Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 76
stæðið gott, hlýtt og þurrt, og eru grenholurnar að sunnanverðu í
hryggnum.
Þegar haldið er lengra út með hlíðinni frá Hestinum, sem að
framan er getið, kemur maður að Langahjalla. Fyrst er komið að
allstórri urð, ég veit ekki til að tófur hafi gotið þar, en nokkuð
fyrir utan þessa urð er grenstæði, og er það annað það besta í
hreppnum og mátti heita að tófa gyti þarna á hverju vori um
áraraðir. Grenið er i lágum en grónum grjótbálk og snúa hol-
urnar sem næst í norður, en er þó hlýtt og þurrt, oftast fennir lítið
að því á vetrum, í venjulegu árferði.
Þegar farið er frá Kaldrananesi upp í Bæjarskarð og þaðan út
eftir fyrsta hjallanum í hlíðinni, þar yzt og neðst á honum er
Tófuhjallagrenstæði, þar er um margar holur að ræða. Venju-
lega er gotstaðurinn við yztu holurnar, enda moldarholur og sést
því fljótt ef rifið er til í þeim.
Þetta svæði er snjólítið að vetrinum og þornar fljótt að vorinu.
Ekki veit ég um aðra staði í landi Kaldrananess, eins og er sem
tófur gjóta í en þá sem hér eru nefndir.
Bjamames
I Bjarnarnesslandi er ekkert grenstæði, þar hefur engin tófa
gotið í það minnsta síðan um aldamót, hvað sem áður hefur skeð.
Bær
I Bæjarlandi hafa tófur gotið í Kötlum, en það er urðarflæmi
við suðurenda Bæjarfells. Ekki er gott að lýsa aðstöðunni til
gotstaðarins, því urðin er mjög stór, þó held ég að hann hafi verið
og verði í holunum niður af Hólnum sem kallaður er. Viðburður
er að tófur gjóti þarna.
Drangsnes
í landi Drangsness er ekkert grenstæði.
Gautshamar
í Gautshamarslandi er ekkert grenstæði.
74