þarna um á venjulegum grenjaleitartíma.
Skammt norður af norðurenda Urriðavatns er Stórihvammur.
Er það hár hjalli sem myndar syðri brúnina að honum, og nær
alla leið frá Urriðaá og fram í botn á hvamminum. Framarlega
með þessum hjalla er grenstæði í svolitlum grónum grjóthól og
snúa grenholurnar til norðurs. Að þessu greni fennir sjaldan, eru
holur stundum blautar snemma vors, þó gjóta tófur þarna mjög
oft. Utarlega í Urriðahvammi upp við hliðarlöggina er lág
hjallamyndun, þar er grenstæði fremur grunnt, sem tófur hafa
þó nokkuð oft gotið í síðustu áratugi, en fremur vond aðstaða er
þar til grenvinnslu.
Enn þá lengra út með hlíðinni er hár grjóthryggur er Hestur
heitir. Hann er mjög sérkennilegur laus við hjalla og snýr sem
næst í austur og vestur. Þarna hafa tófur oft gotið, enda gren-
73