Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 84
skipinu siglt um bátaleiðir með Ströndum áleiðis til Reykja-
fjarðar, með því að fá kunnuga:n leiðsögumann, og taka vörur úr
ábyrgð og því um líkt. Lagðist skipið á Reykjafjarðarhöfn síðasta
vetrardag. Mátti segja að ísinn elti skipið og fraus það þar inni,
enda lagði alla firði þar um slóðir svo hesthelt var talið. Skip
Clausens frá ísafirði kom annan september. Stór fellir á sauðfé
var það vor, og mikið af því sem eftir var varð að farga um
haustið vegna fóðurskorts. Harðæri var mikið.
Aftur talsverður fellir 1887, meira þó fyrir illa verkun fóðurs
en fóðurskort. Útlendar gjafir, hallærislán og það sem hægt var
að draga að sér úr öðrum héruðum, helst ísafjarðarsýslu, bjarg-
aði svo að ekki dó fólk úr hungri, en hallærissjúkdómar gerðu
talsvert vart við sig. Nokkrir hér um sveitir fluttu til Ameríku.
Upp úr þessum jarðvegi spratt samvinnufélagsskapurinn í
Strandasýslu.
Eins og sést af framanskráðu hefur aldrei verið um kaup-
mannavald að ræða í Strandasýslu, að minnsta kosti ekki bein-
línis. Þar var sífelld vöntun á ýmsri nauðsynjavöru, sem mjög
stóð í vegi fyrir eðlilegri þróun atvinnuveganna. Ekki er þó með
þessu sagt að kaupmenn hafi gert alla jafna, það mun hafa
komið fyrir að efnamaður fékk afslátt af vöru sem efnaminni fékk
ekki, sömuleiðis að skemmd vara væri tekin af þeim sem meira
höfðu að bjóða enda þótt slíkt væri ekki gert fyrir þá, sem minna
höfðu. Slíkt læknaðist ekki að fullu fyrr en lögskipað mat var
fyrirskipað almennt.
Seinni hiuta nítjándu aldar var ekki föst verzlun í nórðurhluta
Strandasýslu nema J. Thorarensen á Reykjarfirði. Hann rak
verzlun og búskap jöfnum höndum, og hafði margt fólk í heimili,
ræktaði stórt tún eftir þeirra tíma kröfum. Þar var öllum ferða-
mönnum og eins ef viðskiptamenn dagaði uppi, heimil ókeypis
gisting og oft góðgerðir þótt ekki væri gist. Hann var örlyndur,
stórorður en trygglyndur og höfðingi í lund. Sagði mönnum
óspart til syndanna ef svo bar undir, ef honum fannst slóða-
skapur eða vanræksla í störfum þeirra. Gilti þá sama hver í hlut
átti, hvort það var embættismaður eða betlari.
Venjulegast keypti hann á vorin í júní um 60 ær með lömbum.
82