Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 78
Ef farið er frá þessum hól og þvert innyfir holt og hæðir,
kemur maður á Bassastaðaborgir, en þar snarhallar landinu
mikið fram og niður. Norður með borgunum að innan verðu eru
víða urðir en fremur grunnar, og hafa tófur ekki gotið þar svo ég
viti til.
Norðan og utantil á borgunum var ágætis grenstæði, og mátti
heita að tófa gyti þar á hverju ári, einnig er þar byrgi og góð
aðstaða til grenvinnslu.
Fyrir örfáum árum varð ég þess var að búið var að rífa upp
grenstæðið og eyðileggja, mjög skaðlegt óhappaverk, enda varð-
ar það við lög að eyðileggja grenstæði, og væri vel þess vert að
gera tilraun að endurbyggja það.
Skammt fyrir norðan borgirnar er Seljahnúkur og ber hátt við
himin. Vestan verðu við hnúkinn er ágætis grenstæði, en mjög
snjóþungt og því vafasamt að tófur gjóti þar nema í snjóléttum
og góðum vorum.
Þegar grenstæðið þornar er þarna tilvalinn staður fyrir
flökkudýr, og þarf því á hverju vori að veita þessum stað sérstakt
athygli.
Bólstaður
I Bólstaðarlandi er ekkert grenstæði svo vitað sé.
Ég hefi nú lýst og talið upp þau grenstæði í Kaldrananes-
hreppi, sem ég veit um og nú eru þekkt, hvað sem síðar kann að
bætast við.
Veit ég að sú lýsing er hvergi nærri tæmandi og tala frekar til
þeirra sem kunnugir eru staðháttum en hinna sem ókunnugir
eru.
Þá hef ég getið um þau grenstæði, sem ég hef sjálfur verið á, og
er viss um að tófur hafa gotið í einnig hinna sem minni líkur eru
fyrir að tófur hafi eða muni gjóta í, enda nokkuð kunnugur þar
sem ég hef farið um þessa staði í 32 vor, sem grenjavinnslu
maður.
Að endingu vil ég bera fram þá hugmynd að teknar séu
myndir af grenstæðum og þeim svæðum sem að framan er getið,
76