Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 81
færir allt í fjötra, kveður við annan tón. Við Húnaflóa áttu
verzlunarstaðir að vera tveir, Kúvíkur við Reykjarfjörð og
Höfðakaupstaður á Skagaströnd. Þegar slæmt verzlunarárferði
var, hafísar eða styrjaldir töfðu, sem oft var á þeim árum, var
látið duga eitt skip fyrir báðar hafnirnar, jafnvel ári sleppt, eða
jafnvel tveim er Kúvíkur snerti. Þar var hvorki talin fisks- né
sláturfjárhöfn, helsti útflutningur lýsi.
Aðalverzlunin var launverzlun, er fólkið vegna ills og óhag-
stæðs fyrirkomulags varð að neyðast til að nota, fyrst við Spán-
verja sem voru við hvalveiðar hér við land og höfðu aðalbækistöð
sína í Reykjarfirði og voru líka við Steingrímsfjörð, svo sem
þjóðsagnir og örnefni benda til. Þeir hafa máske verið fingra-
langir á sauðfé og varplönd ekki síst eftir að í harðbakka sló milli
þeirra og yfirvalda sem þá var á öllum Vestfjörðum, Ari
Magnússon í Ögri. Þó bar Jón lærði Spánverjum vel söguna, sem
lá við að yrði honum dýrt. Aðaláreksturinn mun hafa verið útaf
verzlunarmálum. Svo komu Englendingar, Hollendingar og
jafnvel Frakkar.
Jón Aðils nefnir 5 staði við Steingrímsfjörð, Hafnarhólm,
Reykjavík (nú Hveravík), Húsavík, Skeljavík og Hrófberg, sem
þeir hafa verzlað á. Hylltust þeir til að vera komnir og farnir svo
snemma að vorlagi að þeir væru komnir burt áður en dönsku
skipin komu, sem sjaldan var norðan og vestanlands fyrr en um
og eftir fardaga til júníloka. Var eftirlit heldur lélegt, sýslumenn
aldrei búsettir í Strandasýslu á þeim árum, þótt þcir hefðu
umboðsmenn, er oftast voru búsettir utanhéraðs. Launverzlun
var því á sinn hátt einn af helstu bjargræðisvegum fólksins.
Þegar kemur fram yfir 1700 virðist launverzlun að mestu
útrýmt nema á Vestfjörðum. Þar varð henni aldrei útrýmt með
öllu. Eftir því sem lengra leið á átjándu öldina, versnaði afkoma
fólksins, bar margt til þess, ill og ónóg verzlun, drepsóttir, ísar og
fjárkláði þótt síðasti þátturinn móðuharðindin yrðu einna af-
drifaríkastur. Ganga margar sagnir þar af, misjafnlega áreiðan-
legar. Skal aðeins ein sögð sem vitað er að er áreiðanlcg og sönn.
Á bæ einum var haustið 1783 settar á vetur 93 sauðkindur, 13
komust á græn grös. Má geta nærri hvernig verzlun við útlönd
79