Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 85
Lét hann þær mjólka yfir
sumarið, setti þær svo á betur
og hafði þær geldar og slátraði
þeim svo geldum. Hagfæring-
unum var jafnan slátrað á
haustin og svo nýjar ær keypt-
ar næsta vor. Hann hélt ekki
markað heldur sendi mann
heim á bæina, sem smalaði
fénu, létu þær ær, sem vildu,
flest árin var verðið á árun kr.
15, sem þótti gott verð. Ekkert
farið eftir gæðum, aðeins þær
fæddu lömb. Máske uppbót ef
um ágæta kind var að ræða.
Oftast voru þær fremur rýrar
um það var ekki fengist.
Oft sigldi Thorarensen til Hafnar á haustin, til að gera inn-
kaup. Hann flutti góðar vörur en fremur dýrar, kom oft með
áhöld og verkfæri frekar en aðrir kaupsýslumenn. Ekki kom til
átaka milli hans og samvinnumanna. Hann var að hverfa af
leikvelli lífsins, þegar hún kom verulega til sögunnar. Sennilegt
að andstaða frá honum hefði meira orðið í orði en verki, ef til
hefði komið. Aðeins að hann hefði fengið sitt. Efni fóru þverr-
andi með aldri, varð efnalítill að lokum. Tók hann því með
karlmennsku og jafnaðargeði.
Eftir hann kom á Kúvíkur Karl Jensen. Hann var smár
kaupmaður og þótti dýrseldur, en gaf sig ekki í neitt rákk. Mátti
heita að samvinnuverzlunin hafi á fyrsta tug aldarinnar náð
mestallri verzlun undir Kaupfélag Strandamanna norður þar,
sem á þeim árum var deild frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á
Hólmavík. Eins og síðar verður sagt byggði R.P. Riis fasta ver-
zlun á Hólmavík fimm árum á undan kaupfélaginu. Þrátt fyrir
það færðist kaupfélagið talsvert í aukana og fór vaxandi.
Riis var á vetrum í Kaupmannahöfn en á Borðeyri á sumrum.
Kom til Hólmavíkur nokkra daga til eftirlits. Hafði öll árin sama
Magnús Steingrímsson.
83